Eins og félagsfólki er kunnugt hafa staðið yfir skipulagsbreytingar hjá félaginu og auglýsti stjórn í júní lausa til umsóknar stöðu framkvæmdastjóra í fullu starfi. Alls bárust átta umsóknir um stöðuna frá fjölbreyttum hópi fólks og þökkum við umsækjendum kærlega fyrir góðar umsóknir og sýndan áhuga.

|

Meira ...

Fjölmörg orð eru til í hinsegin orðaforðanum sem enn hafa ekki fengið íslenska þýðingu, en hinsegin hugtök og orð endurspegla svo sannarlega þá breidd sem er til staðar í hinsegin samfélaginu. Það er mikilvægt að við getum öll talað um hinsegin reynslu og hinsegin líf á móðurmáli okkar. Samtökin ’78 efna því til nýyrðasamkeppni, sem fengið hefur heitið Hýryrði 2015. Þau orð sem  þarfnast íslensks nýyrðis eru eftirfarandi:

|

Meira ...

Ég er að vinna að viðburði sem verður á Hinsegin dögum. Viðburðurinn nefnist Rjúfum þögnina og er unninn í samstarfi við Stígamót.

Hugmyndin er að beina ljósi á kynferðisofbeldi gagnvart hinsegin fólki, hvort sem er gegn okkur eða milli okkar.

Við viljum skapa rými til að deila upplifun á kynferðisofbeldi, annaðhvort beint frá þolenda eða af upplesara. Hægt verður að deila sögum á margan hátt, t.d. með ljóði, sögu, upplestri eða öðrum samskiptamáta.

|

Meira ...

Samtökin '78 tóku þátt í 1. maí göngunni í ár og kröfðust þess að geta verið út úr skápnum á vinnustöðum og að þurfa ekki að þola fordóma í kaffipásunni!
// The national LGBTQIA+ organisation of Iceland marched on May 1st, demanding the freedom to be out in the workplace and not having to suffer prejudice in the break room!

|

Meira ...

Í ljósi þess hvernig umræða síðustu daga hefur þróast, þar sem hart hefur verið vegið að Samtökunum ‘78 og við sökuð um ýmsa miður fallega hluti, viljum við beina því til þeirra sem eiga að staldra örlítið við og íhuga að hætta að gera Samtökin ‘78 ábyrg fyrir allri gagnrýni sem á þeim dynja. Hætta að draga Samtökin ‘78 sífellt inn í algjörlega einhliða og mjög svo óupplýsta og ómálefnalega umræðu um hinsegin líf og hinsegin fræðslu.

|

Meira ...

Nýkjörin stjórn Samtakanna ´78. Frá vinstri: Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður, Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, alþjóðafulltrúi, Kitty Anderson meðstjórnandi, Steinu Dögg Vigfúsdóttir, gjaldkeri, María Rut Kristinsdóttir varaformaður, Jósef S. Gunnarsson, ritari. Á myndina vantar Matthew Deaves, meðstjórnanda. (Mynd: Frosti Jónsson. Fleiri myndir og fréttir: Gayice.is)

|

Meira ...

Að loknum Aðalfundi n.k. laugardag ætla Samtökin ´78 að vera með opið hús á Suðurgötunni. Þar geta meðlimir og aðrir áhugasamir fylgst með gangi mála, skoðað þær breytingar sem er lokið, spurt og spjallað. Vonumst til að sjá sem flesta. Opna húsið hefst kl: 16:15 og stendur til 17:30 en hver veit nema að skottast verði á nálægan pöbb að því loknu og lífsins gagn og nauðsynjar ræddar! Sjáumst hress!

Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.

|

Eftir stopp frá því í haust, þar sem sem beðið var eftir byggingarleyfi og úttekt byggingarfulltrúa og svo ófyrirséðri vinnu við gerð nýrrar eignaskiptalýsingar og samnings (en okkur var tilkynnt um að 10 ára gömul lýsing væri röng og þarfnaðist endurbóta), komust framkvæmdir aftur á skrið á Suðurgötunni fyrir stuttu.

|

Meira ...

(english below)

Kæra félagsfólk. Annar vikupistill formanns gjörið svo vel.

Vikan hefur verið annasöm. Við stöndum m.a. í viðræðum við borg og ríki um þjónustusamning og velferðarstyrk þar sem lögð er áhersla á að tryggja fræðslustarf og ráðgjöf. Á sunnudaginn héldum við vellukkað fjáröflunarbingó og fóru margir heim með glæsilega vinninga. Húsnæðismálin þokast áfram en meira verður að frétta af þeim í næstu viku.

Það er margt að gerast í hinsegin heimum í desember, m.a. barnajólaball, jólatónleikar, jólaball, sjónvarpssýningar og fleira og fleira. Njótum þess að taka þátt og njótum þessa frábæra árstíma.    

Með ást & friði
Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður

|

Meira ...

Innanríkisráðuneytið óskaði á dögunum eftir umsögnum um tillögur starfshóps um framtíðarskipan lögreglumenntunar á Íslandi.

Tillögurnar gera m.a. ráð fyrir þriggja ára námi á háskólastigi, að skólinn verði sjálfstæð eining en menntun að stórum hluta útvistað til menntakerfis og að skólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu. Samtökin '78 sendu inn eftirfarandi umsögn:

|

Meira ...

Það er ekkert sérlega oft sem sjónvarpsefni hreyfir við mér. Það er ekki sérlega oft sem ég græt yfir bíói. En ég gerði það í gær og ég gerði það aftur í kvöld. Í gær sá ég nefnilega fyrsta þáttinn í trílógíunni Þerraðu aldrei tár án hanska eftir Jonas Gardell á RÚV. Og í kvöld fór ég á ríkissjónvarpið sænska á netinu og horfði á restina. Ég gat ekki beðið. Ég er nær orðlaus. Og skil ekki af hverju ég var ekki búinn að lesa bækurnar. Sjá þættina.

|

Meira ...

Nú liggja fyrir drög að frumvarpi til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og hafa Samtökin ‘78 skilað inn umsögn um það. Rétt er að minna á að Samtökin '78 hafa tekið þá afstöðu að taka ekki afstöðu til staðgöngumæðrunar þar sem málið er umdeilt og um hana eru margar mismunandi skoðanir meðal félaga.

Samtökin hafa bent á að réttindi eins hóps skuli aldrei ganga á mannréttindi annars. Þó teljum við borðleggjandi að lög um staðgöngumæðrun mismuni ekki verði þau að veruleika, þá t.d. á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Því var farið yfir frumvarpið og lögð fram umsögn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir mismunun og útilokun (beina og óbeina). Drög að frumvarpi til laga um staðgöngumæðrun má finna hér.

Eftirfarandi umsögn var send starfsmanni starfshóps um staðgöngumæðrun þann 3. desember:

|

Meira ...

(english below)

Gleðilegan desember kæra félagsfólk. Á frábærum félagsfundi miðvikudaginn 19. nóvember sl. áttum við góðar samræður um ýmis málefni og m.a. kom fram gagnrýni varðandi upplýsingagjöf. Við fögnum allri uppbyggjandi gagnrýni og reynum að bæta vinnubrögðin þar sem við á. Ég kynni því hér vikulegan fréttapistill sem ég vona að verði til gagns og ánægju. Með ást & friði, Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður.

|

Meira ...

Kæra félagsfólk. Mig langar rétt að færa ykkur kærar þakkir fyrir góðan, líflegan, hreinskiptinn og uppbyggjandi fund í kvöld. Ég vil líka nota tækifærið og þakka Íslandsdeild Amnesty International kærlega fyrir að hýsa okkur.

Fjárhagur, jafnrétti og umhverfi

Í kvöld ræddum við um hálfsárs uppgjör félagsins og fjárhagsáætlun. Gjaldkerinn okkar hann Vilhjálmur Ingi fór yfir sviðið og tók við spurningum en skemmst er frá því að segja að fjárhagurinn er á góðu róli. Þá tók nýjasta stjórnarmanneskjan hún Auður Magndís Auðardóttir við og fór yfir fyrstu drög að jafnréttis- og umhverfisstefnu. Auður kynnti til sögunnar Hrönn Hrafnsdóttur sérfræðing hjá Reykjavíkurborg en hún kynnti okkur fyrir Grænu skrefunum sem Reykjavíkurborg hefur unnið eftir að fyrirmynd Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Skrefin eru aðgerðaáætlun og tékklisti sem hægt er að nota til að framfylgja stefnu um vistvæna og grænni framtíð. Hrönn sagði þetta í fyrsta skipti sem frjáls félagasamtök hyggðust stíga þessi grænu skref hérlendis, svo hún vissi til, og taldi það vissulega mikið gæfuspor. Við líka.

|

Meira ...

Einn af föstum liðum í starfsemi Samtakanna '78 á haustin er félagsfundur þar sem fjárhagsáætlun næsta árs er lögð fram. Að þessu sinni er félagsmönnum einnig boðið til umræðu um húsnæðismál félagsins og mótun jafnréttis- og umhverfisstefnu en vinna við hana hefur nú hafist. Fundurinn verður haldinn 19. nóvember í húsnæði Íslandsdeildar Amnesty International að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Hefst fundurinn kl:20.

Vakin er athygli á því að á fundinum verður kosið í kjörnefnd sem starfa mun fram yfir Aðalfund S´78 í marsmánuði 2015. Áhugasamir eru beðnir um að bjóða sig fram á fundinum. Sé nánari upplýsinga óskað er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra í gegnum tölvupóstfang Samtakanna ´78 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

|

Meira ...Samtökin '78 standa á miklum tímamótum á þessu ári en nú á haustdögum flytur félagið í ný heimkynni að Suðurgötu 3 í Reykjavík - eftir áralanga dvöl að Laugavegi 3.  Við þessi tímamót var á aðalfundi félagsins í mars 2014 einróma samþykkt að leysa upp þann hluta af bókasafni félagsins sem lýtur að kosti fræðibóka og skáldsagna. 

|

Meira ...

Á fundi sínum í gærkvöldi veittu félagar Samtakanna ´78 stjórn félagsins umboð til þess að ganga frá kaupum á nýju húsnæði að Suðurgötu 3, að uppfylltum fyrirvörum sem kynntir voru, ásamt því að fara með núverandi húsnæði félagsins í söluferli. Það hyllir því undir miklar breytingar hjá félaginu en ánægjulegt upphaf að samþykki þetta var veitt einróma. Fundargerð verður birt á vef Samtakanna ´78 innan skamms og félagsmenn upplýstir um gang mála um leið og hlutir skýrast. 

|

Samtökin '78 leita eftir áhugasömu og drífandi fólki til að taka sæti í stjórn og trúnaðarráði samtakanna starfsárið 2014-2015. Stjórnin tekur allar helstu ákvarðanir um starfsemi félagsins. Hún fundar á tveggja vikna fresti. Henni til fulltingis er trúnaðarráð sem fundar u.þ.b. á sex vikna fresti og aðstoðar stjórn við framkvæmd mikilvægra verkefna. Samtökin '78 eru mótandi afl í hinsegin málum á Íslandi og því gefst hér kjörið tækifæri til að hafa áhrif á þennan mikilvæga málaflokk í samvinnu við öflugt og skemmtilegt fólk. Ef þér finnst þú hafa það sem til þarf skaltu hafa samband við kjörnefnd fyrir 8. mars með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í Ragnheiði (s. 8923807), Írisi (s. 8614832) og Gunnlaug Braga (s. 8692979).

Kveðja,
Kjörnefnd.

|
Síða 6 af 86