Skip to main content
FréttirTrúnaðarráð

Framboð til trúnaðarráðs 2016-2017

By 31. ágúst, 2016desember 11th, 2021No Comments

Reykjavík, 30. ágúst 2016
Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 11. september 2016 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 28. júlí 2016. Framboðsfrestur rann út þann 28. ágúst og skulu framboð kynnt félagsfólki hið minnsta 10 dögum fyrir aðalfund, samkv. verklagsreglum kjörnefndar vegna framkvæmdar komandi kosninga.

Innan framboðsfrests bárust 26 framboð í 19 embætti. Framboðin skiptast sem hér segir:

Formaður (1) – tvö framboð:

  • Kristín Sævarsdóttir
  • María Helga Guðmundsdóttir

Varaformaður (1) – eitt framboð:

  • Unnsteinn Jóhannsson

Gjaldkeri (1) – tvö framboð:

  • Benedikt Traustason
  • Matthías Matthíasson

Ritari (1) – tvö framboð:

  • Frosti Jónsson
  • Júlía Margrét Einarsdóttir

Alþjóðafulltrúi (1) – eitt framboð:

  • Kitty Anderson

Meðstjórnandi (2) – þrjú framboð:

  • Álfur Birkir Bjarnason
  • Guðmunda Smári Veigarsdóttir
  • Gunnar Karl Ólafsson

Skoðunarmenn reikninga (2) – tvö framboð:

  • Sigurjón Guðmundsson
  • Sverrir Jónsson

Trúnaðarráð (10) – þrettán framboð:

Kynningar á frambjóðendum til trúnaðarráðs má sjá hér að neðan.
Kynningar á frambjóðendum til stjórnar má sjá hér Framboð til stjórnar 2016-2017.

Í kjörnefnd sitja Gunnlaugur Bragi Björnsson, Tótla (Anna Þórhildur) I. Sæmundsdóttir og Svanhvít Ada Sif Björnsdóttir.

Virðingarfyllst,
kjörnefnd

 

Trúnaðarráð

Tíu sæti – þrettán framboð.

 

Alda Villiljós

Alda Villiljós

1.1 Nafn og aldur
Alda Villiljós, 28 ára

1.2 Menntun og starf
Ég er með BA gráðu í listljósmyndun frá Kingston University í London og starfa mest við ljósmyndun og hönnun samhliða alls konar aktívisma.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég leigi íbúð í Vesturbænum með vini mínu, en hjá okkur býr líka fjórfættur sálufélagi minn, risavaxinn köttur með regnbogabindi. Í gegnum tíðina hef ég unnið við alls konar störf, m.a. afgreiðslustörf, umönnunarstörf og við garðyrkju. Það hefur samt verið draumurinn frá því ég var barn að vera listamaður og sá draumur er að rætast núna, en ég er með stúdíó á Granda og hef verið að taka að mér alls konar ólík verkefni tengd ljósmyndun og grafískri hönnun.

Starfsárið 2015-16 sat ég í trúnaðarráði Samtakanna ‘78 en seinasta vor tók ég þá ákvörðun að bjóða mig ekki fram aftur þar sem ég vildi bjóða mig fram í stjórn Trans Íslands og vissi ekki hvort ég myndi ráða við að sitja á báðum stöðum í einu. Eftir nokkra mánaða setu sem ritari í stjórn Trans Íslands hef ég þó ákveðið að ég geti alveg bætt aðeins við mig og sækist því eftir að komast í trúnaðarráð aftur fram á vor, enda finnst mér það gríðarlega spennandi vettvangur sem hægt væri að nýta betur. Í fyrra tók ég til dæmis mikinn þátt í skipulagningu og framkvæmd nýyrðakeppninnar Hýryrði en auk þess sá ég um opin kvöld á Suðurgötunni, sótti fundi og aðstoðaði við hin ýmsu verkefni.

Í sumar tók ég einnig við sem ritari í stjórn Vegan samtakanna og hef sinnt ýmsum störfum þar, m.a. skipulagt og tekið þátt í friðsömum mótmælum, þýtt texta til upplýsingar og margt fleira.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Fyrir utan setu í trúnaðarráði og sem ritari í stjórn Trans Íslands hef ég verið virkt í jafningjafræðslunni sem og í ýmsum tilfallandi sjálfboðaliðastörfum. Ég hef tekið myndir og hannað auglýsingar fyrir Samtökin og var með myndir á opnunarsýningu Gallerí 78 síðasta haust. Síðan í lok árs í fyrra hef ég, ásamt litlum hóp, skipulagt mánaðarleg kvöld sem kallast Wotever Iceland og við héldum stórt partý undir nafni Wotever á laugardskvöldi Hinsegin daga í ár á Gauknum. Á síðasta &a
acute;ri stofnaði ég, ásamt öðrum, Nú skal hinsegja, fræðsluviðburð sem hefur nú verið haldinn tvisvar á Hinsegin dögum og vakið mikla lukku. Í ár var ég í fræðslustjórn Hinsegin daga og sá þá um að skipuleggja og halda utan um hina ýmsu fræðsluviðburði.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég vil virkja trúnaðarráð til að verða sjálfstæðara og til að hafa meiri áhrif. Trúnaðarráð á að vera stjórninni innan handar í þeim verkefnum sem stjórnin vill hrinda af stað, en ráðið er líka staður þar sem hin ýmsu aðildafélög geta sent fulltrúa inn til að tengjast öðrum félögum og kosnum einstaklingum ráðsins og til að skipuleggja alls konar verkefni saman. Mig langar mikið til að koma af stað hljóð- og myndvarps rás Samtakanna ‘78, verkefni sem ég reyndi að setja af stað í vor en hefur legið undir feld vegna annarra verkefna. Bæði langar mig að gera hinsegin samfélagið sýnilegra með myndböndum og hljóðvarpsþáttum en einnig langar mig að nota þennan vettvang til að við getum skoðað sjálf okkur krítískt – Hver eru helstu málefni sem brenna á okkur í dag? Hvernig hefur saga hinsegin mannréttindabaráttu, bæði hér og erlendis, haft áhrif á það hvar við erum í dag? Hver er munurinn á lífi og mannréttindum hinsegin fólks hérlendis miðað við önnur lönd í heiminum?

Að auki vil ég virkja trúnaðarráð til að skipuleggja fleiri viðburði, hvort sem það eru stór partý, kósý fimmtudagskvöld í opnu húsi eða vinnustofur (workshops). Þetta er eitthvað sem ég veit að hefur vantað að margra mati í samfélaginu okkar og ég veit að með rétta fólkinu getum við auðveldlega gert meira fyrir alla meðlimi hinsegin samfélagsins.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Fyrsta mál á dagskrá verður að skipuleggja reglulegar hinsegin Pokémon GO göngur um miðbæinn!

 

Hlynur Kristjánsson

Hlynur Kristjánsson

1.1 Nafn og aldur
Hlynur Kristjánsson, fæddur 15. janúar 1981

1.2 Menntun og starf
Framhaldskóli ókláraður. Vinn sem umsjónarmaður spiladeilar í Nexus

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Fæddur og uppalin á Akureyri. Flutti í Reykjavík árið 2009. Er í sambandi og á einn 7 ára strák úr fyrra sambandi. Hef unnið í þjónustustörfum alla mína vinnutíð og lengst af sem vörustjóri. Var í stjórn Bdsm á íslandi í 2 ár.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Engin fyrri verkefni né störf.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Held að aðal áherslur trúnaðarráðs fyrir starfsárið verður að vinna úr eftirköstum komandi aðalfundar og að skerpa á hver tilgangur trúnaðarráðs á að vera fyrir aðalfundin næstkomandi mars. Tel að mín reynsla úr stjórn Bdsm á Íslandi sé þess leg að hún nýtist vel til að vinna að því markmiði.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Það er mín trú að tilgangur okkar á þessari jörð er að vinna að bættum lífskilyrðum sem eru til þess fallin að hjálpa næstu kynslóð til að þurfa ekki að þjást eins og þau sem undan þeim komu.

 

Jóhann G. Thorarensen

Jóhann G. Thorarensen

1.1 Nafn og aldur
Ég heiti Jóhann G. Thorarensen, 44 ára

1.2 Menntun og starf
Menntaskólakennari. Ég er með MA í ensku frá Háskóla Íslands og hef starfað við kennslu og þýðingar síðastliðin 16 ár. Hef aðeins dútlað við skriftir líka.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég er fráskilinn faðir og á þrjár yndislegar dætur.

Reynsla mín af vinnumarkaði er mest við kennslu og þýðingar. Ég hef kennt í tveimur framhaldsskólum og tveimur grunnskólum. Þýðingar hef ég unnið bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga, bæði bókmenntaþýðingar og tækniþýðingar. Að auki hef ég reynslu af ýmiss konar öðrum störfum s.s. framleiðslu hjá Vífifelli, tilsjónarmaður fjölfatlaðs manns, starfsliði hjá Þroskahjálp, sumarstörf á bókasafni, í fiski, í skinnaiðnaði og í póstflokkun.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Störf mín innan Samtakanna hafa ekki verið mikil fyrr en síðasta ár. Ég hef verið í sjoppunni á opnum húsum en mest hef ég verið í að halda ljóðakvöldin Við og vinir okkar (VoVo) ásamt Mag
núsi Gestssyni.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég sé fyrir mér að trúnaðarráð haldi áfram því góða starfi sem samtökin hafa sinnt síðastliðin ár með því að bjóða velkominn hinn mikla fjölda hinsegin fólks og berjast fyrir réttindum þeirra. Mannréttindi eiga við okkur öll. Hvað mig sjálfan varðar þá hef ég mikinn áhuga á að halda áfram að vekja athygli á list hinsegin fólks og gera okkur sýnilegri.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Saman erum við alltaf sterkust.

 

Kjartan Þór Ingason

Kjartan Þór Ingason

1.1 Nafn og aldur
Kjartan Þór Ingason, 24 ára

1.2 Menntun og starf
Nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og starfa sem tengiliður hjá hvalaskoðunarfyritækinu Special Tours með skóla.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég bý með kærastanum mínum í Breiðholti og hef fjölbreytta reynslu á vinnumarkaði meðal annars hef ég starfað á leikskóla í 3 ár og freistað gæfunir í Berlín sem starfsmaður á McDonalds.

Frá mentaskóla árum mínum hef ég tekið virkan þátt í félagslífi, nefndarstörfum og stjórnmálum, meðal annars setið i verkefnahópi um málefni hinseginfólks Velferðarráðaneytisins og sit nú í stjórn ungliðahreyfingu Viðreysnar.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Sat í trúnaðarráði Samtakana 78 2015 – 2016 og sat í skipulagsnefnd fyrir atriði S78 á Hinsegin dögum.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Að mínu mati ætti trúnaðarráð að beita sér að aukinni samstöðu innan félagsins af fullum krafti og á þeim vetvangi þar sem hinsegin fólk stendur höllum fæti í samfélaginu.

Ég tel málefni transfólks hafi náð á gott skrið undanfarin ár en þó er margt innan kerfisins sem þarf að þrísta meira á til að mynda rétt til nafnbreitinga, réttur transbarna og umbætur á ferlinu í heild sinni.

Mig langar að sjá aukinn kraft í að jafna rétt samkynhneygðra til blóðgjafar og tel að trúnaðarráð sé kjörinn vetvangur til að beita mér í þeim málaflokki.

Ég hef brennandi áhuga á mannréttindum og umbótum í samfélaginu. Í gegnum árin hef ég öðlast ýmsa þekkingu á virkni kerfisins, stjórnmáuml og aðferðum til að þrísta á yfirvöld til umbóta. Ég vona að ég geti lagt mitt af mörkum og látið gott af mér leiða fyrir samfélagið í gegnum trúnaðarráðið

 3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Ég er mikil félagsvera og þykir fátt skemtilegra en að kinnast nýju fólki og vinna að frábærum verkefnum í góðra vina hópi =)

 

Lotta B. Jónsdóttir

Lotta B. Jónsdóttir

1.1 Nafn og aldur
Ég heiti Lotta B. Jónsdóttir og er 34 ára.

1.2 Menntun og starf
Síðastliðin 5 ár hef ég unnið á sambýli á Höfuðborgarsvæðinu en menntun mín tengist því þó ekki á nokkurn hátt, ég lærði grafíska miðlun í Iðnskóla Reykjavíkur.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég hef unnið við ýmislegt það sem af er þessari öld. Frá því að vera pizzusendill í að vera yfirvaktstjóri á Domino‘s, vaktstjóri í 2000 manna mötuneyti á Reyðarfirði, rekið mína eigin tattoo stofu og eins og er, er ég formaður starfsmannafélagsins á sambýlinu sem ég vinn á og öryggistrúnaðarmaður. Auk þessa hef ég líka unnið sem málari og á golfvelli.

Ég á tvær yngri systur, sem eru eiginlega líka bestu vinkonur mínar og tvo yndislega systursyni. Mér finnst oft gaman að orða það þannig að ég eigi eina mömmu og þrjá pabba en fyrrverandi maður mömmu og tvíburi pabba hafa svo lengi sem ég man verið hluti af mínu heimilislífi, allavega á meðan ég bjó enn í foreldrahúsum.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ‘78
Ég hef ekki unnið fyrir Samtökin’78 áður.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Mér skilst það helst að hlutverk trúnaðarráðs sé frekar illa skilgreint, svo að ég vísi í fundarskýrslu
trúnaðarráðs frá nóvember 2015, „Það er spurning hvort að trúnðarráð leggji fram lagabreytingatillögur á næsta aðalfundi. En það er ekki alveg nógu skýrt hvert hlutverk ráðsins er“. Ég sé það alveg fyrir mér að það gæti verið bæði spennandi og skemmtilegt að vinna að því með trúnaðarráði að skilgreina og móta hlutverk ráðsins að einhverju leiti, hvort sem það endi á lagabreytingartillögum eða ekki, þannig að minnsta kosti verði betri skilgreining en er núna.

Hvað varðar önnur verkefni, sem vonandi verða mörg og áhugaverð, þá vinn ég vel með öðrum, gríp boltann og kem honum áfram. Ég hef mikinn áhuga á mannréttindabaráttu, hinsegin hugmyndafræði, listum og markvissu skipulagi, allt eitthvað sem ætti að nýtast vel við störf sem þessi.

 

Magnús Gestsson

Magnús Gestsson

1.1 Nafn og aldur
Magnús Gestsson

1.2 Menntun og starf
BA í sagnfræði frá HÍ, MA í listfræði frá De Montfort University UK. MA í safnnafæði frá University of Leicester. PhD í safna- og gallerífræðum frá University of Leicester á Bretlandi. Ég er kennari í listfræði við HÍ og LHÍ.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég er fráskilin og á tvær yndislegar dætur og tvö frábær barnabörn. Ég kom útúr skápnum sem hommi á Englandi fyrir um tíu árum síðan og hef ekki litið til baka frá þeirri stund. Er ekki í sambúð.

Helstu störf: Rithöfundur, bókmenntagagnrýnandi, bókavörður, skjalavörður, póstafgreiðslumaður, starfsmaður skattstjóra í Leicester og núverandi fræðimaður.

Á Englandi var ég virkur félagi í Leicester Gay Group frá 2006 – 2014 og sat í stjórn félagsins sem Dagskrárritari í nokkur ár.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Síðan ég gekk til liðs við Samtökin 78 hef ég séð um sýningar í Gallerí 78 til að kynna og skapa rými fyrir list hinsegin listamanna og hisegin sýningarstjórnun.

Einnig hef ég ásamt Jóhanni Thorarensen annast ársfjórðungslega ljóða- og sagnakvöldið Við og Vinir okkar sem hefur verið haldið í húsakynnum S78 og var ,,off venue” atburður á Hinsegin dögum í ár.

Að auki annaðist ég sögukvöld á hinsegin sögum í ár ásamt Írisi Ellenberger í þeim tilgangi að gera sögu hinsegin bráttu og hinsegin lífs lifandi og nálæga félagsfólki.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég tel rétt að trúnaðarráð starfi í anda friðar, ástar og jákvæðni og sé meðvitað um þann heim fjölmenningar og hnattvæðingar sem við búum við í dag ásamt nauðsyn þess að styðja baráttu hinsegin fólks um allan heim.

Að auki tel ég að það gæti nýst trúnaðarráði og félögum S78 vel ef trúnaðarráðsliðar byðu uppá mánaðarlegt óformlegt spjall þar sem félagsmenn gætu komið á framfæri hugmyndum sínum um félagsstarfið og framfaramál sem eru þeim hugleikin.

Ég tel að það að hafa búið erlendis í 15 ár og kynnst hinsegin meningu annarrar þjóðar geri mig víðsýnan einstakling sem getur deilt reynslu sinni og fundið til samkenndar með reynslu annarra á uppbyggilegan hátt.

Það að hafa tekið þátt í að kynna myndlist, bókmenntir og sögu hinsegin fólks gerir mér kleift að nálgast og skilja mismunandi sjónarmið.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Helsta fyrirmynd mín er Quentin Crisp sem skilgreindi sig sem ,,effeminate homosexual”, en ég skilgreini mig líka sem manneskju með fljótandi kynvitund, og rísandi konu.

 

Margrét Sigurðardóttir

Margrét Sigurðardóttir

1.1 Nafn og aldur
Ég heiti Margrét Sigurðardóttir og er 50 ára.

1.2 Menntun og starf
Ég er starfandi æskulýðsfulltrúi Seltjarnarness og hef gegnt því starfi í nær 20 ár. Ég er með B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræðum og er í meistaranámi í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands. Auk þessa hef ég alþjóðleg knattspyrnuþjálfararéttindi, UEFA B-þjálfunargráðu.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég er í sambúð og á barn. Ég hef sinnt fræðslu, svo sem eineltisfræðslu og samskiptafræðslu, haldið fyrirlestra og námskeið. Ég sat í nokkur ár í Æskulýðsráði ríkisins og vann meðal annars að stefnumótun æskulýðsmála. Árið 2014 fór ég sem fulltrúi Mennta og menningarmálar&a
acute;ðuneytis á fyrstu heimsráðstefnu æskulýðsmála, 1st Global on Youth Policies, 700 manna ráðstefna sem haldin var í Baku í Azerbadjan. Stórt hlutverk í starfi mínu er að hvetja ungt fólk til borgaralegrar þátttöku, efla lýðræðisleg vinnubrögð og tryggja jöfnuð og mannréttindi. Ég hef alla tíð starfað mikið í félagsmálum og setið í stjórnum og gegnt formennsku félagasamtaka. Ég sat í stjórn Samfés (Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi) í nokkur ár og var formaður Félags fagfólks í frítímaþjónustu. Ég hef líka tekið þátt í stofnun félaga, svo sem íþróttafélagsins Snerpu og Vigdísar – Vina gæludýra á Íslandi, og var jafnframt fyrsti formaður þessara félaga og er enn formaður Vigdísar. Auk félagsstafa hef ég tengst íþróttamálum. Ég lék knattspyrnu í mörg ár og á að baki nokkra landsleiki. Einnig þjálfaði ég unga sem aldna í íþróttinni, bæði hérlendis og erlendis.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Ég hef lengi verið félagsmaður í Samtökunum ‘78 og finnst tímabært að bjóða mig fram í trúnaðarráð þeirra.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég vil leggja mitt af mörkum í vinnu við stefnumótun Samtakanna ‘78. Ég tel afar mikilvægt að stefna Samtakanna sé skýr og unnið sé að þeirri stefnu út frá lögum og markmiðum félagsins. Markmiðið með stefnumótuninni er að stuðla að þróun og uppbyggingu, skilgreina mikilvæg verkefni sem stjórn, trúnaðarráð, starfshópar og aðilar á vettvangi hinsegin mála þurfa að vinna að á komandi árum.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Eins og áður er getið var ég ein af þeim sem vann að stefnumótun æskulýðsmála á Íslandi fyrir tímabilið 2014 -2018 og tel að sú þekking geti nýst Samtökum ‘78.

 

Sandra Rós Hrefnu Jónsdóttir

Sandra Rós Hrefnu Jónsdóttir

1.1 Nafn og aldur
Sandra Rós Hrefnu Jónsdóttir, 26 ára

1.2 Menntun og starf
Ég er í Háskólanum í Reykjavík að læra Tölvunarfræði, ég er nálægt því að klára BSc gráðuna, en er þó í pásu þar. Ég vinn núna hjá AZAZO við vefforritun og hugbúnaðarþróun.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég bý í Vesturbænum. Ég á strák sem verður 6 ára núna í október.

Ég hef lengi verið í námi, og er tiltölulega nýkomin á vinnumarkaðinn, en hef þó unnið við ýmislegt. Ég hef unnið í matvöruverslun, sem blikksmiður og rafvirki, við þrifnað á flugvélum að innan og svo forritun. Ásamt því að vinna að ýmsum verkefnum fyrir sjálfa mig. Einnig þá hef ég starfað sem dæmatímakennari í HR yfir 3 annir.

Ég hef verið partur af ýmsum félögum í gegnum árin, þ.á.m. eru Málbjörg félag um stam og Ungir Píratar og tvö hagsmunafélög Samtakanna ’78, Q-félagið og Trans Ísland. Ég er núna meðstjórnandi í Trans Ísland og hefur það gengið nokkuð vel.

Ég hef komið þó nokkuð mikið að undirbúnings vinnu frumvarpsins um málefni trans og intersex fólks og bætta réttarstöðu þeirra. Þar hef ég unnið að yfirferð frumvarpsdraga og fundað stíft með ýmsum aðilum sem koma að stjórnmálum landsins.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Ég hef unnið ýmis sjálfboðastörf innan Samtakanna ‘78. Ég eldaði t.d. á samstöðu eldhúsi Samtakanna, það var mjög gaman og vel tekið í það af þeim sem mættu. Ég hoppa til og hjálpa með tæknimál ef þörf er á og ég er viðstödd, ásamt því að afgreiða í sjoppunni á opnum húsum stundum.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Til að byrja með, þá þarf að byrja á því að komast að almennilegri niðurstöðu um hvað trúnaðarráð í rauninni gerir og á að gera, það hefur hingað til verið frekar óvíst. Trúnaðarráð sem var kosið inn núna í mars hefur byrjað á þeirri vinnu. Það þarf þá að halda áfram með þá vinnu og gera hlutverk trúnaðarráðs skýrt!

Ég hef mikinn áhuga á allri réttindabaráttu hinsegin fólks og eru mannréttindi í hvaða formi sem er mér mjög kær.

Ég mun gera það sem ég get til að auka þekkingu á hinum ýmsu málum sem eru kannski minna þekkt, eins og t.d. um eikynhneigða, en ég er eikynhneigð sjálf. Auka bæði þekkingu hinsegin samfélagsins sem og annarra í stærra samfélaginu sem við búum í. Ef það tekst í gegnum starf mitt &i
acute; trúnaðarráði, þá væri það ekkert nema frábært.

Mér þætti mjög gaman að ná að virkja aðildarfélög meira, auka samstarf þeirra á milli ásamt því að auka samstarf þeirra með Samtökunum ’78. Ég tel að það henti trúnaðarráði að vinna að einhverju slíku, þar sem öll aðildarfélög hafa fulltrúa í trúnaðarráði.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Ég tel að fjölbreytni sé mikilvæg, sérstaklega innan hinsegin samfélags. Við erum svo fjölbreytt og starf okkar þarf að gera ráð fyrir því. Það má ekki gleyma minnihlutanum innan minnihlutans.

 

Sólveig Rós

Sólveig Rós

1.1 Nafn og aldur
Sólveig Rós, 32 ára

1.2 Menntun og starf
Ég vinn sem stuðningsfulltrúi á frístundaheimili og er mastersnemi í kynjafræði við Háskóla Íslands. Einnig hef ég lokið M.A. og B.A. í stjórnmálafræði frá háskólanum í Victoria, Kanada.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Í fyrra var ég starfsnemi hjá ILGA-Europe, Evrópusamtökum hinsegin félaga. Ég var valin úr stórum hópi umsækjenda úr allri Evrópu og vann í rúmlega hálft ár við að skipuleggja ársþing ILGA-Europe ásamt því að kynnast alþjóðastarfi hinsegin fólks vel af eigin raun. Þetta var frábær reynsla sem ég mun lengi búa að. Einnig var ég í stjórn hinsegin nemendafélags í háskólanum sem ég var í erlendis í um eitt og hálft ár, bæði sem fulltrúi framhaldsnema og sem öruggara rýmis fulltrúi. Þar var verkefni mitt að hlusta á sem flestar raddir innan félagsins og vinna að sátt og samlyndi. Þar að auki hef ég sinnt sjálfboðaliðastörfum á sviði samþykkis og baráttunni gegn kynferðisofbeldi með því að starfa með Samþykkishópnum og með sambærilegum hópum erlendis, en í gegnum það hef ég haldið fjölda erinda og fræðsla fyrir ungt fólk og komið að ritstörfum. Fyrir rúmu ári síðan fékk ég svo styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að gera rannsókn um upplifanir ungs hinsegin fólks af kynfræðslu í Reykjavík og kynnti ég niðurstöður rannsóknarinnar síðastliðið vor.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Ég var kosin í trúnaðarráð á fyrri aðalfundi 2016 og hef gengt hlutverki áheyrnarfulltrúa trúnaðarráðs í stjórn núna í sumar. Ég hef því sinnt ýmsum verkefnum á því sviði, svo sem að koma að útgáfu fundarboðs fyrir næstkomandi aðalfund og skipuleggja atriði Samtakanna ‘78 í gleðigöngunni núna í sumar. Einnig hef ég tekið að mér að vera með opin hús, greinaskrif og ýmis tilfallandi verkefni. Ég hef verið einn af umsjónaraðilum ungliðahreyfingar Samtakanna í rúmlega tvö ár, nema þegar ég var í Brussel að starfa með ILGA-Europe, og tel það starf vera eitt af því mikilvægasta sem ég sinni. Einnig var ég virkur jafningjafræðari á árunum 2013-2016.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Trúnaðarráð hefur því miður ekki verið mjög virkt undanfarna mánuði, sem er kannski skiljanlegt miðað við þá limbóstöðu sem Samtökin hafa verið í. Það er merki um það að það þurfi að endurskilgreina trúnaðarráð sem stofnun innan Samtakanna. Er þetta fulltrúaráð hagsmunafélaga, varastjórn eða framkvæmdaráð? Tekur það pólitískar afstöður eða sýnir það hlutleysi? Ég tel mikilvægt að fara í undirbúningsvinnu vegna lagabreytinga og endurskilgreina hlutverk trúnaðarráðs og hlakka ég til að geta tekið þátt í því verkefni í samtali við stjórn, hagsmunafélög og félagsfólk. .

Trúnaðarráð ætti að vera hópur virkra sjálfboðaliða sem taka að sér verkefni eins og opin hús, einstök verkefni eins og bingó og fjáröflun, auk þess að standa fyrir virku samtalivirkt samtal félagsfólks og stjórnar. Mín persónulegu áherslumál myndu vera að standa að virkri fræðslu til fjölbreyttra þjóðfélagshópa, svo sem fréttafólks, lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks, auka fjáröflun og rannsóknir og standa fyrir verkefnum þar sem þátttöku almennings er sótt, svo sem Hýryrði.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Samtökin ‘78 eru margt. Þau eru bæði félagsheimili, ungliðastarf, aðhald til stjórnvalda og hafa orðið í hugum margra nokkurs konar samnefnari fyrir hvað það er að vera hinsegin. Þar sem hinsegin fólk er mjög fjölbreyttur hópur er eðlilegt að ekki séu allir sammála hvað vörumerkið Samtökin ‘78 eiga að standa fyrir sem kristallast í núverandi stöðu. Eina leiðin til að finna leið áfram er með samtali, hreinskilni og samstöðu. Við erum sterkari saman. Ég vona að þið gefið mér tækifæri til að halda áfram að vinna Samtökunum í hag út þetta starfs&aacute
;r.

 

Sigríður J. Valdimarsdóttir (Erica Pike)

Sigríður J. Valdimarsdóttir (Erica Pike)

1.1 Nafn og aldur
Ég heiti Sigríður J. Valdimarsdóttir – einnig þekkt sem Erica Pike – og býð mig fram til trúnaðarráðs Samtakanna 78. Ég er 38 ára

1.2 Menntun og starf
Viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Í dag vinn ég sem rithöfundur. Á milli bókaskrifa tek ég að mér ýmislegt varðandi útgáfumál og markaðssetningu.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Einstæð móðir tveggja barna og hef unnið ýmis störf á minni lífsleið, allt frá fiski til deildarstjórnar hjá Fjársýslu ríkisins. Ég er BDSM- og pankynhneigð.

Hvað félagsstörf varða hef ég verið gjaldkeri hjá Taekwondo deild Ármanns í tvö ár og sinnti kennslu hjá þeim. Þess fyrir utan hef ég verið mjög áberandi í alþjóðlegu samfélagi fyrir rithöfunda og lesendur hinsegin bókmennta síðastliðin sex ár.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Fyrir fjórum árum stofnaði ég Hop Against Homophobia, Bi- and Transphobia sem haldið er í kringum 17. maí ár hvert á alþjóðadegi gegn homophobiu, biphobiu, og transphobiu. Ég hef verið mjög virk í baráttunni gegn fordómum og mismunun á hinsegin fólki í Bandaríkjunum og fylgist enn grannt með. Á fimmtudagskvöldum er yfirleitt hægt að finna mig í húsnæði S78, því þá er opið hús með skemmtilegu fólki, og hef ég haft umsjón með nokkrum slíkum kvöldum.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Hlutverk trúnaðarráðs er óljóst. Ég sé það fyrir mér sem hóp af einstaklingum sem hægt sé að nálgast með innbyrðis mál sem þurfi að leysa. Ef upp kæmi endurtekið og/eða viðvarandi vandamál innan ákveðins hóps, væri hægt að benda trúnaðarráði á það. Trúnaðarráð myndi koma þessum ábendingum til stjórnar og saman væri hægt að finna leiðir til að leysa þessi mál. Trúnaðarráð myndi bera ábyrgð á að fylgja þessum málum eftir til að passa upp á að þau gleymist ekki. Þó að það séu bara sex mánuðir eftir á þessu starfsári, þá er þetta eitthvað sem ég myndi vilja beita mér fyrir. Þar að auki gæti trúnaðarráð séð um viðburði fyrir hina fjölbreyttu hópa innan S78, og leiða hópa saman með viðburðum til að fólk fái betra tækifæri til að kynnast. Ég vil að a.m.k. einn aðili í trúnaðarráði verði til staðar á opnum kvöldum svo hægt sé að nálgast og kynnast okkur utan internetsins. Einnig er hægt að hafa fastan tíma í húsnæðinu þar sem hægt væri að spjalla um innbyrðis mál. Fyrir utan þetta langar mig til að efla aðra hinsegin rithöfunda innan S78 með hittingum og viðburðum.

 

Sigurþór Gunnlaugsson

Sigurþór Gunnlaugsson

1.1 Nafn og aldur
Ég heiti Sigurþór Gunnlaugsson, 48 ára.

1.2 Menntun og starf
Ég nam viðskiptafræði við Hawaii Pacific University (HPU) í Bandaríkjunum og er með MBA gráðu með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Ég starfa hjá flugfélaginu Air Atlanta þar sem stýri ég ferðadeild fyrirtæksins. Í störfum mínum hjá félaginu hef ég ferðast mikið, sérstaklega til Mið-Austurlanda, og verið svo lánsamur að kynnast og starfa með fólki frá öðrum menningarheimum sem hefur víkkað sjóndeildarhringinn og gefið mér dýpri sýn á lífið.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég hef ávallt verið virkur í félagsstarfi. Var formaður Nemendamótsnefndar Verzlunarskóla Íslands, stofnaði klúbb Sameinuðu þjóðanna við HPU og sat í stjórn Félags Íslensks Markaðsfólks (ÍMARK) svo fátt eitt sé nefnt.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Ég hef lengi verið félagsmaður í Samtökunum ‘78 og komið að ýmsum viðburðum á vegum samtakanna. Þá stofnaði ég og rek ásamt eiginmanni mínum vefmiðilinn GayIceland, frétta- og afþreyingarvef um málefni hinsegin fólks á Íslandi.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég býð mig fram til trúnaðarráðs og tel að starfskraftar mínir og áralöng reynsla af félagsstarfi nýtist samtökunum. Að mínu mati er mikilvægt að viðhalda opnu lýðræði innan samtakanna og &eacute
;g mun beita mér fyrir því. Einnig tel ég líka brýnt að hvetja ungt hingsegin fólk til starfa, virkja eldri meðlimi og skapa fordómalausa umgjörð um félagsstarfið. Samtökin eiga að verka virk á pólitískum vettvangi án þess að tengjast flokkspólitík. Þau eiga að berjast fyrir mannréttindum hinsegin fólks og vera félagslegur vettvangur þar sem hinsegin fólki finnst það velkomið.

 

Sigurður Júlíus Guðmundsson

Sigurður Júlíus Guðmundsson

1.1 Nafn og aldur
Sigurður Júlíus Guðmundsson, 36 ára.

1.2 Menntun og starf
Ég er menntaður fjölmiðlatæknir og hef þar að auki lokið gráðum í forritun og frumkvöðlafræðum.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Undanfarin ár hef ég starfað sem tæknimaður auk þess að taka að mér ýmis verkefni í fjölmiðlun. Ég framleiddi t.a.m. þáttaröðina Öfugmæli sem var hinsegin þáttur þar sem rætt var við fjölbreyttan hóp hinsegin fólks um hin og þessi málefni sem snerta líf hinsegin fólks.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Undanfarin ár hef ég starfað sem einn af umsjónaraðilum Ungliðahreyfingar Samtakanna ‘78. Þar að auki hef ég áður setið í trúnaðarráði og stjórn, þar af tvö ár sem varaformaður Samtakanna. Auk þess hef ég unnið fjölmörg sjálfboðaliðastörf í þágu Samtakanna og annarra hinsegin hópa um árabil.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég býð mig fram til setu í trúnaðarráði nú þar sem ég held að þessi samráðsvettvangur sé mikilvægur partur af því uppbyggingarstarfi sem framundan er í Samtökunum. Það er von mín að trúnaðarráð geti orðið virkur hluti af því starfi og geti stuðlað að auknu samstarfi mismunandi hópa undir hinsegin regnhlífinni.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Ég trúi því í einlægni að það sé nóg pláss undir regnhlífinni fyrir fleiri hópa sem falla utan hefðbundinna skilgreininga norms og tel ég framtíðarbaráttu fyrir jafnrétti og mannréttindum vera best borgið þegar við vinnum saman og reynum að skilja mismunandi þarfir hvers annars. Þannig stöndum við alltaf betur að vígi gegn þeim öflum sem vilja takmarka réttindi alls fólks sem falla ekki inn í meirihlutasamfélagið.

 

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

1.1 Nafn og aldur
Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, 16 ára

1.2 Menntun og starf
Er á öðru árinu mínu við Menntaskólann við Hamrahlíð.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég er í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna, skáti til 8 ára og hef sæti í ritstjórn Framhaldsskólablaðsins. Áður hef ég verið fulltrúi í ungmennaráði Barnaheilla og í Ungliðahreyfingu Amnesty International.

Ég hef unnið í sjoppu og sem barnapía og í nammiverksmiðju á sumrin. Svo hef ég stundum hjálpað til við veisluþjónustu.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Í Samtökunum ‘78 hef ég verið meðlimur í nokkur ár, byrjaði í ungliðahreyfingunni árið 2014 og er þar enn. Árið 2015 gerðist ég jafningjafræðari hjá Samtökunum, stunda það ennþá af miklum krafti og hef farið með fræðslu víða. Í mars 2016 var ég kjörinn sem einn af 10 fulltrúum til trúnaðarráðs og hef gegnt þar embætti varaformanns.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Mannréttindi og aktivismi eru mitt fag. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hef ég komið upp hinsegin félagi og er formaður þess. Einnig er ég að hjálpa nemendafélögum ýmissa framhaldsskóla víðsvegar á landinu að koma upp hinsegin félagi í sínum skóla, og/eða leggja sitt af mörkum til að gera sinn skóla og sitt félagsstarf hinseginvænna.

Réttindi barna og ungmenna eru mér kær, og hef ég starfað mikið í þágu þeirra undanfarin tvö ár. Með ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og RÚV, hjálpaði ég til við að skipuleggja, undirbúa og framkvæma KrakkaKosningar, forsetakosningar sem fóru fram í grunnskólum landsins fyrir börn 6-16 ára. Ég funda reglulega með ráðuneytum og öðrum ríkisstofnunum til að hvetja þau að hafa börn og ungmenni sérstaklega í huga í starfi sínu. Ég legg einnig mitt af mörkum t
il að hinsegin ungmenni gleymist ekki í umræðunni, eins og gerist svo oft.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Með framboði mínu í trúnaðarráð vil ég vera fulltrúi ungmenna innan ‘78 og í hinsegin samfélaginu öllu. Ég er mikið í sambandi við önnur hinsegin ungmenni og tel mig geta verið fulltrúi þeirra á ýmsum sviðum. Einnig vil ég hjálpa til við að gera starf trúnaðarráðs hnitmiðaðara og hafa verkefni þess skýr og skipulögð.

Leave a Reply