Jafningjafræðsla Samtakanna '78 er einn af grunnþáttum starfsemi Samtakanna. Þetta er hópur af sjálfboðaliðum á aldrinum 16-30 sem fræða ungmenni landsins um hinsegin veruleikann, að mestu í unglingadeildum grunnskóla en einnig í framhaldsskólum og á öðrum vettvangi. 

|

Meira ...

Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir framkvæmdastýra hefur sagt starfi sínu hjá félaginu lausu. Uppsögn hennar tekur gildi frá og með 1. júlí og mun hún vinna út uppsagnarfrest, sem er einn mánuður. Stjórn Samtakanna ‘78 færir Helgu bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar henni velfarnaðar í komandi verkefnum.

|

Meira ...

Skrifstofa Samtakanna '78 verður opin mánudaga-fimmtudaga milli 13 og 16 í júní og ágúst, fyrir utan Reykjavík Pride vikuna sem er 8. - 13. ágúst en þá verður allt í blússandi fjöri. Skrifstofan lokar frá 9. júlí til byrjun ágúst. Opin hús verða enn á sínum stað, næsta fimmtudag þann 8. júní verður aftur hinsegin Tangó sjá viðburð.

|

Stjórn Samtakanna ‘78 hefur boðað til félagsfundar þann 1. júní næstkomandi klukkan 20.00 á Suðurgötu 3. Á fundinum býðst félagsfólki að taka þátt í stefnumótun fyrir komandi mánuði og gefa kost á sér í nefndir og starfshópa. Heitt á könnunni og öll velkomin – jafnt gömul andlit sem ný!

|

Meira ...

Stjórn og starfsfólk Samtakanna ‘78 vill þakka öllum kærlega fyrir sem lögðu hönd á plóg í aðgerðaviku okkar vegna hörmunganna sem eru í gangi í Tsjetsjeníu. Bæði þeim sem stóðu vaktina í keðjustöðunni, mættu á mótmælin á föstudaginn eða tóku þátt á annan hátt. Mótmælin heppnuðust mjög vel og vöktu mikla athygli fjölmiðla. Fyrir þau sem komust ekki á föstudaginn má sjá ræðu Maríu Helgu Guðmundsdóttur, formanns Samtakanna ‘78, hér. Fleiri myndir úr mótmælunum má nálgast hér.

|

Meira ...

Tveir viðburðaríkir dagar við rússneska sendiráðið eru að baki. Samstaðan um þessa mótmælaaðgerð hefur verið gríðarmikil og við erum virkilega þakklát öllum þeim sem staðið hafa vaktina við Garðastrætið. Það er ljóst að Rússum þykir einkar óþægilegt að vera minntir á skyldur sínar gagnvart hinsegin fólki og full ástæða til að halda því áfram.

|

Meira ...

Frá miðvikudegi til föstudags munu Samtökin ’78 standa fyrir keðjustöðu við rússneska sendiráðið við Garðastræti kl. 12–17 þar sem fólk stendur stuttar vaktir til skiptis til að minna á alvarleika ástandsins. Á föstudaginn kl. 16 munum við fylkja liði á Suðurgötu 3, setja upp bleika þríhyrninga og ganga að rússneska sendiráðinu til að minna Rússa á skuldbindingar sínar á sviði mannréttindamála.

|

Meira ...

Í dag er alþjóðadagur sýnileika trans fólks. Trans aktivistinn Rachel Crandall byrjaði að halda þennan dag hátíðlegan árið 2009 til að fagna fjölbreytileika trans samfélagsins. Í dag er dagurinn fyrir trans fólk til að láta á sér bera og vera sýnilegt tækifæri fyrir sís fólk (fólk sem er ekki trans) til að læra um og fagna trans fólkinu í okkar samfélagi.

|

Meira ...

Aðalfundur Samtakanna '78 fór fram síðastliðinn laugardag.  Þar mættu hátt í 60 félagsmenn til að fara yfir liðið starfsár, kjósa í stjórn og trúnaðarráð og kjósa um breytingar á lögum og um önnur mál. Mikill einhugur var á fundinum og þrátt fyrir ólíkar skoðanir var öll umræðan málefnaleg. Ráðist var í víðtækar breytingar á lögum sem kynntar verðar nánar á næstunni. Við þökkum öllum þeim sem mættu og tóku þátt, hjartanlega fyrir komuna og fyrir sitt framlag á fundinum.

|

Meira ...

Í mars 2016 skiluðu Samtökin ’78, í samvinnu við Trans Ísland og Intersex Ísland, af sér skuggaskýrslu til reglubundinnar heildarendurskoðunar Sameinuðu þjóðanna (e. Universal Periodic Review, UPR). Sú skýrsla var tekin til formlegrar umfjöllunar dagana 31. október til 9. nóvember 2016 á 26. fundi starfshóps SÞ um reglubundna heildarendurskoðun. Leiddi það til fyrstu ráðlegginga til Íslands frá Sameinuðu þjóðunum um hinsegin málefni, sem íslenska sendinefndin samþykkti.

|

Meira ...

Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 18. mars 2017 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 6. febrúar 2017. Framboðsfrestur rann út þann 4. mars.

|

Meira ...

Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 18. mars 2017 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 6. febrúar 2017. Framboðsfrestur rann út þann 4. mars.

|

Meira ...

Til hamingju með daginn konur!

Í ljósi nýlegrar umræðu um lesbíur í kvennahreyfingunni á níunda áratugnum bjóða Elísabet Þorgeirsdóttir og Lana Kolbrún Eddudóttir til umræðukvölds þar sem farið verður vítt og breitt um sögu fyrstu kynslóðar lesbía á Íslandi.

Lana er fyrsti kvenformaður Samtakanna ´78, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og nú nemi í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Elísabet er ein af stofnendum Íslensk-lesbíska og ráðgjafi hjá Samtökunum ´78. Fyrrverandi ritstjóri Veru og nú félagsráðgjafi í miðborginni.

Komið og eigið notalega sögustund. Við hvetjum konur sem muna eftir þessum fyrstu árum sérstaklega til að mæta og deila minningum sínum með okkur.

Veitingasalan verður opin og það er gott aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun.

Hér má finna viðburðinn á Facebook

|

Kæra félagsfólk!

Aðalfundur Samtakanna ‘78 árið 2017 verður haldinn laugardaginn 18. mars kl. 13:00 – 15:30 að Suðurgötu 3. 

|

Meira ...

Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:30-19:00 í húsnæði Samtakanna ‘78 að Suðurgötu 3. Efni fundarins er tvíþætt:

1. Tillögur lagabreytinganefndar verða kynntar.
Lagabreytinganefnd hefur starfað síðan á haustmánuðum og er með tillögur að lagabreytingum sem verða lagðar fyrir aðalfund 18. mars.


2. Erindi frá Íslenskri erfðagreiningu.
Samtökunum hefur borist beiðni frá Íslenskri erfðagreiningu um samstarf við rannsókn á erfðafræðilegum grundvelli kynhneigðar. Á félagsfundinum munu fara fram umræður um erindið. Kosningar um erindið munu fara fram á aðalfundi.


Fundurinn er opinn öllum gildum meðlimum Samtakanna ‘78. Hægt verður að ganga frá skráningu og greiðslu í félagið á staðnum. Húsnæðið er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun. Aðrar aðgengisþarfir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

|
Síða 1 af 86