402067 407709389277505 868236312 nHinsegin kórinn heldur jólatónleika í Iðnó fimmtudaginn 13. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á efnisskrá kórsins sem er fjölbreytt og hýr.

Miðaverð er 1.800 kr. í forsölu og 2.000 kr. við hurð á tónleikastað. Forsala fer fram hjá kórmeðlimum og í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 en hefur síðan þá komið fram við fjölbreytt tilefni. Kórinn hefur m.a. haldið þrenna sjálfstæða tónleika á árinu 2012, farið í tónleikaferð til Færeyja og margt fleira. Fyrstu sjálfstæðu tónleikar kórsins voru þrettándatónleikar í janúar 2012 en nú er komið að fyrstu jólatónleikum kórsins.

Stjórnandi kórsins er Helga Margrét Marzellíusardóttir, meðleikari á tónleikunum er Þorvaldur Örn Davíðsson.

|