Samtökin ‘78 fordæma harðlega meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þ.m.t. synjun á hælisumsóknum Martin Omulu og Ámír Shókrgózár og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. Fjallað var um mál þeirra í kvöldfréttum RÚV í gær, þann 16. febrúar 2016.

|

Meira ...

Við erum stolt að geta sagt frá því að í morgun, 11. desember 2015 var undirritaður samstarfssamningur Samtakanna við Hafnarfjarðarbæ. Hér á eftir fer sameiginleg yfirlýsing bæsins og samtakanna vegna málsins:

|

Meira ...

Samtökin ‘78 fordæma harðlega það regluverk sem leyfir viðlíka aðgerðir og áttu sér stað í nótt þegar hópur hælisleitenda var sendur úr landi í skjóli nætur.

|

Meira ...

Salurinn í húsnæði okkar að Suðurgötu 3, 101 Reykjavík er sérlega hentugur til fundar- og veisluhalda. Við leigjum hann út til slíks brúks. Um er að ræða u.þ.b. 90 fm. bjartan sal á jarðhæð á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Salnum fylgja 50 stólar, skjávarpi, hátalari og 20 borð. Salurinn er allur nýuppgerður með nýju gólfefni, ljósum, salernisaðstöðu og eldhúsi. Hann er aðgengilegur fyrir fólk með hreyfihömlun.

|

Meira ...

Þann 3. ágúst síðastliðinn efndu Samtökin ‘78 til nýyrðasamkeppni undir yfirskriftinni Hýryrði. Hugmyndin var að gefa almenningi tækifæri til þáttöku í íslenskun á hinsegin orðaforða. Lýst var eftir tillögum að sextán orðum í fjórum flokkum: kynhneigð, kynvitund, kyntjáning og ókyngreind frændsemisorð. Viðbrögðin við Hýryrðum 2015 voru vonum framar, en vel á fjórða hundrað tillagna barst í samkeppnina. Afrakstur samkeppninnar var kynntur formlega í kvöld, þann 16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu.

|

Meira ...

Samtökin ´78 boða til félagsfundar að hausti þriðjudaginn 24. nóvember kl. 20 að Suðurgötu 3. Að venju verður lögð fram drög að fjárhagsáætlun næsta árs.

|

Meira ...

Við tilkynnum með ánægju að nú er hægt að fá geisladiskinn Nóg til frammi með Hljómsveitinni Evu til sölu hjá okkur á Suðurgötu 3 og einnig diskana Stella og Trúður í felum með Stellu Hauks. Fyrri diskur Stellu sem nefndur er eftir henni sjálfri hefur verið ófáanlegur um árabil og Trúður í felum aðeins fáanlegur í Vestmannaeyjum. Stella Hauks var fyrsta söngvaskáldið hérlendis til að yrkja um ástir kvenna til kynsytra sinna og því brautryðjandi á sínu sviði. Þetta er því mikill happafengur fyrir tónlistarunnendur. Þessa tónlist finnur þú ekki á Spotify!
Hægt er að kaupa diskana hjá okkur alla virka daga frá kl. 13-16 eða á opnum húsum sem eru öll fimmtudagskvöld frá kl. 20-23. 

|

Samtökin hafa sent inn umsögn um frumvarp til staðgöngumæðrunar. Rétt er að minna á að Samtökin '78 hafa tekið þá afstöðu að taka ekki afstöðu til staðgöngumæðrunar þar sem málið er umdeilt og um hana eru margar mismunandi skoðanir meðal félagsmanna. Samtökin hafa bent á að réttindi eins hóps skulu aldrei ganga á mannréttindi annars. Þó teljum við mikilvægt að tryggt sé að lög um staðgöngumæðrun mismuni ekki, verði þau að veruleika, þá t.d. á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar eða kyneinkenna. Því var farið yfir frumvarpið og hér lögð fram umsögn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir mismunun og útilokun (beina og óbeina).

|

Meira ...

Samtökin ´78 fagna því að ríkissaksóknari hafi lagt fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka mál er varða kærur samtakanna vegna ummæla sem samtökin telja að feli í sér hatursorðræðu í garð hinsegin fólks.

|

Meira ...

Sagan sýnir okkur að það fennir fljótt í spor minnihlutahópa. Þeir eru fámennir og oftast uppteknir við að berjast fyrir tilverurétti sínum, og þar af leiðandi vill oft hjá líða að saga þeirra sé skráð. Því fögnum við því innilega að dr. Íris Ellenberger hlaut nýlega styrk frá Jafnréttissjóði til að rannsaka félagið Íslensk-lesbíska og með því sögu og réttindabaráttu íslenskra lesbía á síðustu áratugum 20. aldarinnar. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að rannsóknin bæti við vanrækt fræðasvið innan íslenskrar akademíu og sé sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Þannig sé hún einnig mikilvæg fyrir jafnréttisumræðu samfélagsins í heild. 

Við fögnum því heilshugar að þessi saga verði skrásett og hlökkum til að lesa hana og læra af henni til framtíðar!

 

|

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að Kittý Anderson, formaður Intersex Íslands, og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fyrrum fræðslustýra Samtakanna ´78 og núverandi fjölmiðlafulltrúi Trans Íslands hefðu hlotið fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar í ár. Viðurkenningin er veitt fyrir óþrjótandi baráttu og kynningu á réttindum og málefnum trans- og intersex fólks. Trans Ísland og Intersex Ísland eru bæði aðildarfélög að Samtökunum ´78. Við óskum Kittý og Uglu til hamingju með viðurkenninguna og erum sammála Siðmennt um að þær séu svo sannarlega vel að henni komnar. 

|

Fyrsta sunnudag í mánuði verða fjölskyldumorgnar í nýrri félagsmiðstöð Samtakanna´78 að Suðurgötu 3. Fyrsti hittingurinn verður því sunnudaginn 1. nóvember. Hittumst með börnin og spjöllum, leikum og borðum saman. Allir koma með eitthvað smá á morgunverðarhlaðborð.Frábær vettvangur til að hitta aðra foreldra og börn í hinsegin fjölskyldum. 
Þennan fyrsta sunnudag væri frábært ef einhverjir gætu tekið með sér eitthvað af leikföngum. Það er víst lítið til af svoleiðis í húsnæðinu enn sem komið er ;)

|

Meira ...

Alla fimmtudaga er opið hús að Suðurgötu 3 frá kl. 20-23. Öll mjög velkomin, alltaf heitt á könnunni! Næsta fimmtudag, 29. október, verður listamannaspjall og leiðsögn um sýninguna HINSÝN sem er í Gallerí ´78 um þessar mundir. Hún er samsýning 14 hinsegin listamanna. Sýningingunni HINSÝN er ætlað að varpa ljósi á myndlist hinsegin fólks á Íslandi árið 2015. Hérlendis starfar stór hópur listamanna sem passar undir hinsegin regnhlífina. Nokkrir listamannanna hafa mikla reynslu af sýningahaldi á meðan aðrir hafa láið lítið fyrir sér fara. Við undirbúng sýningarinnar var lögð mikil áhersla á að efna til samræðu milli milli reyndra og óreyndra listamanna og að skapa öruggt rými og hvetjandi andrúmsloft til að gera listamennina sýnilega með röð sýninga sem teygja sig inn í framtíðina.

|

Meira ...

Við segjum með gleði frá því að ráðgjafaþjónustan okkur hefur fengið öflugan liðsstyrk. Það er Erna Á. Mathiesen lögfræðingur hdl. sem mun sinna lögfræðiráðgjöf til félagsfólks okkar. Hjá henni verður hægt að fá viðtalstíma án endurgjalds vegna lögfræðilegra álitaefna. Hægt er að koma með hvert það málefni sem félagsmaður óskar eftir aðstoð með en aðstoð Ernu fellst í að leiðbeina um þau lagalegu úrræði sem standa einstaklingi til boða að íslenskum rétti og innan stjórnsýslunnar. Þar með fellst ráðgjöf hennar ekki í lögmannsstörfum fyrir einstaka félagsmenn heldur í ráðgjöf um fyrstu skref og aðstoð við að meta hvaða rétt fólk á. Ef málin eru metin svo að þörf sá að viðameiri vinnu eða málarekstur býður Björg Valgeirsdóttir hjá DIKA lögmönnum félagsfólki sérkjör.

|

Meira ...

Samtökin ´78 hafa undanfarið verið í viðræðum við fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar um með hvaða hætti væri farsælast að standa að hinseginfræðslu í grunnskólum bæjarins. Drög voru gerð að samningi og er það okkur mikil ánægja að fræðslunefnd bæjarins hafi nú samþykkt að vísa þeim drögum til bæjarstjórnar til umfjöllunar þar.

|

Meira ...

Samtökin ’78 telja að málsmeðferð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem felur í sér að kærunum er vísað frá án eiginlegrar rannsóknar, sé óvönduð. Ákvarðanir lögreglustjórans geti auk þess ekki byggst á málefnanlegum rökum og séu til þess fallnar að útiloka þá refsivernd sem fólgin er í 233. gr. a almennra hegningarlaga og er ætlað að ná til minnihlutahópa á borð við hinsegin fólk. Um leið sé útilokaður möguleikinn á því að innlendir dómstólar fái að eiga síðasta orðið um heimfærslu hinna kærðu ummæla undir títtnefnt lagákvæði almennra hegningarlaga. Samtökin telja með hliðsjón af því ótækt að lögreglustjóri beiti valdi sínu með þessum hætti.

|

Meira ...

Í ljósi hæstaréttar dóms þess efnis að vísa ætti tveimur hælisleitendum til Ítalíu sem féll föstudaginn 01.10.15 gefa Samtökin 78 frá sér eftirfarandi ályktun . Innanríkisráðherra hefur nýlega látið þau orð falla að ekki sé óhætt að senda hælisleitendur til Ítalíu og undrumst við því mjög að svo virðist sem vísa eigi þessum tveimur hælisleitendum aftur til Ítalíu þvert á yfirlýsingar Innanríkisráðherra.

|

Meira ...

BEARS ON ICE heldur upp á 11. starfsár sitt dagana 3. - 6. september. Viðburðurinn er eini hinsegin "men only" viðburðurinn á Íslandi en frá því að hann var fyrst haldinn árið 2005 hefur hann stækkað ár frá ári og í ár er von á  um 150 erlendum gestum á hátíðina. 

|

Meira ...

Hinsegin sjónvarpsþáttaröðin Öfugmæli er nú aðgengileg á Internetinu og við hvetjum öll til að gefa sér stund til að horfa á þættina. Þættirnir eru á Youtube myndbandaveitunni og má finna hér undir Greinar > Viðtöl og á YouTube.

|

Meira ...

Síða 5 af 86