Á dögunum var hinn árlegi haustfundur Stjórnar og Trúnaðarráðs S´78.

Á fundinum var farið yfir niðurstöður Samtakamáttarins sem haldin var nú í vor, vetrardagskrá Samtakanna auk fleiri málefna.

SaltEftir fundarhöldin hélt hópurinn í Salt Eldhús sem er staðsett í portinu fyrir aftan Samtökin. Þar fórum við á matreiðslunámskeið hjá Gunnari Helga þar sem var keppt í liðum. Maturinn sem var eldaður var af margskonar toga en Örn meðstjórnandi, Auður formaður Trúnaðarráðs og Sólver sem situr í Trúnaðarráði fyrir hönd Hinsegin kórsins stóðu uppi sem sigurvegarar. Það var samróma álit dómaranna, Gunnars og Svandísar ritara að þau hefðu uppfyllt allt sem góðir nemendur þurfa til að bera. Dagurinn var góður og vonum við að vetrardagskráin muni bera keim af því.

Við þökkum fyrir okkur Salt Eldhús

Salt Eldhús, Laugavegi 1a (bakhús), 101 Reykjavík

|

unglingarNæsta sunnudag 1. September ætlar ungliðahreyfing Samtakanna '78 að bjóða krökkum 14 ára og yngri að koma á ungliðafund fyrir yngri krakka.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Ungliðarnir bjóða upp á ungliðafundi fyrir 14 ára og yngri og verða þeir haldnir fyrsta sunnudag í mánuði í vetur. Fundurinn hefst kl. 18 og auðvitað er forráðafólki velkomið að líta við með krökkunum.
Stjórn ungliðanna og umsjónarfólk verður á svæðinu og boðið er upp á spjall og leiki.

Klukkan 19:30 hefst svo hefðbundið ungliðakvöld og þetta kvöld er aðstandendakvöld og fjölskyldu og vinum er velkomið að koma með krökkunum.
FAS (Félag Aðstenda Hinsegin Fólks) mun koma að spjalla og heyrst hefur að boðið verði upp á kökur og gotterí til styrktar ungliðunum.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og aðstandendur til að kynnast starfi ungliðanna.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Ungliðahreyfing Samtakanna '78

|

Heinz Heger

Mennirnir með bleika þríhyrninginn - Upplestur í IÐU, Lækjargötu kl: 16 á Menningarnótt

Guðjón Ragnar Jónasson les næstkomandi laugardag (Mennningarnótt) úr bókinni Mennirnir með bleika þríhyrninginn sem hann hefur nýlokið við að þýða. Bókin er merkileg heimild um líf samkynhneigðra í fangabúðum nasista og lætur engan ósnortinn og heitir á frummálinu, Die Männer mit dem rosa Winkel. Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur og Miðstöð íslenskra bókmennta styrkir útgáfuna. Þorvaldur Kristinsson ritar ítarlegan eftirmála að verkinu þar sem hann gerir grein fyrir því og setur það í samhengi sögunnar.

Sárafáir vitnisburðir hafa varðveist um líf samkynhneigðra í fangabúðum nasista og sagan um mennina með bleika þríhyrninginn er frægust þeirra minningabóka sem lýsa hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Bókin kom fyrst út árið 1972 og hafði ómæld áhrif víða um lönd – á þeim árum þegar samkynhneigt fólk var að leita fortíðar sem að mestu hafði verið máð út úr mannkynssögunni.

|

Meira ...

Draggkeppni Íslands fer fram 7. Ágúst í Eldborgarsal Hörpu. Þetta er í 16 skiptið sem keppnin er haldin og þriðja skiptið í Hörpu. Keppnin hefst kl 21:00 en móttaka gesta byrjar kl 20:00

Þema keppninnar er Beauty is pain (And i´m in a lot of pain)

|

Meira ...

Opnunartími og þjónusta skrifstofu Samtakanna ´78 verður takmörkuð þessa vikuna vegna sumarleyfa. Við bendum fólki á að senda erindi á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og brugðist verður við þeim eins skjótt og auðið er.

|

Stjórn, trúnaðarráð og starfsfólk Samtakanna ´78 eru í skýjunum með SAMTAKAMÁTTINN - þjóðfund hinsegin fólks sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 1. júní 2013. Í honum tóku þátt um 120 manns á aldrinum 15 til 87 ára. Fundurinn var haldinn í tilefni 35 ára afmælis S78 og lagt upp með að á þessum tímamótum sé nauðsynlegt að staldra við, skoða stefnumálin og forgangsraða.

|

Meira ...

English version - click here

Laugardaginn 1. júní 2013 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

Samtökin '78 35 áraDagskrá

13:30 Skráning og afhending fundargagna
-Raðað í hópa eftir efnisflokkum (Sjá neðar)
-Mætið tímanlega!

14:00 Opnun fundarins
-Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra
-Anna Pála Sverrisdóttir formaður Samtakanna ´78

14:15 Vinna hefst í hópum

15.30 Hressing

15.50 Örsögur úr starfinu frá fyrri formönnum
-Guðni Baldursson, fyrsti formaður S78
-Lana Kolbrún Eddudóttir
-Þorvaldur Kristinsson

16.00 Framhald hópavinnu

17:30 Lokaorð og móttaka

Fundarstjórar: Felix Bergsson og Ragnhildur Sverrisdóttir

|

Meira ...

*HINSEGIN HÁTÍÐ*
**Skuggabarinn 1.júní**
***Allur ágóði rennur til ráðgjafaþjónustu Samtakanna***
--ENGLISH BELOW--

1. júní 2013 verður allsherjar hinsegin veisla sem byrjar með Samtakamættinum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Til að slá botninn í frábæran dag efna Samtökin '78 til Hinsegin Hátíðar á Skuggabarnum, í glæsilegum húsakynnum Hótel Borgar.

|

Meira ...

Okkur barst skemmtileg stuttmynd frá nemendum í Félagsráðgjafanámi Háskóla Íslands um hinsegin stjúpfjölskyldu og möguleg vandamál sem upp geta komið. Mælum með því að allir kíki á þessa mynd!

|

Meira ...

Grein Önnu Pálu Sverrisdóttur, formanns Samtakanna '78, sem birtist í Fréttatímanum í dag 17. maí 2013:


IDAHO inni í mér

Idaho er fylki í Bandaríkjunum. Því miður er það ekki eitt þeirra ríkja sem nú bætast í hinn stækkandi hóp bandarískra fylkja sem lögleitt hafa hjónabönd fólks af sama kyni – þvert á móti hafa kjósendur þar sett bann við slíku í stjórnarskrá fylkisins. Rugl af því tagi viðgengst sums staðar í Bandaríkjunum líkt og víða annars staðar í heiminum. Hins vegar hafa bandarísk stjórnvöld undanfarin ár staðið sig vel á alþjóðavettvangi með markvissri baráttu í þágu hinsegin fólks og Hillary Clinton átti til dæmis stórleik í þeim efnum sem utanríkisráðherra.

Það er því ekki auðvelt að mála einfalda mynd af Bandaríkjunum og stöðu hinsegin fólks og svoleiðis er staðan víða annars staðar. Það var magnað þegar Frakkar lögleiddu hjónabönd samkynhneigðra um daginn en að sama skapi ógnvekjandi hversu heiftúðug mótmæli urðu. Á allt of mörgum öðrum stöðum í heiminum er myndin því miður einfaldari af því hún er öll í dökkum litum ennþá. Hún Kasha frá Úganda upplýsti Íslendinga um daginn um skelfilega stöðu hinsegin fólks í heimalandi sínu og nú hefur maður frá Nígeríu leitað hælis á Íslandi vegna þess að honum er ekki vært þar vegna samkynhneigðar, sem þungar refsingar liggja við.

|

Meira ...

Úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu:

Flest ríkin fá falleinkunn og margt ógert hér heima   

Rainbow Europe Map--2013ILGA Europe, Evrópusamtök hinsegin fólks, birta nýja úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja fær falleinkunn og þúsundir íbúa um alla álfuna búa áfram við ótta um ofbeldi og ofsóknir. Ísland þokast upp á við á sviði löggjafar og stefnu stjórnvalda en margt er enn ógert.  

ILGA Europe, Evrópusamtök hinsegin fólks (lesbía, homma, tvíkynhneigðra, trans- og intersexfólks), hafa í tilefni Alþjóðadags gegn hómófóbíu og transfóbíu þann 17. maí gefið út Evrópska regnbogapakkann. Regnbogapakkinn er árleg úttekt á stöðu mannréttinda hinsegin fólks og samanstendur af Regnbogakorti og Ársyfirliti. Kortið mælir stöðu löggjafar og stefnu á sviðum jafnréttis og aðgerða gegn mismunun, fjölskyldumála, hatursorðræðu og -ofbeldis, lagalegrar staðfestingar kyns, funda-, félaga- og tjáningarfrelsis og málefna hælisleitenda. Mælt er í 49 Evrópuríkjum og stig gefin á skalanum 0 til 100%. Ársyfirlitið, sem nú er gefið út í annað sinn, veitir innsýn í daglegt líf og umhverfi hinsegin fólks en saman draga skjölin upp heildarmynd af stöðu hinsegin fólks í Evrópu.

|

Meira ...

Samtökin ´78 fara fram á endurupptöku máls samkynhneigðs hælisleitanda

gayicelandSamtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, fara hér með fram á að innanríkisráðuneytið endurskoði þá ákvörðun að synja samkynhneigða Nígeríumanninum Martin um efnislega meðferð á umsókn um hæli á Íslandi. Hann sótti um hæli á grundvelli kynhneigðar sinnar eftir að hafa flúið frá Nígeríu til Ítalíu vegna ofbeldis og niðurlægingar sem hann mátti sæta. Undanfarin níu ár hefur hann dvalist á Ítalíu við bágbornar aðstæður.

Aðstæður hinsegin fólks í Nígeríu eru afar slæmar og fara versnandi, samkvæmt upplýsingum frá Amnesty International og öðrum mannréttindasamtökum. Nýlega hefur verið hert á löggjöf þar sem gerir samkynhneigð refsiverða og gríðarlegir samfélagslegir fordómar gera að verkum að líf hinsegin fólks er í hættu og ofsóknir á grundvelli kynhneigðar algengar án þess að yfirvöld veiti einstaklingum sem verða fyrir barðinu á slíku nokkra vernd.

|

Meira ...

Næsti fundur hjá hópi fyrir foreldra og aðstandenda transfólks er í kvöld ÞRIÐJUDAGINN 30. APRÍL kl. 20.00 í húsnæði Samtakanna '78, Laugavegi 3, 4. hæð.

Foreldrar barna í kynáttunarvanda eru sérstaklega velkomnir. 

Það er alltaf gott að hitta aðra sem eru í svipuðum aðstæðum og maður sjálfur og ræða málin opinskátt. Þarna gefst tækifæri á að spyrja spurninga og deila með öðrum upplifunum, jákvæðum og neikvæðum. Eins er þetta gott tækifæri til þess að afla sér upplýsinga um efni sem ekki alltaf er aðgengilegt.

Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 leiðir hópinn. Sigríður er leiklistar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur að mennt og hefur starfað sem meðferðarfræðingur í 10 ár. 

Frekari upplýsingar í síma 694 8313.

|

Hvað finnst þér um Samtökin '78?

Samtökin '78 standa nú á tímamótum, en félagið fagnar 35 ára afmæli í ár. Mikið hefur áunnist í baráttu Samtakanna fyrir mannréttindum hinsegin fólks á síðustu áratugum og margar þeirra lagabóta sem barist hefur verið fyrir á þessu tímabili hafa komist til framkvæmda. Því er nú tímabært að skoða starfið, forgangsraða og ákveða stefnumál framtíðarinnar. Af þessu tilefni standa S78 fyrir „þjóðfundi“ hinsegin fólks þann 1. júní.

|

Meira ...

Ljúkum vetri og fögnum sumri í Regnbogasalnum!

Opið hús og PubQuiz hjá Samtökunum '78 í kvöld, 24. apríl. Á morgun er sumardagurinn fyrsti svo í dag er gott tilefni til að gera sér glaðan dag (eða glatt kvöld jafnvel).

Húsið opnar kl. 20:00 og PubQuizið hefst kl. 21:00. Quizið samanstendur af almennum fánýtum fróðleik með hinsegin twisti!

Heitir og kaldir drykkir til sölu á staðnum.

Sjáumst hress!

|

Húsfylli var í Regnbogasal Samtakanna '78 í gærkvöldi á fundinum "Hinsegin Alþingi? - stefnumót stjórnmálanna og Samtakanna '78". Fulltrúar tólf framboða til komandi Alþingiskosninga tóku þátt í pallborðsumræðum og svöruðu spurningum frá áhugasömum félögum Samtakanna '78. 

Formaður Samtakanna '78, Anna Pála Sverrisdóttir, bauð gesti velkomna og notaði meðal ananrs tækifærið til að auglýsa "Samtakamáttinn", þjóðfund hinsegin fólks sem haldinn verður í samstarfi við Reykjavíkurborg í Tjarnarsal Ráðhússins þann 1. júní. Fulltrúar framboðanna fengu afhend eintök af starfsskýrslu og ársreikningi Samtakanna '78 fyrir árið 2012 sem og gögn frá ILGA Europe um stöðu Hinsegin fólks í Evrópu (ILGA Europe Rainbow Map & Index 2012). Því næst tók fundarstjórinn, Guðfinnur Sigurvinsson, við keflinu og stýrði fundinum með sóma.

|

Meira ...

Á morgun, fimmtudaginn 18. apríl bjóða Samtökin '78 til fundarins "Hinsegin Alþingi? -stefnumót stjórnmálanna og Samtakanna '78". Fundurinn fer fram í Regnbogasal Samtakanna '78 og hefst kl. 20:00.

|

Meira ...

Kasha Jacqueline Nabagesera, mikilvirt baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks í Úganda, sækir Íslendinga heim nú í apríl.

Í Úganda er samkynhneigð bönnuð með lögum og víða í Afríku nýtur hinsegin fólk ekki mannréttinda og í nokkrum löndum í álfunni liggur dauðarefsing við samkynhneigð.

Kasha Jacqueline Nabagesera er gestur Íslandsdeildar Amnesty International sem stendur að fyrirlestrinum og sýningu kvikmyndarinnar í samvinnu við Samtökin '78, Hinsegin daga, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við HÍ, Alþjóðlega jafnréttisskólann við HÍ og Bíó Paradís.

|

Meira ...

Sérstakur starfshópur Samtakanna '78 um ættleiðingar hinsegin fólks hefur starfað frá haustinu 2012 og hefur hann meðal annars fundað með ráðuneytum og öðrum sem að ættleiðingarmálum koma, í von um að breytingar verði gerðar í þágu hinsegin fólks. Fyrr í dag sendi starfshópurinn framboðum til komandi Alþingiskosninga bréf er varðar barneignir og ættleiðingar hinsegin fólks.

Bréfið innihélt fimm spurningar, en svörum við þeim er ætlað að varpa ljósi á afstöðu framboðanna til réttinda hinsegin fólks til barneigna. Óskað var eftir skriflegum svörum fyrir 20. apríl og verða svörin birt opinberlega að þeim tíma liðnum.

|

Meira ...

- stefnumót stjórnmálanna og Samtakanna '78

Félagsmönnum Samtakanna '78 er boðið til kynningar- og málefnafundar með fulltrúum þeirra framboða sem bjóða munu fram til komandi Alþingiskosninga.

|

Meira ...

Síða 7 af 86