Ugla Stefanía sem ráðin var fræðslustýra síðastliðið sumar hefur sagt upp störfum vegna breyttra persónulegra aðstæðna. Um leið og við þökkum Uglu kærlega fyrir störf hennar í þágu félagsins viljum við bjóða Sólveigu Rós velkomna. Sólveig Rós mun taka við af Uglu þann 1. október næstkomandi en ráðning hennar fór fram í samvinnu við þá mannauðsráðgjafa sem stýrðu ráðningaferlinu síðastliði sumar.
Sólveig Rós leggur stund á kynjafræði við Háskóla Íslands en fyrir hefur hún M.A. í stjórnmálafræði. Hún hefur verið virkur jafningjafræðari síðan 2013, einn umsjónaraðila Ungliðahreyfingar Samtakanna, situr í trúnaðarráði og er áheyrnarfulltrúi þess í stjórn. Í fyrra vann hún hjá ILGA-Europe meðal annars við að skipuleggja ársþing hinsegin félaga í Evrópu. 

|

Í samvinnu við Iceland Airwaves höfum við verið þess heiðurs aðnjótandi að fá listaverk á gaflinn á húsinu okkar. Það er eftir listakonuna Löru Zombie og sýnir glæsilega mynd af einhyrningi og regnboga, tvö klassísk tákn hinsegin menningar. Auk þess hafa sjálfboðaliðar okkar nú málað gluggakarmana að utan svo húsið sé tilbúið undir íslenskan vetur. 

|

Kæru félagar,

Fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar vil ég þakka öllum sem lögðu leið sína á sögulegan aðalfund í Þjóðleikhúskjallaranum á sunnudaginn fyrir viku. Er það eindregin ósk okkar að halda áfram samtali við þann stóra og fjölbreytta hóp sem tók þátt í þessum fundi.

|

Meira ...

Kæru félagar,
 
Fyrir hönd nýkjörinnar stjórnar vil ég þakka öllum sem lögðu leið sína á sögulegan aðalfund í Þjóðleikhúskjallaranum á sunnudaginn var. Er það eindregin ósk okkar að halda áfram samtali við þann stóra og fjölbreytta hóp sem tók þátt í þessum fundi.
 
|

Meira ...

Félagsfólk hefur nú kosið forystu Samtakanna '78 í lýðræðislegum kosningum. 
Kjörnefnd þakkar öllum frambjóðendum auðsýndan áhuga til starfa fyrir félagið okkar allra. Þá sendir kjörnefnd nýrri stjórn og trúnaðarráði góðar kveðjur og óskir um velfarnað í störfum sínum.

|

Meira ...

Í grein í Kvennablaðinu þann 31. ágúst 2016 lætur Kristín Sævarsdóttir, frambjóðandi til formanns Samtakanna ‘78, eftirfarandi orð falla um stjórnendur félagsins:

|

Meira ...

Reykjavík, 30. ágúst 2016
Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 11. september 2016 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 28. júlí 2016. Framboðsfrestur rann út þann 28. ágúst og skulu framboð kynnt félagsfólki hið minnsta 10 dögum fyrir aðalfund, samkv. verklagsreglum kjörnefndar vegna framkvæmdar komandi kosninga.

|

Meira ...

Reykjavík, 30. ágúst 2016
Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 11. september 2016 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 28. júlí 2016. Framboðsfrestur rann út þann 28. ágúst og skulu framboð kynnt félagsfólki hið minnsta 10 dögum fyrir aðalfund, samkv. verklagsreglum kjörnefndar vegna framkvæmdar komandi kosninga.

|

Meira ...

Aðalfundur Samtakanna ´78 verður haldinn í Þjóðleikhúshúskjallaranum þann 11. september kl. 12. Húsið opnar kl. 11.
Dagskrá er sem hér segir. 

1. Skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Lögmæti aðalfundar staðfest
3. Skýrsla stjórnar, trúnaðarráðs, nefnda og starfshópa
4. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar
5. Fjárhagsáætlun ársins lögð fram
6. Laga- og stefnuskrárbreytingar
7. Kjör formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og alþjóðafulltrúa.
8. Kjör tveggja meðstjórnenda
9. Kjör tíu félaga í trúnaðarráð
10. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
11. Önnur mál, þ. á m. atkvæðagreiðsla um hagsmunaaðild félaganna HIN - Hinsegin Norðurlands og BDSM á Íslandi. 

Fundarboð hefur verið sent í pósti á skráða félaga sem borgað hafa ársgjöld fyrir árið 2016. 

 

|

Lára V. Júlíusdóttir hrl. hefur yfirfarið umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að ósk stjórnar og Velunnara Samtakanna '78 og komist að þeirri niðurstöðu að stjórn sé skylt skv. lögum félagsins að leggja umsóknina fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu. HIN - Hinsegin Norðurland uppfyllir öll sömu skilyrði og BDSM á Íslandi fyrir atkvæðagreiðslu um aðild, og verða því báðar umsóknir bornar undir atkvæði á aðalfundi þann 11. september nk. Álit Láru má lesa í heild sinni hér

|

Við erum glöð að segja frá því að í vikunni hófst fræðsla okkar fyrir alla kennara í Hafnarfjarðarbæ. Hún fer fram samkvæmt samningi okkar við bæinn sem vakti nokkra athygli á síðasta ári. Kennararnir munu fá 3x2 tíma vinnustofu og nú í vikunni voru haldnar fjórar slíkar vinnustofur. Það er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fræðslustýra Samtakanna ´78 sem sér um fræðsluna fyrir okkar hönd. Að lokinni hverri vinnustofu eru kennararnir beðnir um að meta nafnlaust hversu gagnleg þeim þótti fræðslan. Skemmst er frá því að segja að mikil ánægja er meðal kennara og yfirgnæfandi meirihluti þeirra telur fræðsluna mjög gagnlega eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

|

Meira ...

Samtökunum '78 hafa borist tvær umsóknir um hagsmunaaðild að félaginu í aðdraganda aðalfundar 11. september 2016.

|

Meira ...

Samtökin ´78 óska eftir sjálfboðaliðum til að starfa með ungliðum sínum. Ungliðarnir eru á aldrinum 13-17 ára og hittast öll þriðjudagskvöld í félagsmiðstöð sem Samtökin ´78 reka í samvinnu við frístundamiðstöð miðborgar, Hlíða og vesturbæjar.

|

Meira ...

Við hvetjum öll 13-17 ára ungmenni til að kíkja til okkar á Suðurgötu 3 á þriðjudagskvöldum kl. 19.30. Kósý andrúmsloft, fullur trúnaður og vel tekið á móti öllum. Þú þarft ekki að vera viss um að þú sért hinsegin eða vera búin að segja öllum frá til að mega mæta :)

Spjall, popp, föndur, fræðsla og almennt hangs í góðum félagsskap í boði. Aðgangur er fullkomlega ókeypis. 

 

 

 

|

Eftir sáttaviðræður undir handleiðslu Hafsteins Gunnars Hafsteinssonar, sáttamiðlara, hafa stjórn Samtakanna ’78 og Velunnarar Samtakanna ’78 komist að samkomulagi um að boðað verði á ný til aðalfundar ársins 2016.

|

Meira ...

Samtökin ‘78 votta aðstandendum þeirra sem létust í skotárásinni á skemmtistaðnum Pulse í Orlando dýpstu samúð sína, sem og hinsegin samfélaginu öllu. Hinum særðu sendum við baráttu- og batakveðjur.

|

Meira ...

Þann 18. maí síðastliðinn barst stjórn Samtakanna ‘78 tilkynning, lögfræðiálit og áskorun um afsögn og boðun nýs aðalfundar frá Velunnurum Samtakanna ‘78. Stjórnin hefur nú boðið öllum þeim er undirrituðu þá áskorun til samtalsfundar um stöðu Samtakanna '78 mánudagskvöldið 13. júní kl. 20 (staðsetning tilkynnt síðar). Á fundinum mun stjórn gera grein fyrir sinni afstöðu í málinu og leita eftir samtali við nú- og fyrrverandi félaga um framhaldið. Fundurinn er öllum opinn er láta sig framtíð félagsins varða.

|

Meira ...

Síða 3 af 86