Góðir hálsar!
Þá er komið að langþráðum sumartónleikum Hinsegin kórsins.
Tónleikarnir verða haldnir í Tjarnarsal Ráðhússins miðvikudaginn 4. júlí og hefjast kl. 18:30.

|

Meira ...

Kæru vinir!

Sumarið er gengið í garð með öllum sínum  gleðidögum og nú er svo sannarlega tilefni til að gleðjast. 

Þann 27. júní 2012 höldum við að venju upp á Stonewall-daginn, tímamót í réttindabaráttu hinsegin fólks í heiminum. Að þessu sinni höfum við tvöfalda ástæðu til að gleðjast, því heildarlög um málefni Trans-fólks á Íslandi taka gildi þennan dag. Eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu réttarkerfisins á Trans-málefnum er sigurinn loks í höfn. Við ætlum ekki að láta okkur duga að fagna bara einu sinni, heldur tvisvar!

Á Stonewall-deginum sjálfum, 27. júní 2012, verður opið hús í Samtökunum ´78 frá því kl: 17:00 og eitthvað fram á kvöld. Stefnan er að eiga saman huggulega stund í góðra vina hópi, vöfflur og kaffi í boði, góðir gestir kíkja í heimsókn og gleðin verður við völd.

Fimmtudaginn viku síðar, 5. júlí 2012, ætlum við að þekkjast boð borgarstjórans í Reykjavík og fagna lagasetningunni með dásamlegu kokteilboði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Húllumhæið hefst kl:16 og stendur til 17:30. 

Látum þessar gleðisamkomur ekki framhjá okkur fara og fögnum saman þessum frábæra áfanga.

Sjáumst í Regnbogasalnum og Ráðhúsinu með hamingju í hjarta.

 

 

|

Sumarið er að komaÍ tilefni þess að veturinn kveður okkur og sumarið tekur loks við verður blásið til sumargleði miðvikudaginn 18. apríl í Samtökunum '78.

Húsið opnar kl. 18:00 og gleðin verður við völd fram á rauða nótt! Kvöldið fer rólega af stað fyrir þá sem vilja koma og njóta góðs félagsskapar yfir kaffibolla og svo hækkum við í tónlistinni þegar líða tekur á kvöldið og sjáum til þess að allir skemmti sér inn í sumarið.

|

Meira ...

alt

Yfirlýsing send á fjölmiðla vegna árásar á ungan transmann um nýliðna helgi:

 

Það er sorglegt að nóttina eftir að lagt er fram á Alþingi, frumvarp um stöðu transfólks á Íslandi skuli ungur transmaður vera laminn á bar í Reykjavík fyrir það eitt að vera sá sem hann er. Þetta atvik sýnir okkur hversu gríðarlega mikilvægt það er að Alþingi samþykki fyrirliggjandi frumvarp og bæti inní stjórnarskrá og/eða refsilöggjöfina ákvæði til verndar transfólki með kynvitund sem ekki samræmist þeirra líffræðilega kyn.

|

Meira ...

Ný stjórnog trúnaðarráð Samtakanna ´78 var kosin á aðalfundi félagsins þann 15. mars síðastliðinn. Eftirfaldir hlutu kosningu:

Formaður: Guðmundur Helgason

Varaformaður: Sigurður Júlíus Guðmundsson

Gjaldkeri: Gunnlaugur Bragi Björnsson

|

Meira ...

Formaður

Guðmundur HelgasonGuðmundur Helgason

Listdanskennari, danshöfundur, dansari
Var dansari við Íslenska dansflokkinn 1993-2004 og tók þátt í öllum uppfærslum hans á þeim tíma auk þess að dansa í sýningum(söngleikjum) hjá bæði Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu.  Kennari við Listdansskóla Íslands 1993-2000 og svo aftur frá 2007.  Einnig kennt hjá Danslistarskóla JSB og Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Hef sem danshöfundur samið fyrir sýningar Íslenska dansflokksins, Leikfélag Reykjavíkur og Nemendaleikhús LHÍ.  Er einnig að vinna að nokkrum dansstuttmyndum í að því er virðist alltof fáum frístundum. Einkaþjálfari við Equinox Fitness líkamsræktarstöðina í New York 2006-7.

|

Meira ...

Mælum með marsútgáfu Out & About en í því er viðtal við Ólav Eysturdal í Færeyjum um veruleika daganna og hvernig LGBT Föroyar hafa breytt sínum heimi markvisst.

Blaðið má finna á heimasíðu Out & About, sjá hlekk http://out-and-about.dk/

|

 

Hinsegin kórinn er kór hinsegin fólks í Reykjavík og nágrenni. 

 

Tilgangur kórins er að vera fordómalaus vettvangur fyrir hinsegin fólk að hittast og njóta söngs saman. 

|

Meira ...

Í dag undirrituðu Samtökin '78 og Reykjavíkurborg samstarfssamning til þriggja ára. Tekur samningurinn gildi 1. janúar 2012. Skuldbinda Samtökin '78 sig til þjónustu við hinsegin fólk í Reykjavík ásamt fræðslu í skólum og til fagstétta borgarinnar og á móti greiðir Reykjavíkurborg Samtökunum 2.500.000.- krónur á ári samningstímann á enda. Er þetta mikið fagnaðarefni sem tryggir og eflir starfsemi S'78 komandi ár.

|

Samtökin ´78 veittu í dag viðtöku styrks úr Samfélagssjóði Landsbankans upp á 250.000.- krónur.

Var styrkurinn eyrnamerktur verkefninu "Stattu með!" fræðslu og forvarnarverkefni ætlað grunn og framhaldsskólanemum.

Samtökin ´78 þakka Landsbankanum kærlega fyrir stuðninginn. 

|

Birtist á vef Morgunblaðsins sunnudaginn 30. okt 2011

Danski baráttumaðurinn Axel Axgil lést í dag, 96 ára að aldri. Axgil skráði sig á spjöld sögunnar ásamt unnusta sínum Eigil þegar þeir urðu fyrstu samkynhneigðu karlmennirnir til að giftast hvor öðrum, árið 1989. Axel stofnaði jafnframt elstu starfandi LGBT baráttusamtök heims.

|

Meira ...

Kæri félagi, hvar verður ÞÚ á Menningarnótt? 

 

Samtökin '78 ætla að opna dyrnar fyrir gestum og gangandi og segja við gesti menningarnætur:  "Gakktu í bæinn" 

 

|

Meira ...

Samtökin '78 eru komin í samstarf við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Þetta þýðir að samtökin eru nú skráð sem góðgerðarfélag á síðu maraþonsins og er því hægt að heita á félagið og styrkja með því baráttuna. Hér má finna svæði Samtakanna '78 á heimasíðu maraþonsins, en eftirfarandi leiðbeiningar eru fengnar af heimasíðunni:

|

Meira ...

Það er skammt stórra högga á milli hjá Samtökunum '78 þessa dagana. 

Næstu helgi er Menningarnótt haldin hátíðleg í Reykjavík og ætlum við að hafa opið hús frá kl 14-22 í félagsmiðstöð samtakanna að Laugavegi 3.  Húsið er opið þeim sem vilja kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í húsinu og nú er upplagt tækifæri að draga fjölskyldu og vini með sér í Regnbogasalinn og kynna þeim starfið. 

|

Meira ...

Svanfríður Anna Lárusdóttir hefur sagt sig úr stjórn Samtakanna '78 sökum anna, en henni fannst betra að fara alfarið úr stjórn heldur en að fá staðgengil inn tímabundið. Formaður ræddi við Sigurð Júlíus Guðmundsson úr trúnaðarráði og hefur hann samþykkt að taka sæti Svönu sem meðstjórnandi samkvæmt grein 4.5 í félagslögum samtakanna. Frá þessu var gengið formlega á fundi stjórnar nýlega. 

|

Þriðjudaginn 16.ágúst verður boðið uppá frían kynningartíma í Same Sex Salsa.  Ef að næg þáttaka næst verður svo boðið uppá samkynja salsa-námsskeið núna á haustmánuðum. 

Kynningartíminn verður á Barböru þriðjudaginn 16.ágúst klukkan 20:30-21:30 

Kennarar eru Jói og Jóhanna frá SalsaMafíunni 

|

Karla Dögg Karlsdóttir opnar myndlistasýningu í Regnbogasal Samtakanna 78, klukkan 18 sunnudaginn 7.ágúst.

Sýningin stendur út ágústmánuð.

|

Meira ...

Síðastliðinn föstudag var útvarpsþátturinn Samfélagið í nærmynd sendur út frá Samtökunum ´78, Laugavegi 3.
Margir góðir gestir komu í spjall um starfsemi félagsins, skyld félög og margt fleira.

Hægt er að hlusta á þáttinn hérna:

http://dagskra.ruv.is/ras1/4556086/2011/07/15/

 

|

Samtökin 78 hafa ásamt 14 öðrum félagasamtökum/stofnunum sent inn erindi til stjórnlagaráðs þar sem farið er fram á að orðið kynvitund verði hluti af Mannréttindakafla/jafnræðisreglu nýrrar stjórnarskrár.  Nokkuð er síðan kynhneigð var bætt inní jafnræðisregluna og teljum við með því að bæta inn orðinu kynvitund séum við að ná yfir alla hópa hinsegin fólks (sexual orientation & gender identity) samkvæmt skilgreiningu Alþjóða lögfræðinganefndarinnar og Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna.

|

Meira ...

Síða 8 af 85