Alla fimmtudaga er opið hús að Suðurgötu 3 frá kl. 20-23. Öll mjög velkomin, alltaf heitt á könnunni! Næsta fimmtudag, 29. október, verður listamannaspjall og leiðsögn um sýninguna HINSÝN sem er í Gallerí ´78 um þessar mundir. Hún er samsýning 14 hinsegin listamanna. Sýningingunni HINSÝN er ætlað að varpa ljósi á myndlist hinsegin fólks á Íslandi árið 2015. Hérlendis starfar stór hópur listamanna sem passar undir hinsegin regnhlífina. Nokkrir listamannanna hafa mikla reynslu af sýningahaldi á meðan aðrir hafa láið lítið fyrir sér fara. Við undirbúng sýningarinnar var lögð mikil áhersla á að efna til samræðu milli milli reyndra og óreyndra listamanna og að skapa öruggt rými og hvetjandi andrúmsloft til að gera listamennina sýnilega með röð sýninga sem teygja sig inn í framtíðina.

|

Meira ...

Við segjum með gleði frá því að ráðgjafaþjónustan okkur hefur fengið öflugan liðsstyrk. Það er Erna Á. Mathiesen lögfræðingur hdl. sem mun sinna lögfræðiráðgjöf til félagsfólks okkar. Hjá henni verður hægt að fá viðtalstíma án endurgjalds vegna lögfræðilegra álitaefna. Hægt er að koma með hvert það málefni sem félagsmaður óskar eftir aðstoð með en aðstoð Ernu fellst í að leiðbeina um þau lagalegu úrræði sem standa einstaklingi til boða að íslenskum rétti og innan stjórnsýslunnar. Þar með fellst ráðgjöf hennar ekki í lögmannsstörfum fyrir einstaka félagsmenn heldur í ráðgjöf um fyrstu skref og aðstoð við að meta hvaða rétt fólk á. Ef málin eru metin svo að þörf sá að viðameiri vinnu eða málarekstur býður Björg Valgeirsdóttir hjá DIKA lögmönnum félagsfólki sérkjör.

|

Meira ...

Samtökin ´78 hafa undanfarið verið í viðræðum við fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar um með hvaða hætti væri farsælast að standa að hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Drög voru gerð að samningi og er það okkur mikil ánægja að fræðslunefnd bæjarins hafi nú samþykkt að vísa þeim drögum til bæjarstjórnar til umfjöllunar þar.

|

Meira ...

Samtökin ’78 telja að málsmeðferð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem felur í sér að kærunum er vísað frá án eiginlegrar rannsóknar, sé óvönduð. Ákvarðanir lögreglustjórans geti auk þess ekki byggst á málefnanlegum rökum og séu til þess fallnar að útiloka þá refsivernd sem fólgin er í 233. gr. a almennra hegningarlaga og er ætlað að ná til minnihlutahópa á borð við hinsegin fólk. Um leið sé útilokaður möguleikinn á því að innlendir dómstólar fái að eiga síðasta orðið um heimfærslu hinna kærðu ummæla undir títtnefnt lagákvæði almennra hegningarlaga. Samtökin telja með hliðsjón af því ótækt að lögreglustjóri beiti valdi sínu með þessum hætti.

|

Meira ...

Í ljósi hæstaréttar dóms þess efnis að vísa ætti tveimur hælisleitendum til Ítalíu sem féll föstudaginn 01.10.15 gefa Samtökin 78 frá sér eftirfarandi ályktun . Innanríkisráðherra hefur nýlega látið þau orð falla að ekki sé óhætt að senda hælisleitendur til Ítalíu og undrumst við því mjög að svo virðist sem vísa eigi þessum tveimur hælisleitendum aftur til Ítalíu þvert á yfirlýsingar Innanríkisráðherra.

|

Meira ...

BEARS ON ICE heldur upp á 11. starfsár sitt dagana 3. - 6. september. Viðburðurinn er eini hinsegin "men only" viðburðurinn á Íslandi en frá því að hann var fyrst haldinn árið 2005 hefur hann stækkað ár frá ári og í ár er von á  um 150 erlendum gestum á hátíðina. 

|

Meira ...

Hinsegin sjónvarpsþáttaröðin Öfugmæli er nú aðgengileg á Internetinu og við hvetjum öll til að gefa sér stund til að horfa á þættina. Þættirnir eru á Youtube myndbandaveitunni og má finna hér undir Greinar > Viðtöl og á YouTube.

|

Meira ...

Eins og félagsfólki er kunnugt hafa staðið yfir skipulagsbreytingar hjá félaginu og auglýsti stjórn í júní lausa til umsóknar stöðu framkvæmdastjóra í fullu starfi. Alls bárust átta umsóknir um stöðuna frá fjölbreyttum hópi fólks og þökkum við umsækjendum kærlega fyrir góðar umsóknir og sýndan áhuga.

|

Meira ...

Fjölmörg orð eru til í hinsegin orðaforðanum sem enn hafa ekki fengið íslenska þýðingu, en hinsegin hugtök og orð endurspegla svo sannarlega þá breidd sem er til staðar í hinsegin samfélaginu. Það er mikilvægt að við getum öll talað um hinsegin reynslu og hinsegin líf á móðurmáli okkar. Samtökin ’78 efna því til nýyrðasamkeppni, sem fengið hefur heitið Hýryrði 2015. Þau orð sem  þarfnast íslensks nýyrðis eru eftirfarandi:

|

Meira ...

Ég er að vinna að viðburði sem verður á Hinsegin dögum. Viðburðurinn nefnist Rjúfum þögnina og er unninn í samstarfi við Stígamót.

Hugmyndin er að beina ljósi á kynferðisofbeldi gagnvart hinsegin fólki, hvort sem er gegn okkur eða milli okkar.

Við viljum skapa rými til að deila upplifun á kynferðisofbeldi, annaðhvort beint frá þolenda eða af upplesara. Hægt verður að deila sögum á margan hátt, t.d. með ljóði, sögu, upplestri eða öðrum samskiptamáta.

|

Meira ...

Samtökin '78 tóku þátt í 1. maí göngunni í ár og kröfðust þess að geta verið út úr skápnum á vinnustöðum og að þurfa ekki að þola fordóma í kaffipásunni!
// The national LGBTQIA+ organisation of Iceland marched on May 1st, demanding the freedom to be out in the workplace and not having to suffer prejudice in the break room!

|

Meira ...

Í ljósi þess hvernig umræða síðustu daga hefur þróast, þar sem hart hefur verið vegið að Samtökunum ‘78 og við sökuð um ýmsa miður fallega hluti, viljum við beina því til þeirra sem eiga að staldra örlítið við og íhuga að hætta að gera Samtökin ‘78 ábyrg fyrir allri gagnrýni sem á þeim dynja. Hætta að draga Samtökin ‘78 sífellt inn í algjörlega einhliða og mjög svo óupplýsta og ómálefnalega umræðu um hinsegin líf og hinsegin fræðslu.

|

Meira ...

Nýkjörin stjórn Samtakanna ´78. Frá vinstri: Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður, Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, alþjóðafulltrúi, Kitty Anderson meðstjórnandi, Steinu Dögg Vigfúsdóttir, gjaldkeri, María Rut Kristinsdóttir varaformaður, Jósef S. Gunnarsson, ritari. Á myndina vantar Matthew Deaves, meðstjórnanda. (Mynd: Frosti Jónsson. Fleiri myndir og fréttir: Gayice.is)

|

Meira ...

Að loknum Aðalfundi n.k. laugardag ætla Samtökin ´78 að vera með opið hús á Suðurgötunni. Þar geta meðlimir og aðrir áhugasamir fylgst með gangi mála, skoðað þær breytingar sem er lokið, spurt og spjallað. Vonumst til að sjá sem flesta. Opna húsið hefst kl: 16:15 og stendur til 17:30 en hver veit nema að skottast verði á nálægan pöbb að því loknu og lífsins gagn og nauðsynjar ræddar! Sjáumst hress!

Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.

|

Eftir stopp frá því í haust, þar sem sem beðið var eftir byggingarleyfi og úttekt byggingarfulltrúa og svo ófyrirséðri vinnu við gerð nýrrar eignaskiptalýsingar og samnings (en okkur var tilkynnt um að 10 ára gömul lýsing væri röng og þarfnaðist endurbóta), komust framkvæmdir aftur á skrið á Suðurgötunni fyrir stuttu.

|

Meira ...

(english below)

Kæra félagsfólk. Annar vikupistill formanns gjörið svo vel.

Vikan hefur verið annasöm. Við stöndum m.a. í viðræðum við borg og ríki um þjónustusamning og velferðarstyrk þar sem lögð er áhersla á að tryggja fræðslustarf og ráðgjöf. Á sunnudaginn héldum við vellukkað fjáröflunarbingó og fóru margir heim með glæsilega vinninga. Húsnæðismálin þokast áfram en meira verður að frétta af þeim í næstu viku.

Það er margt að gerast í hinsegin heimum í desember, m.a. barnajólaball, jólatónleikar, jólaball, sjónvarpssýningar og fleira og fleira. Njótum þess að taka þátt og njótum þessa frábæra árstíma.    

Með ást & friði
Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður

|

Meira ...

Innanríkisráðuneytið óskaði á dögunum eftir umsögnum um tillögur starfshóps um framtíðarskipan lögreglumenntunar á Íslandi.

Tillögurnar gera m.a. ráð fyrir þriggja ára námi á háskólastigi, að skólinn verði sjálfstæð eining en menntun að stórum hluta útvistað til menntakerfis og að skólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu. Samtökin '78 sendu inn eftirfarandi umsögn:

|

Meira ...

Síða 5 af 85