Stólarnir okkar eru 35 ára gamlir og að gefast upp á lífinu. Við viljum gjarnan kaupa nýja stóla sem notaðir verða fyrir opin hús, fræðslufundi, fyrirlestra, ráðgjöf og allt hitt sem við gerum hjá Samtökunum ´78 í þágu mannréttinda. Hjálpaðu okkur við að fjárfesta í nýjum, staflanlegum stólum með því að súpa á kakói, kaffi eða jólaglögg á opnu húsi að Suðurgötu 3 á Þorláksmessu frá kl. 15-22. Við erum steinsnar frá Ingólfstorgi!

POSI á staðnum

Jólaglögg, kakó eða kaffi með:
• þökkum: 500 kr.
• þúsund þökkum: 1000 kr.
• tvöþúsund þökkum: 2000 kr.
• eilífum þökkum: 5000 kr.

Hundruðir bóka úr bókasafni Samtakanna einnig til sölu. Barnabækur og leikföng í barnahorninu.

Ef fólk hefur áhuga á að troða upp með einhverjum hætti hafið þá samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hlökkum til að sjá þig! 

Aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun 

|