Mánudaginn 27.júní var opið hús og hátíðarkaffi í félagsmiðstöð Samtakanna 78. Það var fullt af fólki sem kíkti við og fagnaði því að fyrir 15 árum gengu í gildi lög um staðfesta samvist, en þau voru afrakstur mikillar vinnu meðal annara Samtakanna 78.  Þessi lagasetning var upphafið að röð lagabreytinga sem náðu ákveðnum hápunkti í fyrra þegar ein hjúskaparlög fyrir alla gengu í gildi.  27.júní minnumst við líka Stonewall uppreisnarinnar sem varð í New York 1969 og kom skriði á réttindabaráttu okkar hinsegin fólks.   

|

Meira ...

Hinsegin dagar

Nú þegar sól er hvað hæst á lofti fara margir að leiða hugann að hátíðinni okkar allra; Hinsegin dögum
Samtökin ´78 eru enginn eftirbátur í þeim efnum og höfum við hugsað okkur að taka þátt af meiri krafti en áður hefur verið.
Margar og fjölbreyttar hugmyndir eru í farvatninu og leitum við til ykkar að móta þær með okkur og láta þær verða að veruleika. Við óskum eftir sjálfboðaliðum í hin ýmsu verkefni, hver og einn áhugasamur ætti að geta fundið eitthvað sem hentar áhugasviði og getu. Ekki hika við að setja þig í samband við framkvæmdastjóra í síma 552-7878 eða í gegnum tölvupóst; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hlökkum til að heyra frá öllum áhugasömum

|

Meira ...

Vegna yfirvofandi lagasetningar þingsins í Úganda sem brjóta gróflega á mannréttindum hinsegin fólks og aðstandendum hafa Samtökin ´78 sent frá sér eftirfarandi texta:

|

Meira ...

Mannréttindaverðlaun Samtakanna ´78

Á hverju sumri veita Samtökin ´78 mannréttindaverðlaun sín.  Mannréttindaverðlaun Samtakanna ’78 er viðleitni félagsins til að þakka fyrir framlag í þágu jafnréttis og mannréttinda og eru veitt einum einstakling fyrir starf sitt innan Samtakanna 78, einstakling utan Samtakanna 78 og stofnun, opinberum aðila eða fyrirtæki.

Samtökin ´78 óska nú eftir tilnefningum verlaunahafa frá félögum sínum. Allar tilnefningar sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

|

Meira ...

Íþróttafélagið Styrmir hefur verið tilnefnt vegna góðra verka til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokkinum „Til atlögu gegn fordómum“.  Umfjöllun um málið má lesa í Fréttablaðinu í dag á bls.  14.  Þrír einstaklingar eða félagasamtök koma til greina í hverjum flokki.  Síðar í dag kemur í ljós hver hlýtur verðlaunin.

 

|

Meira ...

Líflegar og eldheitar umræður spunnust á fundi um staðgöngumæðrun í Regnbogasal Samtakanna ´78 í gærkvöldi. Þær Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingiskona og Katrín Anna Guðmundsdóttir jafnréttishönnuður voru frummælendur á fundinum. Þökkum við þeim kærlega fyrir frábært erindi. Fundargestir voru rúmlega þrjátíu og tóku flest allir þátt í umræðunum á eftir.

|

Meira ...

Samtökin ´78 vilja minna alla félagsmenn sína á fyrsta umræðu og upplýsingafund í "Hinsegin heilbrigði og hamingja" fundaröðinni.

Málefni kvöldsins eru ættleiðingar hinsegin fólks og hinsegin fósturfjölskyldur, Fundurinn er öllum áhugasömum opinn, hefst kl: 20 í kvöld í Regnbogasal Samtakanna, Laugavegi 3.

 

|

Stjórn Samtakanna ’78 bað nýverið Hilmar Magnússon, fyrrum stjórnarmann, starfsmann hjá Utanríkisráðuneyti og nema í Alþjóðsamskiptum að sækja ILGA Europe fund í Brussel f.h. samtakanna dagana 1. - 2. apríl næstkomandi. Aðdragandi málsins er sá að ILGA Europe, samtök hinsegin félaga í Evrópu, bauð samtökunum að senda fulltrúa á fundi um eflingu sérstaks tengslanets sem ætlað er að samræma stefnu og aðgerðir gagnvart Evrópusambandinu. Hilmar féllst á þessa málaleitan, en ILGA Europe mun standa straum af ferðakostnaði. Hilmar gerir hér að aftan frekari grein fyrir málum og hinu víðara samhengi:  

|

Meira ...

Vegna fjölda fyrirspurna til Samtakanna ´78 undanfarið varðandi ættleiðingar og ættleiðingarmöguleika samkynja para og einhleypra einstaklinga settist framkvæmdastjóri S78 niður með Kristni Ingvarssyni framkvæmdastjóra Íslenskrar Ættleiðingar og forvitnaðist um stöðu mála.

|

Meira ...

Ný stjórn Samtakanna ´78 var kosin á aðalfundi þann 10. mars 2011.

Formaður:

Guðmundur Helgason

|

Meira ...

Minnum félagsmenn á aðalfund Samtakanna ´78 annað kvöld, fimmtudaginn 10. mars 2011 kl: 20 í Regnbogasal Samtakanna.

Hefðbundin aðalfundarstörf, nýir félagar velkomnir.

Rjúkandi súpa og brauð í boði frá kl: 18:30

 

|

Árni Grétar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Haukur Árni mun ljúka störfum mánudaginn 31. janúar og Árni Grétar taka við þriðjudaginn 1. febrúar. Árni Grétar mun vera í 50% starfi hjá Samtökunum ´78. Árni Grétar er leikstjóri að mennt og hefur verið framkvæmdastjóri fyrir nokkrar leiksýningar sem og leikstýrt nokkrum verkum.

|

Meira ...

Samtökin ´78 óskar félagsmönnum sínum og öllum landsmönnum heilla óska á nýju ári og megi árið 2011 koma með eitthvað gott til allra, megi 2011 veita gleði og frið til allra. Einnig viljum við minna á áramótaballið sem er í kvöld á Skólabrú og hefst klukkan 01:00. Miðar verða seldir við dyrnar en ekki í forsölu.

Kær áramótakveðja

framkvæmdastjóri 

|

Með lögum um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra (sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun) frá 2006 náðist fram mikil réttarbót fyrir samkynhneigða foreldra. Voru þar m.a. lögfestar reglur um foreldri barns tveggja kvenna sem getið er með tæknifrjóvgun. Þrátt fyrir skýrar reglur í þeim efnum hafa samkynhneigðir foreldrar hins vegar ekki getað aflað sér fæðingarvottorða frá Þjóðskrá sem endurspegla lögbundið foreldri barnsins. Þjóðskrá hefur nú bætt úr þessu og tekið í gagnið ný form fæðingarvottorða sem eru í samræmi við 2. mgr. 6. gr. barnalaga nr. 76/2003. Þá hefur stofnunin sett sér það markmið að einfalda alla ferla í þessum efnum t.d. þannig að samkynhneigðir foreldra þurfi ekki að afla sérstakra vottorða um tæknifrjóvgun.

|

Meira ...

Jólabingó Samtakanna er núna á fimmtudaginn og er það haldið í Vinabæ og hefst klukkan 20:00 húsið opnar 19:30 og er mikilvægt að mæta tímanlega.

Spilaðar eru 4 umferðir eða 20 leikir. Í hverri umferð er spilað 1-2-3-4-5 línur og er vinningur fyrir hverja línu. Endilega látið sjá ykkur.

Á Laugardaginn 4. desember er hið árlega bókmenntakvöld KMK sem hefst klukkan 20:00. Allar konur velkomnar.

|

Takið eftir breytt netfang formanns This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. allar umsóknir sendist þangað. Stjórn biðst velvirðingar á þessu.
|

Samtökin ´78 minna á að miðvikudaginn 1. des er alþjóðlegi alnæmisdagurinn og verða alnæmissamtökin með opið hús að hverfisgötu 69. Alnæmissamtökin ætla að vera með veglegt hnallþóruborð og bjóða einnig uppá kaffi milli klukkan 16:00 til 19:00. Nokkrir góðir listamenn ætla að leggja alnæmissamtökunum lið og kíkja í heimsókn.

Við viljum einnig minna á merki alnæmissamtakanna rauða borðann sem hægt er að kaupa hjá þeim á miðvikudaginn kemur.

Universal Access and Human Rights

www.hiv-island.is

|

Samtökin ´78 leita að öflugum framkvæmdastjóra í 50% starf til að koma að spennandi uppbyggingarstarfi, hagsmunabaráttu og stefnumótun.
 
Samtökin ´78 eru mannréttindasamtök hinsegin fólks. Samtökunum er ætlað að standa vörð um réttindi hisnegin fólks, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og vera til staðar fyrir hinsegin fólk í landinu.
|

Meira ...

Síða 9 af 85