Nýkjörin stjórn blæs til opins fundar þar sem boðið verður upp á samtal um komandi starfsár félagsins fimmtudaginn 10. mars kl. 20 í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum Túngötu 14. Meðal annars viljum við gjarnan ræða um nýtilkomna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 sem og hvað eina annað sem kann að brenna á fólki. Athugið að ekki er um formlegan félagsfund að ræða og fundurinn því opinn öllu áhugasömu fólki.
Heitt á könnunni og aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun. Hlökkum til að sjá ykkur.  

|

Yfirlýsing frá nýkjörinni stjórn Samtakanna ´78

Í kjölfar aðalfundar Samtakanna ‘78 laugardaginn 5. mars sl. og þeirrar miklu umræðu sem verið hefur síðan þá, og snýr aðallega að þeirri staðreynd að aðalfundur félagsins ákvað veita BDSM á Íslandi hagsmunaaðild að félaginu, vill nýkjörin stjórn félagsins upplýsa um gang mála, útskýra hvernig málin horfa við henni og koma nokkrum staðreyndum í málinu á hreint. Nýkjörin stjórn hefur enn ekki náð að hittast á sínum fyrsta stjórnarfundi og biðlar til félagsfólk og annarra um að veita henni örlítið svigrúm til að bregðast frekar við málinu en gert er í þessari yfirlýsingu.

|

Meira ...

Ný stjórn Samtakanna '78 var valin á aðalfundi félagsins í gær, laugardaginn 5. mars 2015. Þá var kosið í trúnaðarráð, um félagslega skoðunarmenn reikninga og um hagsmunaaðild tveggja félaga, HIN - Hinsegin Norðurland og BDSM á Íslandi. Hagsmunaaðild beggja félaga var samþykkt en aðild BDSM Ísland hefur reynst umdeild. Nýkjörin stjórn vinnur nú að yfirlýsingu varðandi þetta mál og er hennar að vænta í fyrramálið, mánudaginn 7. mars 2016, ásamt fundargerð aðalfundar. 

Eftirfarandi skipa stjórn félagsins starfsárið 2016-17:

|

Meira ...

Aðalfundur Samtakanna '78 fór fram í gær, laugardaginn 5. mars 2016, og gekk framkvæmd kosninga vel. Við frekari úrvinnslu komu þó í ljós mistök sem gerð voru við tilkynningu úrslita og eru þau tilgreind hér:

|

Meira ...

Á aðalfundi Samtakanna ’78 laugardaginn 5. mars kl 14 verður m.a. gengið til atkvæða um fulltrúa í stjórn félagsins á komandi ári, fulltrúa í trúnaðarráð og um hagsmunaaðild tveggja félaga.

|

Meira ...

Samtökin ‘78 fordæma harðlega meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þ.m.t. synjun á hælisumsóknum Martin Omulu og Ámír Shókrgózár og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. Fjallað var um mál þeirra í kvöldfréttum RÚV í gær, þann 16. febrúar 2016.

|

Meira ...

Við erum stolt að geta sagt frá því að í morgun, 11. desember 2015 var undirritaður samstarfssamningur Samtakanna við Hafnarfjarðarbæ. Hér á eftir fer sameiginleg yfirlýsing bæsins og samtakanna vegna málsins:

|

Meira ...

Samtökin ‘78 fordæma harðlega það regluverk sem leyfir viðlíka aðgerðir og áttu sér stað í nótt þegar hópur hælisleitenda var sendur úr landi í skjóli nætur.

|

Meira ...

Salurinn í húsnæði okkar að Suðurgötu 3, 101 Reykjavík er sérlega hentugur til fundar- og veisluhalda. Við leigjum hann út til slíks brúks. Um er að ræða u.þ.b. 90 fm. bjartan sal á jarðhæð á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Salnum fylgja 60 stólar, skjávarpi, hátalari og 20 borð. Salurinn er allur nýuppgerður með nýju gólfefni, ljósum, salernisaðstöðu og eldhúsi. Hann er aðgengilegur fyrir fólk með hreyfihömlun.

|

Meira ...

Þann 3. ágúst síðastliðinn efndu Samtökin ‘78 til nýyrðasamkeppni undir yfirskriftinni Hýryrði. Hugmyndin var að gefa almenningi tækifæri til þáttöku í íslenskun á hinsegin orðaforða. Lýst var eftir tillögum að sextán orðum í fjórum flokkum: kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. Viðbrögðin við Hýryrðum 2015 voru vonum framar, en vel á fjórða hundrað tillagna barst í samkeppnina. Afrakstur samkeppninnar var kynntur formlega í kvöld, þann 16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu.

|

Meira ...

Samtökin ´78 boða til félagsfundar að hausti þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20 að Suðurgötu 3. Að venju verður lögð fram drög að fjárhagsáætlun næsta árs.

|

Meira ...

Við tilkynnum með ánægju að nú er hægt að fá geisladiskinn Nóg til frammi með Hljómsveitinni Evu til sölu hjá okkur á Suðurgötu 3 og einnig diskana Stella og Trúður í felum með Stellu Hauks. Fyrri diskur Stellu sem nefndur er eftir henni sjálfri hefur verið ófáanlegur um árabil og Trúður í felum aðeins fáanlegur í Vestmannaeyjum. Stella Hauks var fyrsta söngvaskáldið hérlendis til að yrkja um ástir kvenna til kynsytra sinna og því brautryðjandi á sínu sviði. Þetta er því mikill happafengur fyrir tónlistarunnendur. Þessa tónlist finnur þú ekki á Spotify!
Hægt er að kaupa diskana hjá okkur alla virka daga frá kl. 13-16 eða á opnum húsum sem eru öll fimmtudagskvöld frá kl. 20-23. 

|

Samtökin hafa sent inn umsögn um frumvarp til staðgöngumæðrunar. Rétt er að minna á að Samtökin '78 hafa tekið þá afstöðu að taka ekki afstöðu til staðgöngumæðrunar þar sem málið er umdeilt og um hana eru margar mismunandi skoðanir meðal félagsmanna. Samtökin hafa bent á að réttindi eins hóps skulu aldrei ganga á mannréttindi annars. Þó teljum við mikilvægt að tryggt sé að lög um staðgöngumæðrun mismuni ekki, verði þau að veruleika, þá t.d. á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar eða kyneinkenna. Því var farið yfir frumvarpið og hér lögð fram umsögn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir mismunun og útilokun (beina og óbeina).

|

Meira ...

Samtökin ´78 fagna því að ríkissaksóknari hafi lagt fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka mál er varða kærur samtakanna vegna ummæla sem samtökin telja að feli í sér hatursorðræðu í garð hinsegin fólks.

|

Meira ...

Sagan sýnir okkur að það fennir fljótt í spor minnihlutahópa. Þeir eru fámennir og oftast uppteknir við að berjast fyrir tilverurétti sínum, og þar af leiðandi vill oft hjá líða að saga þeirra sé skráð. Því fögnum við því innilega að dr. Íris Ellenberger hlaut nýlega styrk frá Jafnréttissjóði til að rannsaka félagið Íslensk-lesbíska og með því sögu og réttindabaráttu íslenskra lesbía á síðustu áratugum 20. aldarinnar. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að rannsóknin bæti við vanrækt fræðasvið innan íslenskrar akademíu og sé sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Þannig sé hún einnig mikilvæg fyrir jafnréttisumræðu samfélagsins í heild. 

Við fögnum því heilshugar að þessi saga verði skrásett og hlökkum til að lesa hana og læra af henni til framtíðar!

 

|

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að Kittý Anderson, formaður Intersex Íslands, og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fyrrum fræðslustýra Samtakanna ´78 og núverandi fjölmiðlafulltrúi Trans Íslands hefðu hlotið fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar í ár. Viðurkenningin er veitt fyrir óþrjótandi baráttu og kynningu á réttindum og málefnum trans- og intersex fólks. Trans Ísland og Intersex Ísland eru bæði aðildarfélög að Samtökunum ´78. Við óskum Kittý og Uglu til hamingju með viðurkenninguna og erum sammála Siðmennt um að þær séu svo sannarlega vel að henni komnar. 

|

Fyrsta sunnudag í mánuði verða fjölskyldumorgnar í nýrri félagsmiðstöð Samtakanna´78 að Suðurgötu 3. Fyrsti hittingurinn verður því sunnudaginn 1. nóvember. Hittumst með börnin og spjöllum, leikum og borðum saman. Allir koma með eitthvað smá á morgunverðarhlaðborð.Frábær vettvangur til að hitta aðra foreldra og börn í hinsegin fjölskyldum. 
Þennan fyrsta sunnudag væri frábært ef einhverjir gætu tekið með sér eitthvað af leikföngum. Það er víst lítið til af svoleiðis í húsnæðinu enn sem komið er ;)

|

Meira ...

Síða 4 af 85