Kæru félagar,
 
Fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar vil ég þakka öllum sem lögðu leið sína á sögulegan aðalfund í Þjóðleikhúskjallaranum á sunnudaginn var. Er það eindregin ósk okkar að halda áfram samtali við þann stóra og fjölbreytta hóp sem tók þátt í þessum fundi.
 
Stjórnin hefur nú hafið störf og boðar hér með til félagsfundar sem haldinn verður þann 6. október næstkomandi kl. 19:30 í húsnæði félagsins að Suðurgötu 3. Á félagsfundinum verður starfsáætlun stjórnar kynnt og lagður grunnur að nefnda- og starfshópastarfi fyrir komandi mánuði. Tillögur stjórnar að nokkrum starfshópum og nefndum verða nánar auglýstar á næstu dögum. Sé fólk með hugmyndir að hópum/nefndum má senda þær á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
 
Frá og með 20. september 2016 verða fastir viðtalstímar formanns Samtakanna ‘78 á þriðjudögum kl. 15:30-17:30 að Suðurgötu 3. Heitt á könnunni og öllum velkomið að líta við til skrafs og ráðagerða. Ég vonast til að sjá ykkur sem flest á komandi vikum og mánuðum.
 
Með góðri kveðju,
María Helga Guðmundsdóttir, formaður
|