Samtökin ´78 óska eftir sjálfboðaliðum til að starfa með ungliðum sínum. Ungliðarnir eru á aldrinum 13-17 ára og hittast öll þriðjudagskvöld í félagsmiðstöð sem Samtökin ´78 reka í samvinnu við frístundamiðstöð miðborgar, Hlíða og vesturbæjar.

|

Meira ...

Við hvetjum öll 13-17 ára ungmenni til að kíkja til okkar á Suðurgötu 3 á þriðjudagskvöldum kl. 19.30. Kósý andrúmsloft, fullur trúnaður og vel tekið á móti öllum. Þú þarft ekki að vera viss um að þú sért hinsegin eða vera búin að segja öllum frá til að mega mæta :)

Spjall, popp, föndur, fræðsla og almennt hangs í góðum félagsskap í boði. Aðgangur er fullkomlega ókeypis. 

 

 

 

|

Eftir sáttaviðræður undir handleiðslu Hafsteins Gunnars Hafsteinssonar, sáttamiðlara, hafa stjórn Samtakanna ’78 og Velunnarar Samtakanna ’78 komist að samkomulagi um að boðað verði á ný til aðalfundar ársins 2016.

|

Meira ...

Samtökin ‘78 votta aðstandendum þeirra sem létust í skotárásinni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando dýpstu samúð sína, sem og hinsegin samfélaginu öllu. Hinum særðu sendum við baráttu- og batakveðjur.

|

Meira ...

Þann 18. maí síðastliðinn barst stjórn Samtakanna ‘78 tilkynning, lögfræðiálit og áskorun um afsögn og boðun nýs aðalfundar frá Velunnurum Samtakanna ‘78. Stjórnin hefur nú boðið öllum þeim er undirrituðu þá áskorun til samtalsfundar um stöðu Samtakanna '78 mánudagskvöldið 13. júní kl. 20 (staðsetning tilkynnt síðar). Á fundinum mun stjórn gera grein fyrir sinni afstöðu í málinu og leita eftir samtali við nú- og fyrrverandi félaga um framhaldið. Fundurinn er öllum opinn er láta sig framtíð félagsins varða.

|

Meira ...

Þann 18. maí síðastliðinn var haldinn félagsfundur með það að markmiði að ræða saman um stefnu félgsins og daglegt starf þess. Hér má sjá fundargerð fundarins: 

|

Meira ...

Fræðsla frá Samtökunum ´78 hefur aldrei verið eftirsóttari. Því auglýsum við nú eftir fræðslufulltrúa til að halda utan um sívaxandi fræðslustarfsemi okkar. Um hlutastarf er að ræða fram til 1. desember nk. (40%) með möguleika á framlengingu og auknu starfshlutfalli síðar. 

 

|

Meira ...

Ísland uppfyllir 59% skilyrða Regnbogakortsins

Í dag opinberuðu Evrópusamtökin ILGA-Europe Regnbogakort Evrópu 2016
​​Kortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks um alla Evrópu. Ísland uppfyllir 59% af þeim atriðum sem sett eru fram og er í fjórtánda sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland.

 

|

Meira ...

Við erum glöð að kynna eftirfarandi framboð til lagabreytinganefndar Samtakanna '78. Nefndarinnar bíður það afar mikilvæga verkefni að hefja víðtækt samráðsferli með heildarendurskoðun laga Samtakanna ’78 að markmiði. Sérstaklega verður skoðuð fyrsta grein laganna, er snýr að markmiðum samtakanna. Hér er um brautryðjenda starf að ræða sem getur haft áhrif á hinsegin baráttu hérlendis um ókomna tíð. Kosið verður í nefndina á félagsfundi 18. maí kl. 19.30 í Tin Can Factory Borgartúni 1. 

 

|

Meira ...

Stjórn Samtakanna ‘78 boðar til félagsfundar þann 18. maí næstkomandi kl. 19.30 í Tin Can Factory, Borgartúni 1.

|

Meira ...


Stjórn hefur móttekið minnisblað frá Hverjum röndóttum - áhugahópi um framtíð Samtakanna ’78 en undir minnisblaðið rita átta félagar í samtökunum. Í minnisblaðinu er þess meðal annars krafist að núverandi stjórn Samtakanna ´78 víki fyrir þeirri stjórn sem kjörin var árið 2015 og að sú stjórn boði til nýs aðalfundar sem fyrst. Stjórn sér sér ekki fært að verða við þeim áskorunum og telur þá leið ekki vænlega til að lægja öldur og byggja upp starf félagsins. Svar stjórnar má sjá í heild sinni hér.

|

Meira ...

Þær hörmulegu fréttir bárust frá Bangladess á dögunum að tveir baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks, Xulhaz Mannan og Tanay Mojumdar, hafi verið myrtir í fólskulegri árás. Xulhaz Mannan var stofnandi og ritstjóri eina hinsegin tímarits Bangladess, Roopbaan, og einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir réttindum alls hinsegin fólks í heimalandi sínu. Tanay Mojumdar var einnig virkur aktivisti og kaus að leyna ekki samkynhneigð sinni þrátt fyrir að hún bryti í bága við lög og samfélagsvenjur Bangladess. Báðir kusu þeir að dvelja í heimalandinu þrátt fyrir óvissuna um öryggi sitt og berjast þar fyrir réttlátara samfélagi. Með láti þeirra er skarð hoggið í hinsegin samfélagið í Bangladess og um heim allan.

|

Meira ...

Samtökin ´78 sendu í dag frá sér umsögn vegna tillögu af vefnum Betri Reykjavík um að komið verði upp kynhlutlausum salernum og búningsaðstöðu á opinberum stöðum Reykjavíkurborgar. Við fögnum þeirri tillögu heilshugar eins og sjá má á meðfylgjandi umsögn. 

|

Meira ...


Niðurstaða félagsfundar Samtakanna’78 laugardaginn 9. apríl 2016

Laugardaginn 9. apríl 2016 var haldinn félagsfundur í Samtökunum ‘78. Ítarlegrar fundargerðar er að vænta. Á fundinum var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þann ágreining sem upp kom í kjölfar aðalfundar sem haldinn var laugardaginn 5. mars sl. Ágreiningurinn lýtur m.a. að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.

|

Meira ...

Samtökin ´78 héldu umræðufund þann 10. mars 2016 þar sem rædd voru annarsvegar sú staða sem kom upp í kjölfar véfengingar á lögmæti aðalfundar sem haldinn var þann 5. mars og hinsvegar aðildarumsókn BDSM á Íslandi. 

Fundurinn var fjölsóttur og fór vel fram. Við hvetjum öll þau sem ekki komust á fundinn til að kynna sér efni hans í þessari fundargerð. 

 
|

Stjórn Samtakanna ´78 sem kosin var á aðalfundi 2015, með þeim síðari breytingum sem á henni urðu starfsárið 2015-16, boðar hér með til félagsfundar þann 9. apríl nk. kl. 14:00 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 13:30. Er þetta gert í ljósi þess að aðalfundur sem fram fór þann 5. mars sl. hefur verið véfengdur á grundvelli ólögmætrar boðunar.

|

Meira ...

Síða 3 af 85