Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra hefur sagt starfi sínu hjá Samtökunum ’78 lausu.

Uppsögn hennar tekur gildi 1. nóvember nk. og mun hún starfa í 50% starfi út þriggja mánaða uppsagnarfrest sinn eða uns eftirmanneskja hennar hefur hafið störf, skv. samkomulagi við stjórn. Sólveig Rós fræðslustýra mun taka að sér hluta af verkefnum framkvæmdastýru á meðan og verður því í 80% starfshlutfalli þar til staðan hefur verið mönnuð á ný.

Stjórn Samtakanna '78 færir Auði bestu þakkir fyrir störf sín í þágu félagsins, sem hún hefur sinnt af mikilli alúð og metnaði. Við óskum henni alls velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Staða framkvæmdastýris/-stýru/-stjóra hefur verið auglýst.

|