Samtökin '78 bjóða upp á ókeypis ráðgjöf til hinsegin fólks, aðstandenda hinsegin fólks og fagfólks. Fullur trúnaður gildir um ráðgjöfina. Árlega nýta fjölmargir sér þessa þjónustu. Við bjóðum upp á ráðgjöf vegna persónulegra mála, félags- og sálfræðiráðgjöf og einnig lögfræðiráðgjöf. Hægt er að fá einstaklingsviðtöl eða koma fleiri saman, t.d. par, vinir eða fjölskyldur.

Hafðu samband - það er fyrsta skrefið

Hægt er að panta ráðgjöf í síma 552 7878 eða með tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - fyllsta trúnaðar er gætt. Við bjóðum bæði upp á viðtöl í síma eða viðtöl sem eru tekin í húsnæði okkar að Suðurgötu 3. Húsnæðið er aðgengilegt fyrir fólk sem notar hjólastól. 

Ráðgjafarnir eru allir fagmenntaðir. Þeir eru: 

 • Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, sálfræðingur  
 • Erna Á. Mathiesen, lögfræðingur
 • Guðbjörg Ottósdóttir, félagsráðgjafi 
 • Sigríður Birna Valsdóttir, leiklistar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur 
 • Todd Kulczyk - leiklistar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur

Hvað get ég rætt við sál- eða félagsráðgjafa? 

Dæmi um viðfangsefni hjá sál- og félagsráðgjöfum: 

 • Að koma út sem trans
 • Að koma út sem samkynhneigð/tvíkynhneigð/pankynhneigð/asexúal
 • Óvissa um kynhneigð eða kynvitund
 • Samskipti við fjölskyldu og vini
 • Ráðgjöf til skóla og kennara vegna málefna hinsegin nemenda
 • Ráðgjöf til fagfólks sem starfar með hinsegin fólki, t.d. hjúkrunarfræðinga eða sálfræðinga
 • Fyrstu skrefin sem hinsegin
 • Þunglyndi eða kvíði

Hvað get ég rætt við lögfræðiráðgjafa?

Dæmi um viðfangsefni hjá lögfræðiráðgjafa:

 • Réttur minn í samskiptum við stofnanir, t.d. Þjóðskrá, Sýslumenn eða Tryggingastofnun
 • Réttur minn í skilnaðarmálum
 • Réttur minn í forsjármálum
 • Mat lagt á hvort um stærra mál er að ræða sem þarfnast dómsmáls
 • Aðstoð við fyrstu skref til að leita réttar síns

 

Meira ...

 

Fræðsla

Samtökin '78 bjóða upp á fræðslu fyrir grunn- og framhaldsskóla auk fræðslu fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og atvinnulífs. Nánar

 

Ráðgjöf

Hægt er að panta tíma hjá félagsráðgjafa. Viðtal við félagsráðgjafa stendur öllum til boða og er þjónustan ókeypis. Nánar

 

Félagsmiðstöð

Á Suðurgötu 3 er heimili Samtakanna '78 og þeirra fjölmörgu starfs- og stuðningshópa sem starfa á vettvangi félagsins.. Nánar

 

Skrifstofa

Skrifstofa Samtakanna '78  Suðurgötu 3 er að jafnaði opin alla virka daga frá 13:00 - 16:00 Nánar

 

Réttindabarátta í 39 ár:

Fyrstu mótmælin 1982

 
 

Réttindabarátta í 39 ár:

Frelsisganga 1993 og 1994

 
 

Réttindabarátta í 39 ár: 2004

Gleðigangan byrjaði 1999 og
er nú einn stærsti viðburður ársins

 
 

Réttindabarátta í 39 ár:

Enn þarf að berjast gegn fordómum

 
 

Réttindabarátta í 39 ár: og stendur enn yfir

 

 
 

Réttindabarátta á Íslandi í 39 ár
og stendur enn yfir um allan heim

Ísland 47%