Vegna fjölda fyrirspurna til Samtakanna ´78 undanfarið varðandi ættleiðingar og ættleiðingarmöguleika samkynja para og einhleypra einstaklinga settist framkvæmdastjóri S78 niður með Kristni Ingvarssyni framkvæmdastjóra Íslenskrar Ættleiðingar og forvitnaðist um stöðu mála.

|

Meira ...

Ný stjórn Samtakanna ´78 var kosin á aðalfundi þann 10. mars 2011.

Formaður:

Guðmundur Helgason

|

Meira ...

Minnum félagsmenn á aðalfund Samtakanna ´78 annað kvöld, fimmtudaginn 10. mars 2011 kl: 20 í Regnbogasal Samtakanna.

Hefðbundin aðalfundarstörf, nýir félagar velkomnir.

Rjúkandi súpa og brauð í boði frá kl: 18:30

 

|

Árni Grétar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Haukur Árni mun ljúka störfum mánudaginn 31. janúar og Árni Grétar taka við þriðjudaginn 1. febrúar. Árni Grétar mun vera í 50% starfi hjá Samtökunum ´78. Árni Grétar er leikstjóri að mennt og hefur verið framkvæmdastjóri fyrir nokkrar leiksýningar sem og leikstýrt nokkrum verkum.

|

Meira ...

Samtökin ´78 óskar félagsmönnum sínum og öllum landsmönnum heilla óska á nýju ári og megi árið 2011 koma með eitthvað gott til allra, megi 2011 veita gleði og frið til allra. Einnig viljum við minna á áramótaballið sem er í kvöld á Skólabrú og hefst klukkan 01:00. Miðar verða seldir við dyrnar en ekki í forsölu.

Kær áramótakveðja

framkvæmdastjóri 

|

Með lögum um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra (sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun) frá 2006 náðist fram mikil réttarbót fyrir samkynhneigða foreldra. Voru þar m.a. lögfestar reglur um foreldri barns tveggja kvenna sem getið er með tæknifrjóvgun. Þrátt fyrir skýrar reglur í þeim efnum hafa samkynhneigðir foreldrar hins vegar ekki getað aflað sér fæðingarvottorða frá Þjóðskrá sem endurspegla lögbundið foreldri barnsins. Þjóðskrá hefur nú bætt úr þessu og tekið í gagnið ný form fæðingarvottorða sem eru í samræmi við 2. mgr. 6. gr. barnalaga nr. 76/2003. Þá hefur stofnunin sett sér það markmið að einfalda alla ferla í þessum efnum t.d. þannig að samkynhneigðir foreldra þurfi ekki að afla sérstakra vottorða um tæknifrjóvgun.

|

Meira ...

Jólabingó Samtakanna er núna á fimmtudaginn og er það haldið í Vinabæ og hefst klukkan 20:00 húsið opnar 19:30 og er mikilvægt að mæta tímanlega.

Spilaðar eru 4 umferðir eða 20 leikir. Í hverri umferð er spilað 1-2-3-4-5 línur og er vinningur fyrir hverja línu. Endilega látið sjá ykkur.

Á Laugardaginn 4. desember er hið árlega bókmenntakvöld KMK sem hefst klukkan 20:00. Allar konur velkomnar.

|

Takið eftir breytt netfang formanns This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. allar umsóknir sendist þangað. Stjórn biðst velvirðingar á þessu.
|

Samtökin ´78 minna á að miðvikudaginn 1. des er alþjóðlegi alnæmisdagurinn og verða alnæmissamtökin með opið hús að hverfisgötu 69. Alnæmissamtökin ætla að vera með veglegt hnallþóruborð og bjóða einnig uppá kaffi milli klukkan 16:00 til 19:00. Nokkrir góðir listamenn ætla að leggja alnæmissamtökunum lið og kíkja í heimsókn.

Við viljum einnig minna á merki alnæmissamtakanna rauða borðann sem hægt er að kaupa hjá þeim á miðvikudaginn kemur.

Universal Access and Human Rights

www.hiv-island.is

|

Samtökin ´78 leita að öflugum framkvæmdastjóra í 50% starf til að koma að spennandi uppbyggingarstarfi, hagsmunabaráttu og stefnumótun.
 
Samtökin ´78 eru mannréttindasamtök hinsegin fólks. Samtökunum er ætlað að standa vörð um réttindi hisnegin fólks, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og vera til staðar fyrir hinsegin fólk í landinu.
|

Meira ...

Opinn félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 16. nóvember og eru allir félagsmenn velkomnir. Á þessum fundi er stjórn skyllt að leggja fram drög að fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

Sýnum félaginu okkar áhuga og mætu. Fundurinn hefst klukkan 20:00og er haldinn í Regnbogasal Samtakanna ´78

|

Í tilefni af minningardegi Trans-fólks sem haldinn verður á Laugardaginn 20. nóvember í sal Samtakanna ´78 ætla Samtökin að sína myndina Öskrandi Drottningar (Screaming Queens) mánudaginn 15. nóvember klukkan 20:00.

Þessi heimildarmynd sem vann til Emmy verðlaunanna 2005, segir lítt þekkta sögu af fyrsta þekkta atburði sameiginlegrar og ofbeldisfullrar andspyrnu hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Sögu af uppreisn árið 1966 í Tenderloin hverfinu sem var niðurnítt hverfi í San Francisco. Þetta var þremur árum fyrir hina frægu uppreisn á Stonewall kránni.

Í myndinni kynnast áhorfendur götudrottningum, löggum og aktívistum, baráttufólki fyrir borgararéttindum sem minnast uppreisnarinnar og draga upp líflega mynd af hinni villtu transgender senu sjöunda áratugarins í San Francisco. Heimildarmyndin samþættir sögu uppreisnarinnar við víðara samhengi lífsins í Ameríku, og tengir atburðinn við endurnýjun þéttbýlis, andófi gegn stríði, borgararéttindum og frelsi í kynferðismálum. Þessi óþekkta saga er vakin til lífs á dramatískan hátt, með heillandi myndefni og tónlist frá þessum tíma.

 

|

Meira ...

Á mánudaginn næsta klukkan 20:00 verður opinn trúnaðarráðsfundur í Regnbogasalnum. Rætt verður um stjórnlagaþing, dagskrá vetrarins, vinnuhópa og önnur mál. Áætlað er að fundurinn taki 90 mínútur.

 

Allir velkomnir 

|

 

Ráðið hefur verið í stöðu ungmennafulltrúa Samtakanna ´78. Ráðin var Katrín Dögg Valsdóttir. Hún mun sjá um Ungliðahreyfinguna og jafningjafræðsluna. Hún hefur fasta viðveru hér á skrifstofunni á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 13:00 - 17:00.

Hægt er að senda Katrínu tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við bjóðum Katrínu velkomna til starfa. 

New layer...
|

Á morgun fimmtudag verður kyningarkvöld á hinsegin félagasamtökum í Regnbogasal samtakanna ´78. Kynt verða Ungliðahreyfing Samtakanna ´78, sagt verður frá síðustu dögum FAS, MSC kemur og kynnir sýna dagskrá og einnig verður Trans Ísland Kynnt. 

Komum og fræðumst um hinsegin félögin á morgun fimmtudag. Húsið opnar klukkan 20:00 en dagskrá hefst 20:30.

Einnig verður hægt að nálgast haustdagskrá Regnbogasalar 

|

Spilakvöld verður hjá Q- félaginu núna á föstudaginn. Kvöldið byrjar klukkan 21:00. 

Stefnt verður að Kózý stemningu og rólegheitum með kertaljósum og ljúfum tónum.

Allir að koma og spila.

Skemmtum okkur ódýrt og spilum. 

|

Þriðjudag 26. október kl. 9.15-16.15 & miðvikudag 27. október kl. 9.15-16.45

í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.

UM RÁÐSTEFNUNA

Með ráðstefnunni er bundinn endahnútur á rannsóknarverkefni á vegum lagadeildar Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að kanna þá vernd sem íslensk löggjöf veitir tilteknum hópum fólks sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun af ýmsu tagi. Til samanburðar er litið til reglna Evrópusambandsins um jafnrétti og bann við mismunun, sérstaklega kynþáttajafnréttistilskipunar nr. 2000/43/EB og rammatilskipunar um jafnrétti á vinnumarkaði nr. 2000/78/EB. Íslensku rannsakendurnir munu kynna niðurstöður rannsóknarinnar ásamt erlendum sérfræðingum á sviði jafnréttislöggjafar Evrópusambandsins sem munu varpa ljósi á þau helstu álitaefnisem uppi eru á því sviði. Markmiðið er að dragaupp heildarmynd af vernd gegn mismunun í íslenskum rétti og stöðu jafnréttislöggjafar innan Evrópusambandsins.

|

Meira ...

Síða 10 af 86