Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir hefur tekið sæti í stjórn Samtakanna '78 að tilnefningu trúnaðarráðs.

|

Meira ...

Nú styttist í þjóðfund hinsegin fólks þar sem fólki gefst færi á að móta stefnu Samtakanna '78 til framtíðar! Öll áhugasöm eru hvött til að mæta í Ráðhúsið laugardaginn 11. febrúar milli 13 og 17 og koma hugmyndum sínum á framfæri. Hægt er að setjast á 10 mismunandi borð eftir málaflokkum. Þrátt fyrir það byrjar fundurinn á því að allir þátttakendur byrja á að skrifa niður hugmyndir fyrir alla málaflokkana og þær tillögur eru svo sendar á  viðeigandi borð til úrvinnslu. Undir hverjum málaflokki eru dæmi um umræðuefni en ekki tæmandi listi.

|

Meira ...

 „Þegar síðasti þjóðfundur var haldinn vorum við í 10. sæti og rétt á eftir Danmörku þegar kemur að réttindum hinsegin fólks samkvæmt Regnbogakorti ILGA-Europe. Nú höfum við dregist langt aftur úr hinum Norðurlöndunum og erum á svipuðum stað og Grikkland í 14. sæti," segir Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastýra Samtakanna '78.

|

Meira ...

Samtökin ’78, félag hinsegin fólks á Íslandi og Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, skora á íslensk stjórnvöld að standa við skuldbindingu sína um að taka tillit til sérstakrar stöðu hinsegin flóttafólks og hælisleitenda, sem búa við fjölþætta mismunun vegna kynhneigðar, kynvitundar eða kyneinkenna.
|

Meira ...

Unnsteinn Jóhannsson, sem gegnt hefur embætti varaformanns Samtakanna '78 síðan á aðalfundi 11. september síðastliðinn, hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í félaginu. Unnsteinn hefur verið ráðinn til starfa sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Stjórn og starfsfólk Samtakanna '78 þakka Unnsteini hjartanlega fyrir ómetanlegt framlag sitt til félagsins í sjálfboða- og trúnaðarstörfum undanfarin ár og óska honum alls velfarnaðar í nýju starfi.

|

Aðalfundur Samtakanna '78 árið 2017 verður haldinn laugardaginn 18. mars næstkomandi í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3. 

|

Meira ...

Hvað á hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og feitt fólk sameiginlegt? Hvernig geta þessir hópar unnið saman og lært hvor af öðrum?

Þessum spurningum og fleirum verður velt upp á ráðstefnunni Truflandi tilvist þann 3. og 4. mars næstkomandi.

Aðalfyrirlesari er Lydia XZ Brown, Autistic Hoya. Hán er bandarískur aktívisti og laganemi af asískum uppruna, einhverft, fatlað, eikynhneigt og kynsegin. Hán hefur verið virkt í mannréttindabaráttu vestanhafs um árabil og hvetjum við sem flest áhugafólk um mannréttindi til að láta fyrirlestur háns ekki fram hjá sér fara. Þrátt fyrir ungan aldur er Lydia eftirsóttur fyrirlesari og þekkt fyrir afdráttarlausa og ferska sýn á mannréttindabaráttu jaðarsettra hópa.

Smelltu hér til að skrá þig á ráðstefnuna.

 

|

Meira ...

Það er gleðiefni að segja frá því að Samtökin ’78 hafa gerst aðilar að Öldrunarráði Íslands. Öldrunarráðið eru regnhlífarsamtök þeirra sem starfa að hagsmunum aldraðra hér á landi. Með þessu skrefi vilja Samtökin ’78 auka möguleika sína til að vinna á faglegan hátt að málefnum eldra hinsegin fólks í samvinnu við önnur félög. Mikil þörf er á að vinna að bættum hag eldra hinsegin fólks sem margt hvert er félagslega einangrað. Þá er það einnig þekkt að eftir því sem þjónustuþörf vegna heilsfars eykst með hækkandi aldri er aukin hætta á að fólk feli kynhneigð sína af ótta við neikvæð viðbrögð. Samtökin ’78 hlakka til að takast á við þetta verkefni. 

|

Samtökin ´78 telja það mikilvægan áfanga að gefnar hafi verið út ákærur á hendur átta einstaklingum fyrir meinta haturorðræðu í garð hinsegin fólks. Upphaf málanna má rekja til vorsins 2015 en Samtökin ‘78 kærðu þá 10 manns fyrir meiðandi og hatursfulla orðræðu í garð hinsegin fólks. Tvö málanna eru utan höfuðborgarsvæðisins og er niðurstöðu í þeim málum enn beðið. 

Um leið og Samtökin ‘78 styðja málfrelsi, enda er það hornsteinn réttindabaráttu minnihlutahópa, lýsa þau einnig yfir stuðningi við takmarkanir á því að fólk geti opinberlega ráðist að minnihlutahópum með meiðandi eða jafnvel ógnandi orðræðu. Slíkar árásir grafa undan jafnrétti, virðingu og mannréttindum og geta, eins og dæmin sanna, ýtt undir ofbeldi. 
Það markar tímamót í mannréttindabaráttu hérlendis að ákært sé á grundvelli 233. gr. a í almennum hengningarlögum sem mælir fyrir um refsinæmi þess að viðhafa eða dreifa meiðandi eða ógnandi orðræðu í garð minnihlutahópa eða einstaklingum sem tilheyra minnihlutahópi á opinberum vettvangi.
Við teljum það jákvæða þróun fyrir mannréttindaumræðu hérlendis að þessi mál séu komin svo langt sem raun ber vitni.

|

Í kjölfar þess að Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra sagði starfi sínu lausu var auglýst eftir umsóknum um stöðu hennar í októberlok. Alls bárust fjórtán umsóknir frá fjölbreyttum hópi fólks og þökkum við umsækjendum kærlega fyrir góðar umsóknir og sýndan áhuga.

|

Meira ...

Boðað er til félagsfundar þann 17. nóvember frá 18-20 að Suðurgötu 3. 

Allir skráðir og borgandi félagar velkomnir. Á félagsfundinum verður skipuð kjörnefnd og fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 kynnt. 

Heitt á könnunni og gott aðgengi. 

Hlökkum til að sjá sem flest. 

|

Tæpir tveir mánuðir eru nú liðnir af starfstímabili núverandi stjórnar og trúnaðarráðs. Á þeim tíma hefur félagsstarfið farið af stað með miklum krafti. Meðfylgjandi er stutt yfirlit yfir starfsemi félagsins síðan 12. september síðastliðinn.

|

Meira ...

Samtökin ‘78 syrgja í dag. Góðum vini okkar og sjálfboðaliða hefur verið gert að yfirgefa landið og snúa í óviðunandi aðstæður á Ítalíu.
Amír sótti um hæli á Íslandi sumarið 2015 en hann er samkynhneigður maður frá Íran. Ekki þarf að fjölyrða um aðstæður samkynhneigðra í Íran en þar er líf okkar samfélagshóps í stöðugri hættu. Amír fer þaðan til Ítalíu þar sem hann verður fyrir alvarlegu ofbeldi, sefur á götunni, sætir ofsóknum vegna kynhneigðar sinnar, er fullkomlega peningalaus og að auki matarlaus dögum saman.
Nú hafa íslensk yfirvöld ákveðið að senda hann á ný til Ítalíu þó hann hafi þar ekki gilt dvalarleyfi. Alls óvíst er hvaða veruleiki bíður hans þar eða hvort hann muni hljóta vernd þar í landi. Ekkert bendir til þess að aðrar aðstæður bíði hans en síðast þegar hann var á Ítalíu. Í greinargerð lögfræðings Amírs kemur fram að ljóst sé að Ítalía geti ekki tryggt mannsæmandi aðstæður fyrir hann. Bæði sé aðstaða flóttafólks óviðunandi en að auki séu fordómar og ofbeldi í garð hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna landlægt. Þar að auki búi Amír við slæma andlega heilsu og muni ekki hljóta þá þjónustu sem hann þarfnast þess vegna á Ítalíu.
Stjórnvöld á Ítalíu geta aukinheldur ekki tryggt að hann hljóti dvalarleyfi þar. Amír gæti því beðið brottvísun til Írans þaðan, en í heimalandi hans liggur dauðarefsing við samkynhneigð.
Innranríkisráðuneytið hefur úrskurðað að einstaklingar í viðkvæmri stöðu skulu ekki sendir til Ítalíu. Ljóst má vera að Amír er í viðkvæmri stöðu en hann er bæði samkynhneigður og býr við slæma andlega heilsu sem meðal annars er afleiðing af ofbeldi sem hann hefur orðið fyrir. Það er mat Útlendingastofnunar að þrátt fyrir þetta teljist hann ekki vera í viðkvæmri stöðu.
Samtökin ‘78 mótmæla þessu mati harðlega. Það er þyngra en tárum taki að skilningur á aðstæðum hinsegin flóttafólks sé ekki meiri en raun ber vitni hjá yfirvöldum hérlendis. Samkvæmt verklagsreglum Sameinuðu þjóðanna um málefni hinsegin flóttafólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fara eftir, ber að fræða starfsfólk Útlendingastofnunar sérstaklega um hinsegin málefni. Á fundi okkar með stofnuninni fyrr á árinu kom fram að engin slík þjálfun er fyrir hendi. Nú er ljóst að Amír og aðrir hinsegin hælsleitendur gjalda fyrir það. Örlög Amírs eftir brottvísun hans héðan eru á ábyrgð íslenskra ráðamanna.
Við fordæmum þessi forkastanlegu vinnubrögð. Þeim verður að linna strax.

 

|

Stjórn þakkar kærlega öllum þeim félögum sem lögðu leið sína á félagsfund fyrr í kvöld og ræddu þar eftirfarandi áætlun. Hún er hugsuð sem beinagrind fyrir störf stjórnarinnar á komandi mánuðum. 

|

Meira ...

Síða 2 af 86