Þann 18. maí síðastliðinn var haldinn félagsfundur með það að markmiði að ræða saman um stefnu félgsins og daglegt starf þess. Hér má sjá fundargerð fundarins: 

|

Meira ...

Fræðsla frá Samtökunum ´78 hefur aldrei verið eftirsóttari. Því auglýsum við nú eftir fræðslufulltrúa til að halda utan um sívaxandi fræðslustarfsemi okkar. Um hlutastarf er að ræða fram til 1. desember nk. (40%) með möguleika á framlengingu og auknu starfshlutfalli síðar. 

 

|

Meira ...

Ísland uppfyllir 59% skilyrða Regnbogakortsins

Í dag opinberuðu Evrópusamtökin ILGA-Europe Regnbogakort Evrópu 2016
​​Kortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks um alla Evrópu. Ísland uppfyllir 59% af þeim atriðum sem sett eru fram og er í fjórtánda sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland.

 

|

Meira ...

Við erum glöð að kynna eftirfarandi framboð til lagabreytinganefndar Samtakanna '78. Nefndarinnar bíður það afar mikilvæga verkefni að hefja víðtækt samráðsferli með heildarendurskoðun laga Samtakanna ’78 að markmiði. Sérstaklega verður skoðuð fyrsta grein laganna, er snýr að markmiðum samtakanna. Hér er um brautryðjenda starf að ræða sem getur haft áhrif á hinsegin baráttu hérlendis um ókomna tíð. Kosið verður í nefndina á félagsfundi 18. maí kl. 19.30 í Tin Can Factory Borgartúni 1. 

 

|

Meira ...

Stjórn Samtakanna ‘78 boðar til félagsfundar þann 18. maí næstkomandi kl. 19.30 í Tin Can Factory, Borgartúni 1.

|

Meira ...


Stjórn hefur móttekið minnisblað frá Hverjum röndóttum - áhugahópi um framtíð Samtakanna ’78 en undir minnisblaðið rita átta félagar í samtökunum. Í minnisblaðinu er þess meðal annars krafist að núverandi stjórn Samtakanna ´78 víki fyrir þeirri stjórn sem kjörin var árið 2015 og að sú stjórn boði til nýs aðalfundar sem fyrst. Stjórn sér sér ekki fært að verða við þeim áskorunum og telur þá leið ekki vænlega til að lægja öldur og byggja upp starf félagsins. Svar stjórnar má sjá í heild sinni hér.

|

Meira ...

Þær hörmulegu fréttir bárust frá Bangladess á dögunum að tveir baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks, Xulhaz Mannan og Tanay Mojumdar, hafi verið myrtir í fólskulegri árás. Xulhaz Mannan var stofnandi og ritstjóri eina hinsegin tímarits Bangladess, Roopbaan, og einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir réttindum alls hinsegin fólks í heimalandi sínu. Tanay Mojumdar var einnig virkur aktivisti og kaus að leyna ekki samkynhneigð sinni þrátt fyrir að hún bryti í bága við lög og samfélagsvenjur Bangladess. Báðir kusu þeir að dvelja í heimalandinu þrátt fyrir óvissuna um öryggi sitt og berjast þar fyrir réttlátara samfélagi. Með láti þeirra er skarð hoggið í hinsegin samfélagið í Bangladess og um heim allan.

|

Meira ...

Samtökin ´78 sendu í dag frá sér umsögn vegna tillögu af vefnum Betri Reykjavík um að komið verði upp kynhlutlausum salernum og búningsaðstöðu á opinberum stöðum Reykjavíkurborgar. Við fögnum þeirri tillögu heilshugar eins og sjá má á meðfylgjandi umsögn. 

|

Meira ...


Niðurstaða félagsfundar Samtakanna’78 laugardaginn 9. apríl 2016

Laugardaginn 9. apríl 2016 var haldinn félagsfundur í Samtökunum ‘78. Ítarlegrar fundargerðar er að vænta. Á fundinum var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þann ágreining sem upp kom í kjölfar aðalfundar sem haldinn var laugardaginn 5. mars sl. Ágreiningurinn lýtur m.a. að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.

|

Meira ...

Samtökin ´78 héldu umræðufund þann 10. mars 2016 þar sem rædd voru annarsvegar sú staða sem kom upp í kjölfar véfengingar á lögmæti aðalfundar sem haldinn var þann 5. mars og hinsvegar aðildarumsókn BDSM á Íslandi. 

Fundurinn var fjölsóttur og fór vel fram. Við hvetjum öll þau sem ekki komust á fundinn til að kynna sér efni hans í þessari fundargerð. 

 
|

Stjórn Samtakanna ´78 sem kosin var á aðalfundi 2015, með þeim síðari breytingum sem á henni urðu starfsárið 2015-16, boðar hér með til félagsfundar þann 9. apríl nk. kl. 14:00 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 13:30. Er þetta gert í ljósi þess að aðalfundur sem fram fór þann 5. mars sl. hefur verið véfengdur á grundvelli ólögmætrar boðunar.

|

Meira ...

Nýkjörin stjórn blæs til opins fundar þar sem boðið verður upp á samtal um komandi starfsár félagsins fimmtudaginn 10. mars kl. 20 í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum Túngötu 14. Meðal annars viljum við gjarnan ræða um nýtilkomna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum ´78 sem og hvað eina annað sem kann að brenna á fólki. Athugið að ekki er um formlegan félagsfund að ræða og fundurinn því opinn öllu áhugasömu fólki.
Heitt á könnunni og aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun. Hlökkum til að sjá ykkur.  

|

Yfirlýsing frá nýkjörinni stjórn Samtakanna ´78

Í kjölfar aðalfundar Samtakanna ‘78 laugardaginn 5. mars sl. og þeirrar miklu umræðu sem verið hefur síðan þá, og snýr aðallega að þeirri staðreynd að aðalfundur félagsins ákvað veita BDSM á Íslandi hagsmunaaðild að félaginu, vill nýkjörin stjórn félagsins upplýsa um gang mála, útskýra hvernig málin horfa við henni og koma nokkrum staðreyndum í málinu á hreint. Nýkjörin stjórn hefur enn ekki náð að hittast á sínum fyrsta stjórnarfundi og biðlar til félagsfólk og annarra um að veita henni örlítið svigrúm til að bregðast frekar við málinu en gert er í þessari yfirlýsingu.

|

Meira ...

Ný stjórn Samtakanna '78 var valin á aðalfundi félagsins í gær, laugardaginn 5. mars 2015. Þá var kosið í trúnaðarráð, um félagslega skoðunarmenn reikninga og um hagsmunaaðild tveggja félaga, HIN - Hinsegin Norðurland og BDSM á Íslandi. Hagsmunaaðild beggja félaga var samþykkt en aðild BDSM Ísland hefur reynst umdeild. Nýkjörin stjórn vinnur nú að yfirlýsingu varðandi þetta mál og er hennar að vænta í fyrramálið, mánudaginn 7. mars 2016, ásamt fundargerð aðalfundar. 

Eftirfarandi skipa stjórn félagsins starfsárið 2016-17:

|

Meira ...

Aðalfundur Samtakanna '78 fór fram í gær, laugardaginn 5. mars 2016, og gekk framkvæmd kosninga vel. Við frekari úrvinnslu komu þó í ljós mistök sem gerð voru við tilkynningu úrslita og eru þau tilgreind hér:

|

Meira ...

Á aðalfundi Samtakanna ’78 laugardaginn 5. mars kl 14 verður m.a. gengið til atkvæða um fulltrúa í stjórn félagsins á komandi ári, fulltrúa í trúnaðarráð og um hagsmunaaðild tveggja félaga.

|

Meira ...

Síða 4 af 86