Næsti fundur hjá hópi fyrir foreldra og aðstandenda transfólks er í kvöld ÞRIÐJUDAGINN 30. APRÍL kl. 20.00 í húsnæði Samtakanna '78, Laugavegi 3, 4. hæð.

Foreldrar barna í kynáttunarvanda eru sérstaklega velkomnir. 

Það er alltaf gott að hitta aðra sem eru í svipuðum aðstæðum og maður sjálfur og ræða málin opinskátt. Þarna gefst tækifæri á að spyrja spurninga og deila með öðrum upplifunum, jákvæðum og neikvæðum. Eins er þetta gott tækifæri til þess að afla sér upplýsinga um efni sem ekki alltaf er aðgengilegt.

Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 leiðir hópinn. Sigríður er leiklistar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur að mennt og hefur starfað sem meðferðarfræðingur í 10 ár. 

Frekari upplýsingar í síma 694 8313.

|

Hvað finnst þér um Samtökin '78?

Samtökin '78 standa nú á tímamótum, en félagið fagnar 35 ára afmæli í ár. Mikið hefur áunnist í baráttu Samtakanna fyrir mannréttindum hinsegin fólks á síðustu áratugum og margar þeirra lagabóta sem barist hefur verið fyrir á þessu tímabili hafa komist til framkvæmda. Því er nú tímabært að skoða starfið, forgangsraða og ákveða stefnumál framtíðarinnar. Af þessu tilefni standa S78 fyrir „þjóðfundi“ hinsegin fólks þann 1. júní.

|

Meira ...

Ljúkum vetri og fögnum sumri í Regnbogasalnum!

Opið hús og PubQuiz hjá Samtökunum '78 í kvöld, 24. apríl. Á morgun er sumardagurinn fyrsti svo í dag er gott tilefni til að gera sér glaðan dag (eða glatt kvöld jafnvel).

Húsið opnar kl. 20:00 og PubQuizið hefst kl. 21:00. Quizið samanstendur af almennum fánýtum fróðleik með hinsegin twisti!

Heitir og kaldir drykkir til sölu á staðnum.

Sjáumst hress!

|

Húsfylli var í Regnbogasal Samtakanna '78 í gærkvöldi á fundinum "Hinsegin Alþingi? - stefnumót stjórnmálanna og Samtakanna '78". Fulltrúar tólf framboða til komandi Alþingiskosninga tóku þátt í pallborðsumræðum og svöruðu spurningum frá áhugasömum félögum Samtakanna '78. 

Formaður Samtakanna '78, Anna Pála Sverrisdóttir, bauð gesti velkomna og notaði meðal ananrs tækifærið til að auglýsa "Samtakamáttinn", þjóðfund hinsegin fólks sem haldinn verður í samstarfi við Reykjavíkurborg í Tjarnarsal Ráðhússins þann 1. júní. Fulltrúar framboðanna fengu afhend eintök af starfsskýrslu og ársreikningi Samtakanna '78 fyrir árið 2012 sem og gögn frá ILGA Europe um stöðu Hinsegin fólks í Evrópu (ILGA Europe Rainbow Map & Index 2012). Því næst tók fundarstjórinn, Guðfinnur Sigurvinsson, við keflinu og stýrði fundinum með sóma.

|

Meira ...

Á morgun, fimmtudaginn 18. apríl bjóða Samtökin '78 til fundarins "Hinsegin Alþingi? -stefnumót stjórnmálanna og Samtakanna '78". Fundurinn fer fram í Regnbogasal Samtakanna '78 og hefst kl. 20:00.

|

Meira ...

Kasha Jacqueline Nabagesera, mikilvirt baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks í Úganda, sækir Íslendinga heim nú í apríl.

Í Úganda er samkynhneigð bönnuð með lögum og víða í Afríku nýtur hinsegin fólk ekki mannréttinda og í nokkrum löndum í álfunni liggur dauðarefsing við samkynhneigð.

Kasha Jacqueline Nabagesera er gestur Íslandsdeildar Amnesty International sem stendur að fyrirlestrinum og sýningu kvikmyndarinnar í samvinnu við Samtökin '78, Hinsegin daga, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við HÍ, Alþjóðlega jafnréttisskólann við HÍ og Bíó Paradís.

|

Meira ...

Sérstakur starfshópur Samtakanna '78 um ættleiðingar hinsegin fólks hefur starfað frá haustinu 2012 og hefur hann meðal annars fundað með ráðuneytum og öðrum sem að ættleiðingarmálum koma, í von um að breytingar verði gerðar í þágu hinsegin fólks. Fyrr í dag sendi starfshópurinn framboðum til komandi Alþingiskosninga bréf er varðar barneignir og ættleiðingar hinsegin fólks.

Bréfið innihélt fimm spurningar, en svörum við þeim er ætlað að varpa ljósi á afstöðu framboðanna til réttinda hinsegin fólks til barneigna. Óskað var eftir skriflegum svörum fyrir 20. apríl og verða svörin birt opinberlega að þeim tíma liðnum.

|

Meira ...

- stefnumót stjórnmálanna og Samtakanna '78

Félagsmönnum Samtakanna '78 er boðið til kynningar- og málefnafundar með fulltrúum þeirra framboða sem bjóða munu fram til komandi Alþingiskosninga.

|

Meira ...


Skrifstofa Samtakanna '78
verður lokuð frá og með skírdegi til og með annars í páskum (28. mars - 1. apríl). Opnum aftur kl. 13 þriðjudaginn 2 apríl.

Líkt og venjulega verður opið hús í Regnbogasal fimmtudagskvöldið 28. mars (skírdag) kl. 20-23.


Samtökin '78 senda ykkur öllum óskir um góða og gleðilega páska.

|

Minnum á aðalfund Hinsegin daga í Reykjavík – Gay Pride, sem haldinn verður í félagsmiðstöð Samtakanna ’78, sunnudaginn 24. mars 2013 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. félagslögum.

Rétt til fundarsetu með kosningarétt og kjörgengi hafa félagar með gilt félagsskírteini. Félagsaðild kostar 1000 kr. og hægt er að endurnýja hana eða gerast félagi við upphaf fundarins.

|

Málþing 20. mars 2013 í boði MARK Miðstöðvar margbreytileika- og kynjafræða og Samtakanna 78 í tilefni 35 ára afmælis Samtakanna. Háskóli Íslands, Askja-132 (Náttúrufræðihús) kl. 12-14.

[English below]

|

Meira ...

Aðalfundur Samtakanna '78 fór fram að Laugavegi 3 fyrr í dag, 9. mars. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Fundarstjóri var Þorvaldur Kristinsson og ritari Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir.

Guðmundur Helgason, fráfarandi formaður stjórnar Samtakanna '78, fór yfir starfsskýrslu ársins 2012-2013 og að því loknu kynnti Gunnlaugur Bragi, gjaldkeri, áritaða reikninga starfsársins sem hlutu staðfestingu aðalfundar.

Á fundinum var kjörið í öll embætti í stjórn félagsins, en þau eru sjö talsins, auk þess sem tíu fulltrúar voru kjörnir í trúnaðarráð. Stjórn og trúnaðarráð Samtakanna '78 2013-2014 eru sem hér segir:

|

Meira ...

Framboð til stjórnar og trúnaðarráðs Samtakanna ´78 starfsárið 2013-2014

|

Meira ...

Samtökin '78 hafa að undanförnu verið að uppfæra ýmis kerfi hjá sér þ.m.t. tölvupóst og fréttabréfið. Allur tölvupóstur fer nú í gegnum Google Apps sem er eitt öruggasta tölvupóstkerfi sem í boði er í dag. Fréttabréfið er nú í umsjá MailChimp sem er að sama skapi eitt öruggasta fjölpóstkerfi sem í boði er. Á næstunni munu uppfærslur og breytingar á kerfum halda áfram með það að markmiði að bæta tæknilegar stoðir Samtakanna og samskipti þeirra við félagsmenn. Við hvetjum félagsmenn til að fylgjast með póstþjónum sínum og gæta þess að pósturinn frá okkur endi ekki í ruslinu ;) 

Það er von Samtakanna að félagsmenn verði ánægðir með breytinguna. Ef þú hefur einhverjar hugmyndir að frekari breytingum eða getur með einhverjum hætti hjálpað til við starf Samtakanna þá endilega sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

|

Elsku vinir!

Samtökin ´78 óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Megi þau færa ykkur gleði í hjarta og góðan tíma. Þökkum hlýhug, frábærar stundir og ómetanlegan stuðning á liðnu ári. Sjáumst hýr í bragði á árinu 2013!

|

Í dag, þriðjudaginn 20. nóvember er haldinn minningardagur transfólks út um allan heim til að minnast þeirra sem hafa verið myrtir, framið sjálfsmorð og/eða orðið fyrir fordómum eða öðrum ofbeldisverknaði vegna kynvitundar sinnar.

Í tilefni þess ætlar Trans-Ísland að standa fyrir kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík kl. 19:30 (við Iðnó). 

|

Meira ...

Samtökin ’78 hafa ákveðið að bjóða öllum þingmönnum Alþingis á kvikmyndina Call me Kuchu sem nú er sýnd í kvikmyndahúsinu Bíó Paradís. Markmiðið er að opna augu þingmanna fyrir grófum mannréttindabrotum víða um heim. Tilkynning þess efnis var send þingmönnum nú síðdegis í dag.

|

Meira ...

AUKASÝNING/ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Á JUDY GARLAND KABARETT
 
Í tilefni af ný útkomnum diski, með lögum úr sýningunni, blásum við til útgáfufagnaðar og bætum við aukasýningu í Þjóðleikhúskjallaranum í september: sun. 16.09. kl. 20:00
|

Meira ...

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2012 fer fram á Menningarnótt, laugardaginn 18.ágúst. Flestir ættu að geta fundið vegalengd við sitt hæfi því hægt er að velja um að hlaupa 3 km, 10 km, 21,1 km (hálft maraþon) og 42,4 km (heilt maraþon).

|

Meira ...

Á dögunum komu í heimsókn í Samtökin ´78 myndarlegur hópur ungmenna á vegum CISV sumarbúðanna. Hópurinn, sem kemur alls staðar að úr heiminum, fræddist um hinsegin líf á Íslandi, mannréttindabaráttu og sögu ásamt því að deila með okkur stöðu heimalands þeirra, og því sem þau vissu um hinsegin menningu og sögu.

|

Meira ...

Síða 7 af 85