Hinsegin kórinn er kór hinsegin fólks í Reykjavík og nágrenni. 

 

Tilgangur kórins er að vera fordómalaus vettvangur fyrir hinsegin fólk að hittast og njóta söngs saman. 

|

Meira ...

Í dag undirrituðu Samtökin '78 og Reykjavíkurborg samstarfssamning til þriggja ára. Tekur samningurinn gildi 1. janúar 2012. Skuldbinda Samtökin '78 sig til þjónustu við hinsegin fólk í Reykjavík ásamt fræðslu í skólum og til fagstétta borgarinnar og á móti greiðir Reykjavíkurborg Samtökunum 2.500.000.- krónur á ári samningstímann á enda. Er þetta mikið fagnaðarefni sem tryggir og eflir starfsemi S'78 komandi ár.

|

Samtökin ´78 veittu í dag viðtöku styrks úr Samfélagssjóði Landsbankans upp á 250.000.- krónur.

Var styrkurinn eyrnamerktur verkefninu "Stattu með!" fræðslu og forvarnarverkefni ætlað grunn og framhaldsskólanemum.

Samtökin ´78 þakka Landsbankanum kærlega fyrir stuðninginn. 

|

Birtist á vef Morgunblaðsins sunnudaginn 30. okt 2011

Danski baráttumaðurinn Axel Axgil lést í dag, 96 ára að aldri. Axgil skráði sig á spjöld sögunnar ásamt unnusta sínum Eigil þegar þeir urðu fyrstu samkynhneigðu karlmennirnir til að giftast hvor öðrum, árið 1989. Axel stofnaði jafnframt elstu starfandi LGBT baráttusamtök heims.

|

Meira ...

Kæri félagi, hvar verður ÞÚ á Menningarnótt? 

 

Samtökin '78 ætla að opna dyrnar fyrir gestum og gangandi og segja við gesti menningarnætur:  "Gakktu í bæinn" 

 

|

Meira ...

Samtökin '78 eru komin í samstarf við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Þetta þýðir að samtökin eru nú skráð sem góðgerðarfélag á síðu maraþonsins og er því hægt að heita á félagið og styrkja með því baráttuna. Hér má finna svæði Samtakanna '78 á heimasíðu maraþonsins, en eftirfarandi leiðbeiningar eru fengnar af heimasíðunni:

|

Meira ...

Það er skammt stórra högga á milli hjá Samtökunum '78 þessa dagana. 

Næstu helgi er Menningarnótt haldin hátíðleg í Reykjavík og ætlum við að hafa opið hús frá kl 14-22 í félagsmiðstöð samtakanna að Laugavegi 3.  Húsið er opið þeim sem vilja kynna sér þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í húsinu og nú er upplagt tækifæri að draga fjölskyldu og vini með sér í Regnbogasalinn og kynna þeim starfið. 

|

Meira ...

Svanfríður Anna Lárusdóttir hefur sagt sig úr stjórn Samtakanna '78 sökum anna, en henni fannst betra að fara alfarið úr stjórn heldur en að fá staðgengil inn tímabundið. Formaður ræddi við Sigurð Júlíus Guðmundsson úr trúnaðarráði og hefur hann samþykkt að taka sæti Svönu sem meðstjórnandi samkvæmt grein 4.5 í félagslögum samtakanna. Frá þessu var gengið formlega á fundi stjórnar nýlega. 

|

Þriðjudaginn 16.ágúst verður boðið uppá frían kynningartíma í Same Sex Salsa.  Ef að næg þáttaka næst verður svo boðið uppá samkynja salsa-námsskeið núna á haustmánuðum. 

Kynningartíminn verður á Barböru þriðjudaginn 16.ágúst klukkan 20:30-21:30 

Kennarar eru Jói og Jóhanna frá SalsaMafíunni 

|

Karla Dögg Karlsdóttir opnar myndlistasýningu í Regnbogasal Samtakanna 78, klukkan 18 sunnudaginn 7.ágúst.

Sýningin stendur út ágústmánuð.

|

Meira ...

Síðastliðinn föstudag var útvarpsþátturinn Samfélagið í nærmynd sendur út frá Samtökunum ´78, Laugavegi 3.
Margir góðir gestir komu í spjall um starfsemi félagsins, skyld félög og margt fleira.

Hægt er að hlusta á þáttinn hérna:

http://dagskra.ruv.is/ras1/4556086/2011/07/15/

 

|

Samtökin 78 hafa ásamt 14 öðrum félagasamtökum/stofnunum sent inn erindi til stjórnlagaráðs þar sem farið er fram á að orðið kynvitund verði hluti af Mannréttindakafla/jafnræðisreglu nýrrar stjórnarskrár.  Nokkuð er síðan kynhneigð var bætt inní jafnræðisregluna og teljum við með því að bæta inn orðinu kynvitund séum við að ná yfir alla hópa hinsegin fólks (sexual orientation & gender identity) samkvæmt skilgreiningu Alþjóða lögfræðinganefndarinnar og Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna.

|

Meira ...

Mánudaginn 27.júní var opið hús og hátíðarkaffi í félagsmiðstöð Samtakanna 78. Það var fullt af fólki sem kíkti við og fagnaði því að fyrir 15 árum gengu í gildi lög um staðfesta samvist, en þau voru afrakstur mikillar vinnu meðal annara Samtakanna 78.  Þessi lagasetning var upphafið að röð lagabreytinga sem náðu ákveðnum hápunkti í fyrra þegar ein hjúskaparlög fyrir alla gengu í gildi.  27.júní minnumst við líka Stonewall uppreisnarinnar sem varð í New York 1969 og kom skriði á réttindabaráttu okkar hinsegin fólks.   

|

Meira ...

Hinsegin dagar

Nú þegar sól er hvað hæst á lofti fara margir að leiða hugann að hátíðinni okkar allra; Hinsegin dögum
Samtökin ´78 eru enginn eftirbátur í þeim efnum og höfum við hugsað okkur að taka þátt af meiri krafti en áður hefur verið.
Margar og fjölbreyttar hugmyndir eru í farvatninu og leitum við til ykkar að móta þær með okkur og láta þær verða að veruleika. Við óskum eftir sjálfboðaliðum í hin ýmsu verkefni, hver og einn áhugasamur ætti að geta fundið eitthvað sem hentar áhugasviði og getu. Ekki hika við að setja þig í samband við framkvæmdastjóra í síma 552-7878 eða í gegnum tölvupóst; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hlökkum til að heyra frá öllum áhugasömum

|

Meira ...

Vegna yfirvofandi lagasetningar þingsins í Úganda sem brjóta gróflega á mannréttindum hinsegin fólks og aðstandendum hafa Samtökin ´78 sent frá sér eftirfarandi texta:

|

Meira ...

Mannréttindaverðlaun Samtakanna ´78

Á hverju sumri veita Samtökin ´78 mannréttindaverðlaun sín.  Mannréttindaverðlaun Samtakanna ’78 er viðleitni félagsins til að þakka fyrir framlag í þágu jafnréttis og mannréttinda og eru veitt einum einstakling fyrir starf sitt innan Samtakanna 78, einstakling utan Samtakanna 78 og stofnun, opinberum aðila eða fyrirtæki.

Samtökin ´78 óska nú eftir tilnefningum verlaunahafa frá félögum sínum. Allar tilnefningar sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

|

Meira ...

Íþróttafélagið Styrmir hefur verið tilnefnt vegna góðra verka til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokkinum „Til atlögu gegn fordómum“.  Umfjöllun um málið má lesa í Fréttablaðinu í dag á bls.  14.  Þrír einstaklingar eða félagasamtök koma til greina í hverjum flokki.  Síðar í dag kemur í ljós hver hlýtur verðlaunin.

 

|

Meira ...

Líflegar og eldheitar umræður spunnust á fundi um staðgöngumæðrun í Regnbogasal Samtakanna ´78 í gærkvöldi. Þær Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingiskona og Katrín Anna Guðmundsdóttir jafnréttishönnuður voru frummælendur á fundinum. Þökkum við þeim kærlega fyrir frábært erindi. Fundargestir voru rúmlega þrjátíu og tóku flest allir þátt í umræðunum á eftir.

|

Meira ...

Samtökin ´78 vilja minna alla félagsmenn sína á fyrsta umræðu og upplýsingafund í "Hinsegin heilbrigði og hamingja" fundaröðinni.

Málefni kvöldsins eru ættleiðingar hinsegin fólks og hinsegin fósturfjölskyldur, Fundurinn er öllum áhugasömum opinn, hefst kl: 20 í kvöld í Regnbogasal Samtakanna, Laugavegi 3.

 

|

Stjórn Samtakanna ’78 bað nýverið Hilmar Magnússon, fyrrum stjórnarmann, starfsmann hjá Utanríkisráðuneyti og nema í Alþjóðsamskiptum að sækja ILGA Europe fund í Brussel f.h. samtakanna dagana 1. - 2. apríl næstkomandi. Aðdragandi málsins er sá að ILGA Europe, samtök hinsegin félaga í Evrópu, bauð samtökunum að senda fulltrúa á fundi um eflingu sérstaks tengslanets sem ætlað er að samræma stefnu og aðgerðir gagnvart Evrópusambandinu. Hilmar féllst á þessa málaleitan, en ILGA Europe mun standa straum af ferðakostnaði. Hilmar gerir hér að aftan frekari grein fyrir málum og hinu víðara samhengi:  

|

Meira ...

Síða 9 af 86