Samtökin ´78 telja það mikilvægan áfanga að gefnar hafi verið út ákærur á hendur átta einstaklingum fyrir meinta haturorðræðu í garð hinsegin fólks. Upphaf málanna má rekja til vorsins 2015 en Samtökin ‘78 kærðu þá 10 manns fyrir meiðandi og hatursfulla orðræðu í garð hinsegin fólks. Tvö málanna eru utan höfuðborgarsvæðisins og er niðurstöðu í þeim málum enn beðið. 

Um leið og Samtökin ‘78 styðja málfrelsi, enda er það hornsteinn réttindabaráttu minnihlutahópa, lýsa þau einnig yfir stuðningi við takmarkanir á því að fólk geti opinberlega ráðist að minnihlutahópum með meiðandi eða jafnvel ógnandi orðræðu. Slíkar árásir grafa undan jafnrétti, virðingu og mannréttindum og geta, eins og dæmin sanna, ýtt undir ofbeldi. 
Það markar tímamót í mannréttindabaráttu hérlendis að ákært sé á grundvelli 233. gr. a í almennum hengningarlögum sem mælir fyrir um refsinæmi þess að viðhafa eða dreifa meiðandi eða ógnandi orðræðu í garð minnihlutahópa eða einstaklingum sem tilheyra minnihlutahópi á opinberum vettvangi.
Við teljum það jákvæða þróun fyrir mannréttindaumræðu hérlendis að þessi mál séu komin svo langt sem raun ber vitni.

|

Í kjölfar þess að Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra sagði starfi sínu lausu var auglýst eftir umsóknum um stöðu hennar í októberlok. Alls bárust fjórtán umsóknir frá fjölbreyttum hópi fólks og þökkum við umsækjendum kærlega fyrir góðar umsóknir og sýndan áhuga.

|

Meira ...

Boðað er til félagsfundar þann 17. nóvember frá 18-20 að Suðurgötu 3. 

Allir skráðir og borgandi félagar velkomnir. Á félagsfundinum verður skipuð kjörnefnd og fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 kynnt. 

Heitt á könnunni og gott aðgengi. 

Hlökkum til að sjá sem flest. 

|

Tæpir tveir mánuðir eru nú liðnir af starfstímabili núverandi stjórnar og trúnaðarráðs. Á þeim tíma hefur félagsstarfið farið af stað með miklum krafti. Meðfylgjandi er stutt yfirlit yfir starfsemi félagsins síðan 12. september síðastliðinn.

|

Meira ...

Samtökin ‘78 syrgja í dag. Góðum vini okkar og sjálfboðaliða hefur verið gert að yfirgefa landið og snúa í óviðunandi aðstæður á Ítalíu.
Amír sótti um hæli á Íslandi sumarið 2015 en hann er samkynhneigður maður frá Íran. Ekki þarf að fjölyrða um aðstæður samkynhneigðra í Íran en þar er líf okkar samfélagshóps í stöðugri hættu. Amír fer þaðan til Ítalíu þar sem hann verður fyrir alvarlegu ofbeldi, sefur á götunni, sætir ofsóknum vegna kynhneigðar sinnar, er fullkomlega peningalaus og að auki matarlaus dögum saman.
Nú hafa íslensk yfirvöld ákveðið að senda hann á ný til Ítalíu þó hann hafi þar ekki gilt dvalarleyfi. Alls óvíst er hvaða veruleiki bíður hans þar eða hvort hann muni hljóta vernd þar í landi. Ekkert bendir til þess að aðrar aðstæður bíði hans en síðast þegar hann var á Ítalíu. Í greinargerð lögfræðings Amírs kemur fram að ljóst sé að Ítalía geti ekki tryggt mannsæmandi aðstæður fyrir hann. Bæði sé aðstaða flóttafólks óviðunandi en að auki séu fordómar og ofbeldi í garð hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna landlægt. Þar að auki búi Amír við slæma andlega heilsu og muni ekki hljóta þá þjónustu sem hann þarfnast þess vegna á Ítalíu.
Stjórnvöld á Ítalíu geta aukinheldur ekki tryggt að hann hljóti dvalarleyfi þar. Amír gæti því beðið brottvísun til Írans þaðan, en í heimalandi hans liggur dauðarefsing við samkynhneigð.
Innranríkisráðuneytið hefur úrskurðað að einstaklingar í viðkvæmri stöðu skulu ekki sendir til Ítalíu. Ljóst má vera að Amír er í viðkvæmri stöðu en hann er bæði samkynhneigður og býr við slæma andlega heilsu sem meðal annars er afleiðing af ofbeldi sem hann hefur orðið fyrir. Það er mat Útlendingastofnunar að þrátt fyrir þetta teljist hann ekki vera í viðkvæmri stöðu.
Samtökin ‘78 mótmæla þessu mati harðlega. Það er þyngra en tárum taki að skilningur á aðstæðum hinsegin flóttafólks sé ekki meiri en raun ber vitni hjá yfirvöldum hérlendis. Samkvæmt verklagsreglum Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin flóttafólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fara eftir, ber að fræða starfsfólk Útlendingastofnunar sérstaklega um hinsegin málefni. Á fundi okkar með stofnuninni fyrr á árinu kom fram að engin slík þjálfun er fyrir hendi. Nú er ljóst að Amír og aðrir hinsegin hælsleitendur gjalda fyrir það. Örlög Amírs eftir brottvísun hans héðan eru á ábyrgð íslenskra ráðamanna.
Við fordæmum þessi forkastanlegu vinnubrögð. Þeim verður að linna strax.

 

|

Stjórn þakkar kærlega öllum þeim félögum sem lögðu leið sína á félagsfund fyrr í kvöld og ræddu þar eftirfarandi áætlun. Hún er hugsuð sem beinagrind fyrir störf stjórnarinnar á komandi mánuðum. 

|

Meira ...

Ugla Stefanía sem ráðin var fræðslustýra síðastliðið sumar hefur sagt upp störfum vegna breyttra persónulegra aðstæðna. Um leið og við þökkum Uglu kærlega fyrir störf hennar í þágu félagsins viljum við bjóða Sólveigu Rós velkomna. Sólveig Rós mun taka við af Uglu þann 1. október næstkomandi en ráðning hennar fór fram í samvinnu við þá mannauðsráðgjafa sem stýrðu ráðningaferlinu síðastliði sumar.
Sólveig Rós leggur stund á kynjafræði við Háskóla Íslands en fyrir hefur hún M.A. í stjórnmálafræði. Hún hefur verið virkur jafningjafræðari síðan 2013, einn umsjónaraðila Ungliðahreyfingar Samtakanna, situr í trúnaðarráði og er áheyrnarfulltrúi þess í stjórn. Í fyrra vann hún hjá ILGA-Europe meðal annars við að skipuleggja ársþing hinsegin félaga í Evrópu. 

|

Í samvinnu við Iceland Airwaves höfum við verið þess heiðurs aðnjótandi að fá listaverk á gaflinn á húsinu okkar. Það er eftir listakonuna Löru Zombie og sýnir glæsilega mynd af einhyrningi og regnboga, tvö klassísk tákn hinsegin menningar. Auk þess hafa sjálfboðaliðar okkar nú málað gluggakarmana að utan svo húsið sé tilbúið undir íslenskan vetur. 

|

Kæru félagar,

Fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar vil ég þakka öllum sem lögðu leið sína á sögulegan aðalfund í Þjóðleikhúskjallaranum á sunnudaginn fyrir viku. Er það eindregin ósk okkar að halda áfram samtali við þann stóra og fjölbreytta hóp sem tók þátt í þessum fundi.

|

Meira ...

Kæru félagar,
 
Fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar vil ég þakka öllum sem lögðu leið sína á sögulegan aðalfund í Þjóðleikhúskjallaranum á sunnudaginn var. Er það eindregin ósk okkar að halda áfram samtali við þann stóra og fjölbreytta hóp sem tók þátt í þessum fundi.
 
|

Meira ...

Félagsfólk hefur nú kosið forystu Samtakanna '78 í lýðræðislegum kosningum. 
Kjörnefnd þakkar öllum frambjóðendum auðsýndan áhuga til starfa fyrir félagið okkar allra. Þá sendir kjörnefnd nýrri stjórn og trúnaðarráði góðar kveðjur og óskir um velfarnað í störfum sínum.

|

Meira ...

Í grein í Kvennablaðinu þann 31. ágúst 2016 lætur Kristín Sævarsdóttir, frambjóðandi til formanns Samtakanna ‘78, eftirfarandi orð falla um stjórnendur félagsins:

|

Meira ...

Reykjavík, 30. ágúst 2016
Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 11. september 2016 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 28. júlí 2016. Framboðsfrestur rann út þann 28. ágúst og skulu framboð kynnt félagsfólki hið minnsta 10 dögum fyrir aðalfund, samkv. verklagsreglum kjörnefndar vegna framkvæmdar komandi kosninga.

|

Meira ...

Reykjavík, 30. ágúst 2016
Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 11. september 2016 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 28. júlí 2016. Framboðsfrestur rann út þann 28. ágúst og skulu framboð kynnt félagsfólki hið minnsta 10 dögum fyrir aðalfund, samkv. verklagsreglum kjörnefndar vegna framkvæmdar komandi kosninga.

|

Meira ...

Aðalfundur Samtakanna ´78 verður haldinn í Þjóðleikhúshúskjallaranum þann 11. september kl. 12. Húsið opnar kl. 11.
Dagskrá er sem hér segir. 

1. Skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Lögmæti aðalfundar staðfest
3. Skýrsla stjórnar, trúnaðarráðs, nefnda og starfshópa
4. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar
5. Fjárhagsáætlun ársins lögð fram
6. Laga- og stefnuskrárbreytingar
7. Kjör formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og alþjóðafulltrúa.
8. Kjör tveggja meðstjórnenda
9. Kjör tíu félaga í trúnaðarráð
10. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
11. Önnur mál, þ. á m. atkvæðagreiðsla um hagsmunaaðild félaganna HIN - Hinsegin Norðurlands og BDSM á Íslandi. 

Fundarboð hefur verið sent í pósti á skráða félaga sem borgað hafa ársgjöld fyrir árið 2016. 

 

|

Lára V. Júlíusdóttir hrl. hefur yfirfarið umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að ósk stjórnar og Velunnara Samtakanna '78 og komist að þeirri niðurstöðu að stjórn sé skylt skv. lögum félagsins að leggja umsóknina fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu. HIN - Hinsegin Norðurland uppfyllir öll sömu skilyrði og BDSM á Íslandi fyrir atkvæðagreiðslu um aðild, og verða því báðar umsóknir bornar undir atkvæði á aðalfundi þann 11. september nk. Álit Láru má lesa í heild sinni hér

|

Við erum glöð að segja frá því að í vikunni hófst fræðsla okkar fyrir alla kennara í Hafnarfjarðarbæ. Hún fer fram samkvæmt samningi okkar við bæinn sem vakti nokkra athygli á síðasta ári. Kennararnir munu fá 3x2 tíma vinnustofu og nú í vikunni voru haldnar fjórar slíkar vinnustofur. Það er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fræðslustýra Samtakanna ´78 sem sér um fræðsluna fyrir okkar hönd. Að lokinni hverri vinnustofu eru kennararnir beðnir um að meta nafnlaust hversu gagnleg þeim þótti fræðslan. Skemmst er frá því að segja að mikil ánægja er meðal kennara og yfirgnæfandi meirihluti þeirra telur fræðsluna mjög gagnlega eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

|

Meira ...

Samtökunum '78 hafa borist tvær umsóknir um hagsmunaaðild að félaginu í aðdraganda aðalfundar 11. september 2016.

|

Meira ...

Síða 2 af 85