Skrifstofa Samtakanna '78
verður lokuð frá og með skírdegi til og með annars í páskum (28. mars - 1. apríl). Opnum aftur kl. 13 þriðjudaginn 2 apríl.

Líkt og venjulega verður opið hús í Regnbogasal fimmtudagskvöldið 28. mars (skírdag) kl. 20-23.


Samtökin '78 senda ykkur öllum óskir um góða og gleðilega páska.

|

Minnum á aðalfund Hinsegin daga í Reykjavík – Gay Pride, sem haldinn verður í félagsmiðstöð Samtakanna ’78, sunnudaginn 24. mars 2013 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. félagslögum.

Rétt til fundarsetu með kosningarétt og kjörgengi hafa félagar með gilt félagsskírteini. Félagsaðild kostar 1000 kr. og hægt er að endurnýja hana eða gerast félagi við upphaf fundarins.

|

Málþing 20. mars 2013 í boði MARK Miðstöðvar margbreytileika- og kynjafræða og Samtakanna 78 í tilefni 35 ára afmælis Samtakanna. Háskóli Íslands, Askja-132 (Náttúrufræðihús) kl. 12-14.

[English below]

|

Meira ...

Aðalfundur Samtakanna '78 fór fram að Laugavegi 3 fyrr í dag, 9. mars. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Fundarstjóri var Þorvaldur Kristinsson og ritari Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir.

Guðmundur Helgason, fráfarandi formaður stjórnar Samtakanna '78, fór yfir starfsskýrslu ársins 2012-2013 og að því loknu kynnti Gunnlaugur Bragi, gjaldkeri, áritaða reikninga starfsársins sem hlutu staðfestingu aðalfundar.

Á fundinum var kjörið í öll embætti í stjórn félagsins, en þau eru sjö talsins, auk þess sem tíu fulltrúar voru kjörnir í trúnaðarráð. Stjórn og trúnaðarráð Samtakanna '78 2013-2014 eru sem hér segir:

|

Meira ...

Framboð til stjórnar og trúnaðarráðs Samtakanna ´78 starfsárið 2013-2014

|

Meira ...

Samtökin '78 hafa að undanförnu verið að uppfæra ýmis kerfi hjá sér þ.m.t. tölvupóst og fréttabréfið. Allur tölvupóstur fer nú í gegnum Google Apps sem er eitt öruggasta tölvupóstkerfi sem í boði er í dag. Fréttabréfið er nú í umsjá MailChimp sem er að sama skapi eitt öruggasta fjölpóstkerfi sem í boði er. Á næstunni munu uppfærslur og breytingar á kerfum halda áfram með það að markmiði að bæta tæknilegar stoðir Samtakanna og samskipti þeirra við félagsmenn. Við hvetjum félagsmenn til að fylgjast með póstþjónum sínum og gæta þess að pósturinn frá okkur endi ekki í ruslinu ;) 

Það er von Samtakanna að félagsmenn verði ánægðir með breytinguna. Ef þú hefur einhverjar hugmyndir að frekari breytingum eða getur með einhverjum hætti hjálpað til við starf Samtakanna þá endilega sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

|

Elsku vinir!

Samtökin ´78 óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Megi þau færa ykkur gleði í hjarta og góðan tíma. Þökkum hlýhug, frábærar stundir og ómetanlegan stuðning á liðnu ári. Sjáumst hýr í bragði á árinu 2013!

|

Í dag, þriðjudaginn 20. nóvember er haldinn minningardagur transfólks út um allan heim til að minnast þeirra sem hafa verið myrtir, framið sjálfsmorð og/eða orðið fyrir fordómum eða öðrum ofbeldisverknaði vegna kynvitundar sinnar.

Í tilefni þess ætlar Trans-Ísland að standa fyrir kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík kl. 19:30 (við Iðnó). 

|

Meira ...

Samtökin ’78 hafa ákveðið að bjóða öllum þingmönnum Alþingis á kvikmyndina Call me Kuchu sem nú er sýnd í kvikmyndahúsinu Bíó Paradís. Markmiðið er að opna augu þingmanna fyrir grófum mannréttindabrotum víða um heim. Tilkynning þess efnis var send þingmönnum nú síðdegis í dag.

|

Meira ...

AUKASÝNING/ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Á JUDY GARLAND KABARETT
 
Í tilefni af ný útkomnum diski, með lögum úr sýningunni, blásum við til útgáfufagnaðar og bætum við aukasýningu í Þjóðleikhúskjallaranum í september: sun. 16.09. kl. 20:00
|

Meira ...

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2012 fer fram á Menningarnótt, laugardaginn 18.ágúst. Flestir ættu að geta fundið vegalengd við sitt hæfi því hægt er að velja um að hlaupa 3 km, 10 km, 21,1 km (hálft maraþon) og 42,4 km (heilt maraþon).

|

Meira ...

Á dögunum komu í heimsókn í Samtökin ´78 myndarlegur hópur ungmenna á vegum CISV sumarbúðanna. Hópurinn, sem kemur alls staðar að úr heiminum, fræddist um hinsegin líf á Íslandi, mannréttindabaráttu og sögu ásamt því að deila með okkur stöðu heimalands þeirra, og því sem þau vissu um hinsegin menningu og sögu.

|

Meira ...

Góðir hálsar!
Þá er komið að langþráðum sumartónleikum Hinsegin kórsins.
Tónleikarnir verða haldnir í Tjarnarsal Ráðhússins miðvikudaginn 4. júlí og hefjast kl. 18:30.

|

Meira ...

Kæru vinir!

Sumarið er gengið í garð með öllum sínum  gleðidögum og nú er svo sannarlega tilefni til að gleðjast. 

Þann 27. júní 2012 höldum við að venju upp á Stonewall-daginn, tímamót í réttindabaráttu hinsegin fólks í heiminum. Að þessu sinni höfum við tvöfalda ástæðu til að gleðjast, því heildarlög um málefni Trans-fólks á Íslandi taka gildi þennan dag. Eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu réttarkerfisins á Trans-málefnum er sigurinn loks í höfn. Við ætlum ekki að láta okkur duga að fagna bara einu sinni, heldur tvisvar!

Á Stonewall-deginum sjálfum, 27. júní 2012, verður opið hús í Samtökunum ´78 frá því kl: 17:00 og eitthvað fram á kvöld. Stefnan er að eiga saman huggulega stund í góðra vina hópi, vöfflur og kaffi í boði, góðir gestir kíkja í heimsókn og gleðin verður við völd.

Fimmtudaginn viku síðar, 5. júlí 2012, ætlum við að þekkjast boð borgarstjórans í Reykjavík og fagna lagasetningunni með dásamlegu kokteilboði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Húllumhæið hefst kl:16 og stendur til 17:30. 

Látum þessar gleðisamkomur ekki framhjá okkur fara og fögnum saman þessum frábæra áfanga.

Sjáumst í Regnbogasalnum og Ráðhúsinu með hamingju í hjarta.

 

 

|

Sumarið er að komaÍ tilefni þess að veturinn kveður okkur og sumarið tekur loks við verður blásið til sumargleði miðvikudaginn 18. apríl í Samtökunum '78.

Húsið opnar kl. 18:00 og gleðin verður við völd fram á rauða nótt! Kvöldið fer rólega af stað fyrir þá sem vilja koma og njóta góðs félagsskapar yfir kaffibolla og svo hækkum við í tónlistinni þegar líða tekur á kvöldið og sjáum til þess að allir skemmti sér inn í sumarið.

|

Meira ...

alt

Yfirlýsing send á fjölmiðla vegna árásar á ungan transmann um nýliðna helgi:

 

Það er sorglegt að nóttina eftir að lagt er fram á Alþingi, frumvarp um stöðu transfólks á Íslandi skuli ungur transmaður vera laminn á bar í Reykjavík fyrir það eitt að vera sá sem hann er. Þetta atvik sýnir okkur hversu gríðarlega mikilvægt það er að Alþingi samþykki fyrirliggjandi frumvarp og bæti inní stjórnarskrá og/eða refsilöggjöfina ákvæði til verndar transfólki með kynvitund sem ekki samræmist þeirra líffræðilega kyn.

|

Meira ...

Ný stjórnog trúnaðarráð Samtakanna ´78 var kosin á aðalfundi félagsins þann 15. mars síðastliðinn. Eftirfaldir hlutu kosningu:

Formaður: Guðmundur Helgason

Varaformaður: Sigurður Júlíus Guðmundsson

Gjaldkeri: Gunnlaugur Bragi Björnsson

|

Meira ...

Formaður

Guðmundur HelgasonGuðmundur Helgason

Listdanskennari, danshöfundur, dansari
Var dansari við Íslenska dansflokkinn 1993-2004 og tók þátt í öllum uppfærslum hans á þeim tíma auk þess að dansa í sýningum(söngleikjum) hjá bæði Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu.  Kennari við Listdansskóla Íslands 1993-2000 og svo aftur frá 2007.  Einnig kennt hjá Danslistarskóla JSB og Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Hef sem danshöfundur samið fyrir sýningar Íslenska dansflokksins, Leikfélag Reykjavíkur og Nemendaleikhús LHÍ.  Er einnig að vinna að nokkrum dansstuttmyndum í að því er virðist alltof fáum frístundum. Einkaþjálfari við Equinox Fitness líkamsræktarstöðina í New York 2006-7.

|

Meira ...

Mælum með marsútgáfu Out & About en í því er viðtal við Ólav Eysturdal í Færeyjum um veruleika daganna og hvernig LGBT Föroyar hafa breytt sínum heimi markvisst.

Blaðið má finna á heimasíðu Out & About, sjá hlekk http://out-and-about.dk/

|
Síða 8 af 86