AlþjóðamálFréttir

Bjarndís og Kári á fundi norrænna hinsegin félaga

[English below] Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður, og Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri, sóttu á dögunum þriggja daga vinnufund norrænna hinsegin félaga í Helsinki. Fundurinn, sem styrktur var af Norrænu ráðherranefndinni, var skipulagður og haldinn af Seta – sem eru heildarsamtök hinsegin fólks í Finnlandi. Á staðnum auk Seta og Samtakanna ‘78 voru leiðtogar norska félagsins Fri, sænska félagsins RFSL og danska félagsins LGBT+ Danmark. 

Efni vinnufundarins var staða hinsegin fólks á Norðurlöndunum og sameiginleg ábyrgð Norðurlandanna í því að tala fyrir mannréttindum hinsegin fólks á heimsvísu. Sameiginlegt stef í máli hinsegin félaga á Norðurlöndum er aukin andúð og háværari andstaða við hinsegin réttindi á öllu svæðinu. Rætt var um mikilvægi þess að ríkisstjórnir Norðurlanda haldi áfram á braut framfara er varðar lagaleg réttindi og stefnu í málefnum hinsegin fólks í hverju landi fyrir sig ásamt því að halda málstaðnum á lofti á alþjóðavettvangi. Samhliða fundarhöldum hitti hópurinn finnska hinsegin aktívista, stjórnmálafólk og sérfræðinga.

Norræn hinsegin félög munu halda áfram samtali og samstarfi á næstu árum, og skýr ásetningur er um að hinsegin félög frá Færeyjum, Grænlandi og Sömum taki einnig sæti við borðið í fyrirhuguðum samstarfsverkefnum.

//

 

Bjarndís Helga Tómasdóttir, president, and Kári Garðarsson, executive director, recently attended a three-day workshop of Nordic queer oganizations in Helsinki. The meeting, which was sponsored by the Nordic Council of Ministers, was organized and hosted by Seta – the umbrella organization of LGBT people in Finland. In addition to Seta and Samtökin ‘78, the leaders of the Norwegian organization Fri, the Swedish organization RFSL, and the Danish organization LGBT+ Danmark were also present.

The topic of the workshop was the situation of LGBTI people in the Nordic countries and the Nordic countries’ shared responsibility to advocate for the human rights of LGBTI people worldwide. A common theme of discussion among the Nordic organizations is increased hostility and more vocal opposition to queer rights throughout the region. The importance of the Nordic governments continuing to advance the legal rights and policies beneficial to LGBTI people in each country, as well as keeping the cause alive internationally, was discussed. In parallel with the meetings, the group met with Finnish queer activists, politicians and experts.

The Nordic queer organizations will continue their dialogue and cooperation in the coming years, and there is a clear intention of organizations from the Faroe Islands, Greenland and the Sámi to also have a seat at the table in the planned cooperation projects.