Opinn félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 16. nóvember og eru allir félagsmenn velkomnir. Á þessum fundi er stjórn skyllt að leggja fram drög að fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

Sýnum félaginu okkar áhuga og mætu. Fundurinn hefst klukkan 20:00og er haldinn í Regnbogasal Samtakanna ´78

|

Í tilefni af minningardegi Trans-fólks sem haldinn verður á Laugardaginn 20. nóvember í sal Samtakanna ´78 ætla Samtökin að sína myndina Öskrandi Drottningar (Screaming Queens) mánudaginn 15. nóvember klukkan 20:00.

Þessi heimildarmynd sem vann til Emmy verðlaunanna 2005, segir lítt þekkta sögu af fyrsta þekkta atburði sameiginlegrar og ofbeldisfullrar andspyrnu hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Sögu af uppreisn árið 1966 í Tenderloin hverfinu sem var niðurnítt hverfi í San Francisco. Þetta var þremur árum fyrir hina frægu uppreisn á Stonewall kránni.

Í myndinni kynnast áhorfendur götudrottningum, löggum og aktívistum, baráttufólki fyrir borgararéttindum sem minnast uppreisnarinnar og draga upp líflega mynd af hinni villtu transgender senu sjöunda áratugarins í San Francisco. Heimildarmyndin samþættir sögu uppreisnarinnar við víðara samhengi lífsins í Ameríku, og tengir atburðinn við endurnýjun þéttbýlis, andófi gegn stríði, borgararéttindum og frelsi í kynferðismálum. Þessi óþekkta saga er vakin til lífs á dramatískan hátt, með heillandi myndefni og tónlist frá þessum tíma.

 

|

Meira ...

Á mánudaginn næsta klukkan 20:00 verður opinn trúnaðarráðsfundur í Regnbogasalnum. Rætt verður um stjórnlagaþing, dagskrá vetrarins, vinnuhópa og önnur mál. Áætlað er að fundurinn taki 90 mínútur.

 

Allir velkomnir 

|

 

Ráðið hefur verið í stöðu ungmennafulltrúa Samtakanna ´78. Ráðin var Katrín Dögg Valsdóttir. Hún mun sjá um Ungliðahreyfinguna og jafningjafræðsluna. Hún hefur fasta viðveru hér á skrifstofunni á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 13:00 - 17:00.

Hægt er að senda Katrínu tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við bjóðum Katrínu velkomna til starfa. 

New layer...
|

Á morgun fimmtudag verður kyningarkvöld á hinsegin félagasamtökum í Regnbogasal samtakanna ´78. Kynt verða Ungliðahreyfing Samtakanna ´78, sagt verður frá síðustu dögum FAS, MSC kemur og kynnir sýna dagskrá og einnig verður Trans Ísland Kynnt. 

Komum og fræðumst um hinsegin félögin á morgun fimmtudag. Húsið opnar klukkan 20:00 en dagskrá hefst 20:30.

Einnig verður hægt að nálgast haustdagskrá Regnbogasalar 

|

Spilakvöld verður hjá Q- félaginu núna á föstudaginn. Kvöldið byrjar klukkan 21:00. 

Stefnt verður að Kózý stemningu og rólegheitum með kertaljósum og ljúfum tónum.

Allir að koma og spila.

Skemmtum okkur ódýrt og spilum. 

|

Þriðjudag 26. október kl. 9.15-16.15 & miðvikudag 27. október kl. 9.15-16.45

í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.

UM RÁÐSTEFNUNA

Með ráðstefnunni er bundinn endahnútur á rannsóknarverkefni á vegum lagadeildar Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að kanna þá vernd sem íslensk löggjöf veitir tilteknum hópum fólks sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun af ýmsu tagi. Til samanburðar er litið til reglna Evrópusambandsins um jafnrétti og bann við mismunun, sérstaklega kynþáttajafnréttistilskipunar nr. 2000/43/EB og rammatilskipunar um jafnrétti á vinnumarkaði nr. 2000/78/EB. Íslensku rannsakendurnir munu kynna niðurstöður rannsóknarinnar ásamt erlendum sérfræðingum á sviði jafnréttislöggjafar Evrópusambandsins sem munu varpa ljósi á þau helstu álitaefnisem uppi eru á því sviði. Markmiðið er að dragaupp heildarmynd af vernd gegn mismunun í íslenskum rétti og stöðu jafnréttislöggjafar innan Evrópusambandsins.

|

Meira ...

Á þriðjudaginn kemur 26. október verður fundur í Regnbogasal samtakanna um stjórnlagaþing. Skipulagning er í höndum Atla þórs Fanndal. Það munu koma góðir gestir til að útskýra stjórnlagaþing og segja okkur hvers vegna við hinsegin fólk þurfum að vera vakandi og passa uppá að ekki verði yfir okkur valtað. Hinsegin fólk á Íslandi er komið langt í réttindabaráttunni þó að henni sé ekki lokið.

við meigum engan veginn sofna á verðinum því að framtíðin hefur ekki lofað okkur þessum réttindum og við getum alltaf átt á hættu að missa þau réttindi sem höfum fengið, einsog hefur gerst í hinum vestræna heima (gifting samkynhneigðra í USA). Við verðum að kjósa rétt þegar kosið er til stjórnlagaþings og við verðum að standa vörð.

Komum á þriðjudaginn klukkan 20:00 og fræðumst um hætturnar og hvað það er sem við getum gert.

Boðið verður uppá rjúkandi heita súpu sem er alltaf gott á köldum vetrarkvöldum. 

|

Trúnaðarráðsfundur verður haldinn í Regnbogasalnum mánudaginn 1. nóvember klukkan 20:00

Þar verður rætt um hvað samtökin eigi að gera varðandi Stjórnlagaþing, dagskrá vetrarins kynnt,fólki boðið að skrá sig í nefndir og í vaktir á barnum, rætt verður um ungliðahreyfinguna og norðurlandahópinn.

Endilega látið vita hvort þið ætlið að mæta eða ekki á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

|

Alltaf er að bætast í þjónustu við hinsegin fólk. Í kvöld opnar kaffihúsið Trúnó sem er hinsegin kaffihús en er að sjálfsögðu opið öllum. Í kvöld miðvikudag er opnunarkvöld  og hefst gleðin klukkan 21:00. Kaffihúsið er að Laugarvegi 22 neðrihæð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum kaffihússins.

Trúnó opnar stolt í sögufrægu húsi sem margir í okkar hópi bera sterkar taugar til. Þar hafa þeir sem hinsegin eru stigið ófáa dansa allt frá árinu 1980 þegar skilti hékk utan á húsinu og á því stóð GAY BAR. Sögurnar eru margar sem til eyrna okkar hafa náð, sögur um þá sem fundu ástina á dansgólfinu og einnig um þá sem urðu fyrir barsmíðum vegna kynhneigðar sinnar.

|

Meira ...

Föstudagur 22. október
Fjórða Q-kvöld vetrarins: Er tvíkynhneigð Tískufyrirbæri og karlmennska testósterón?  
Það er Q - Félagi hinsegin stúdenta mikill heiður að fá Ingólf V. Sigurðson, dósent við félagsfræði, til að endurflytja erindi sitt: Er tvíkynhneigð Tískufyrirbæri og karlmennska testósterón?. Erindið var hluti af opnunarviðburði Jafnréttisdaga Háskóla Íslands 2010: Tár bros og testósterón, sem Q átti hlut í að skipuleggja ásamt nefnd um Jafnréttisdaga. 
|

Meira ...

Staða Ungmennafulltrúa hjá Samtökunum ´78 er laus til umsóknar. Um er að ræða starf með ungliðahreyfingu Samtakanna ´78, utanumhald um jafningjafræðsluna og aðra þætti sem snúa að hinsegin ungmennum. Ungmennafulltrúi skal vera 20 ára eða eldri og félagi í Samtökunum ´78. Ungmennafulltrúi heyrir undir framkvæmdar- og fræðslustjóra samtakanna. Ráðið er frá 1. nóvember 2010 til 31. Maí 2011. Um er að ræða 30% stöðugildi. Ungmennafulltrúinn vinnur á skrifstofu samtakanna 2 í viku og er síðan á fundum ungliðahreyfingarinnar á sunnudagskvöldum, hann sér um fjármál þeirra í samráði við framkvæmdar- og fræðslustjóra og stjórn ungliðahreyfingarinnar.

Stjórn Samtakanna ´78 mun ráða í stöðuna og fara yfir allar umsóknir og stjórnin mun sækjast eftir hreinu sakavottorði.

Umsóknir skal senda inn ásamt ferilskrá á Samtökin ´78 laugarvegi 3 pósthólf 1262 fyrir 22. október 2010 (póststimpill gildir) eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  með ,,Ungmennafulltrúi" í fyrirsögn. 

|

Á fimmtudaginn mun Queer Showcase bjóða uppá frábæra tónlistarskemmtun á skemmtistaðnum Barbara. Húsið opnar klukkan 20:00 og hefst dagskrá klukkan 21:00. Fram koma Miss Daisy, Aðalbjörg, Adda og Now 94.

Aðgangur er ókeypis.

Tilvalið er að byrja á opnunarkvöldi Ragnbogasalar og skunda svo upp á Barböru og njóta góðrar tónlistar. 

|

Núna sjáum við loksins fyrir endan á framkvæmdum í Regnbogasal Samtakanna ´78. Fimmtudaginn 14. október mun salurinn opna á ný með nýtt útlit. Boðið verður uppá léttar veitingar en að sjálfsögðu verður barinn opinn og fólk getur prófað að kaupa sér drykki á nýja barnum. Salurinn verður opnaður klukkan 20:00 þetta kvöld.

Endielga láta sjá sig, sjá nýtt útlit og alla hina sem mæta. 

|

Ritstjórn Hýraugans

 

Hýraugað er hinsegin fréttabréf - Tryggðu þér eintak

 

Flashútgáfa
PDF

Hýraugað á facebook

Hýraugað er hinsegin fréttabréf sem lætur sig varða um allt hinsegin.Hugmyndin að fréttabréfinu komst á flug eftir opinn trúnaðarráðsfund Samtakanna í vor þegar nokkrir verðandi blaðamenn gáfu sig fram við stjórn og lýstu áhuga á að koma að útgáfu reglulegs fréttabréfs. Ritstjóri er Guðmundur Helgason, í ritstjórn eru Atli Þór Fanndal, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Hafsteinn Sverrisson og Sigurður Júlíusson. Eva Ágústa er ljósmyndari blaðsins. Fyrst um sinn stefnum við á að fréttabréfið komi út 3–4 sinnum á ári á rafrænu formi og verði sent til allra á póstlista S’78. Nokkur eintök verða prentuð og látin liggja frammi á bókasafni og í Regnbogasal.

|

Meira ...

Góðan daginn allir áhugasamir sundmenn og -konur! 
 
Nú er stefnan sett á þriðja starfsárið og er mikill hugur í okkur fyrir veturinn því við viljum alltaf bæta við okkur nýju sundfólki - hvort sem vönu sundfólki eða byrjendum - ALLIR ERU VELKOMNIR!
Þess vegna blásum við til nýliða- og skipulagsfundar sunddeildar Styrmis MIÐVIKUDAGINN 29. SEPTEMBER KL. 19:00 á TRÚNÓ Laugavegi 22. Staðurinn er enn ekki opinn, en staðahaldarar ætla að hleypa okkur inn til að halda fundinn. Þar munu Styrmiskonur og -menn taka vel á móti öllum nýjum andlitum því alltaf viljum við bæta gleðinnar fólki við hópinn okkar!
|

Meira ...

Miðar á MR. Gay Europe lokaúrslit eru komnir í sölu.

Kvöld sem þú munt muna eftir, þessa daga verður Geneva extra hinsegin.

Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðunni www.mrgayeurope.com og Enska textann er hægt að lesa hér fyrir neðan.
 

THE TICKETS FOR MR. GAY EUROPE 2010 GRAND FINALE ARE NOW FOR SALE!

A night to remember! The Grand Finale of Mr. Gay Europe 2010 in Geneva is going to be just that – something extraordinary.

At the luxurious, elegant and stylish Grand Hotel Kempinski Geneva we welcome you all to take part in the 6th consecutive Mr. Gay Europe final.

We invite you to spend a very special night with the Delegates and producers from all over Europe, in one of the fabulous ballrooms at our official host hotel. The finale is open to everyone, but you need to buy a ticket in order to get a seat. *)
|

Meira ...

Lærðu að ná góðum tökum á skriðsundinu þínu!

Boðið verður uppá 8 kennslustunda námskeið í skriðsundi. Kennarar eru gullverðlaunahafarnir Hafdís Erla, Bjarni Snæbjörns, Jón Örvar og Jón Þór.

Kennt verður í 2 lotum og lögð áhersla á að nemendur noti tímann á milli lotanna til að æfa sig "heima". Kennslustundir fara fram á mánudögum & fimmtudögum kl. 20:00. Kennt verður í Laugardalslaug.

Kennsludagar eru sem hér segir

|

Meira ...

Hörður Torfa og vinir
 
Borgarleikhúsinu 9. september klukkan. 20.30
 
Miðasala hafin á Midi.is og í Borgarleikhúsinu sími 568 8000
 
Fyrsta platan á fertugsafmæli í ár og af því tilefni verður hún flutt í heild sinni á tónleikunum með hjálp góðra vina.
 
Kristjana Stefánsdóttir, söngkona, Róbert Þórhallsson, bassaleikari, Hjörtur Howser, hljómborðsleikari og Matthias Stefánsson gítar og fiðluleikari.
 
hordurtorfa.com

|
Síða 10 af 85