Æji, þessar bicurious stelpur. Alltaf að slumma vinkonur sínar á djamminu fyrir framan strákana. Þær eru ekkert alvöru lessur. Bara athyglissjúkar. Og tvíkynhneigðir strákar. Sko … eru þeir til? Ég hef aldrei hitt neinn. Þeir eru bara ekki búnir að þora að koma út úr skápnum sem hommar. Þetta er bara svona millibilsástand. Tvíkynhneigðir eru ekki alvöru hinsegin.

Meira ...

Erindi formanns Samtakanna ‘78 á hádegisfyrirlestrinum Að skrifa eigin sögu þriðjudaginn 7. október 2014. Erindið var annað tveggja í þessu hádegi en hitt flutti dr. Íris Ellenberger sagnfræðingur. Hádegis-fyrirlesturinn var aftur hluti af fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands veturinn 2014-2015 sem ber yfirskriftina Söguskoðun að fornu og nýju.

Barnæskan og ósýnileikinn - þörfin fyrir eigin sögu

Ég hef lengi haft áhuga á sögu og sagnfræði. Ég ólst upp við tiltölulega ríka sagnahefð heima fyrir og í barnaskólanum var jú kennd saga. Þar kynntist maður hugrökkum íslenskum hetjum. Bregðandi brandi. Steytandi hnefann framan í erlent yfirvald. Lofsyngjandi ættjörðina. Auðvitað var talað um lítilmagnann. Vosbúð og vesæld. Og konur. En karlkyns hetjur og valdamenn áttu sviðið og frásögning var einföld. Sjálfstæðisbarátta saklausrar þjóðar. Eða gagnkynhneigðra karlmanna. Þannig minnist ég þess að minnsta kosti í dag. Eitt tel ég þó alveg víst: Það var hvergi minnst á hinsegin fólk í þessari sögu. Ekki í skólanum. Ekki við eldhúsborðið heima. Sá veruleiki sem ég stóð tiltölulega snemma frammi fyrir var eiginlega hvergi sýnilegur. Og þá sjaldan að minnst var á hann í fjölmiðlum var hann í besta falli einfaldaður og bjagaður. Í versta falli afskræmdur.

| Efnisflokkur: Samfélag og saga |

Meira ...

Erindi formanns Samtakanna ‘78 á „Mál og mannréttindi“ - Málræktarþingi íslenskrar málnefndar og hátíðardagskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins í tilefni af degi íslenskrar tungu í Iðnó laugardaginn 15. nóvember 2014:

Heiðruðu gestir, til hamingju með daginn í dag og daginn á morgun.

Hvernig hefur hinsegin fólk hagað orðum sínum í baráttunni fyrir mannréttindum, sýnileika og virðingu? Höfum við samlagast ríkjandi samfélagsnormum sem gera ráð fyrir að allir séu gagnkynhneigðir og steyptir í hefðbundin mót karlkyns og kvenkyns? Eða höfum við risið upp gegn kerfinu? Höfum við smurt tannhjól ríkjandi regluverks eða mokað sandi í gangverkið?

Hvernig hefur orðræða hins gagnkynhneigða regluverks blasað við hinsegin fólki? Hefur gagnkynhneigða meirihlutasamfélagið kúgað og niðurlægt hinsegin fólk með orðum sínum? Eða samþykkt það sem jafningja?

| Efnisflokkur: Samfélag og saga |

Meira ...

Ingvi Hrafn Jónsson gerði á mánudag tilraun til þess að gera lítið úr Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni vegna frétta af úrsögn þingmannsins úr Framsóknarflokknum.

„Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er…" sagði Ingvi Hrafn í útvarpsviðtali á Bylgjunni.

Mín fyrstu viðbrögð voru “hvað í ósköpunum á maðurinn eiginlega við?” 

| Efnisflokkur: Samfélag og saga |

Meira ...

Paul-Michel Foucault fæddist 15. október 1926 í Poitiers í Frakklandi. Hann var heimspekingur og kenningasmiður um hugmyndasögu og félagsfræði. Hann kenndi það sem hann kallaði „sögu hugsunarkerfa“ (fr. Histoire des systèmes de pensée) við Collège de France og síðar við háskólann í Buffalo og Kaliforníuháskóla í Berkeley.

Foucault er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á samfélagslegum stofnunum, einkum í tengslum við geðsjúkdómafræði, læknisfræði, hugvísindi og fangelsi, sem og sögu kynferðisins. Kenningar hans um tengsl þekkingar og valds hafa haft gríðarleg áhrif á hug- og félagsvísindi og á ýmsum sviðum starfsmenntunar.

Meira ...

Erindi eftir Önnu Kristjánsdóttur flutt í Háskóla Íslands Íslands 16. nóvember 2009.

Einu sinni var ég ein í heiminum, kannski ekki alein því ég vissi af fólki þarna úti, en samt alein því fólkið þarna úti var svo fjarlægt. Ég minnist þess er ég á unglingsárunum heyrði fyrst af breskum sjómanni sem hafði farið í gegnum aðgerðarferli í Marokkó og orðið kona, að ég öfundaði hana útaf lífinu því sjálf átti ég í mikilli tilfinningabaráttu. Ég hafði sjálf alist upp með konu inni í mér og þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja neinum frá tilfinningunum mínum.

Meira ...

„Ég hélt ég yrði allan daginn að finna þetta!“ var haft eftir einni samkynhneigðri miðbæjarrottunni þegar hún skilaði sér loks á 31 árs afmælishátíð Samtakanna 78 laugardaginn 27. júní síðastliðinn. Vel eftir áætlaðan opnunartíma hátíðarinnar. Hátíðin var til tilbreytingar haldin utandyra, í fallegu rjóðri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og var viðkomandi miðbæjarrotta ekki ein um að vera lengi að finna hátíðarsvæðið.

Meira ...

Í 30 ár hafa Samtökin ’78 unnið að bættum réttindum homma og lesbía á Íslandi með eftirtektarverðum árangri. Viðhorf hafa breyst og lagalegri mismunun nánast verið eytt. Breyttar aðstæður í þjóðfélaginu kalla á breyttar áherslur í starfi Samtakanna ‘78.

Þessar áherslur koma meðal annars fram í fræðslustarfi félagsins. Jafningjafræðsla í grunn- og framhaldsskólum hefur lengi vel verið veigamesti þátturinn í fræðslustarfi félagsins en óskir fagfólks m.a. í skólum og starfsfólki heilbrigðisstétta hafa aukist til muna. Við þessu hefur verið brugðist eftir bestu getu en nú er svo komið að óskir um fræðslufundi eru mun fleiri en félagið hefur getað annað. Áhugi sveitarfélaga á þjónustu sem Samtakökin ’78 og þeirri þekkingu sem félagið býr yfir ber e.t.v. vitni um breytta tíma. Það er því fagnaðarefni að þegar hafa nokkur sveitarfélög gert þjónustustamning við Samtökin ‘78 þar sem markmiðið er m.a. að efla fræðslu til fagfólks í sveitarfélögunum.

Meira ...

Eftirspurn eftir fræðslu í grunnskólum og framhaldsskólum  hefur verið mjög lífleg í vetur og hafa krakkarnir í jafningjafræðsluhópnum ekki getað annað eftirspurn. Það er auðvitað bagalegt að geta ekki komið í alla skólanna sem óska eftir fræðslu frá okkur en líka hið besta mál að jafningjarnir skuli vera svona vinsælir. Samtökin´78 hafa staðið fyrir fræðslufundum síðan árið 1979 og hafa heimsóknir í skóla og félagsmiðstöðvar áunnið sér fastan sess í starfi þeirra.

Í mörgum skólum er jafningjafræðslan  hluti af kennslu í lífsleikni og margir kennarar gera hreinlega ráð fyrir heimsóknum jafningjanna á hverjum vetri. Landsbyggðin er líka að taka vel við sér og berast óskir um heimsóknir frá öllu landinu. Það er því alveg ómetanlegt að jafningjarnir á Akureyri skuli standa sig eins vel  og raun ber vitni og geysast á fræðslufundi af miklum móð.

Meira ...

Á aðalfundi félagsins í lok mars var tekin sú ákvörðun að breyta nafninu til frambúðar, úr FSS yfir í Q. Kom þessi breyting í kjölfar endurskilgreiningar á undirtitli félagsins nokkrum mánuðum fyrr, úr ,,félagi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans stúdenta” í ,,félag hinsegin stúdenta”.

Þótti þessi nafnbreyting tímabær, ekki aðeins vegna stefnubreytingarinnar úr STT í hinsegin og því rofinna tengsla milli skammstöfunar og nafns, heldur einnig vegna endurskipulagningar sem nú fer fram innan félagsins. Í sumar mun birtast endurnýjað félag byggt á gömlum og traustum grunni, með nýtt útlit og skýrari stefnu.

Meira ...

Í 30 ár hafa Samtökin ’78 unnið að bættum réttindum homma og lesbía á Íslandi með eftirtektarverðum árangri. Breyttar aðstæður í þjóðfélaginu kalla á breyttar áherslur í starfi Samtakanna ‘78. Þessar áherslur koma meðal annars skýrt fram í fræðslustarfi félagsins og í áherslum í réttindabaráttu svo fátt eitt sé nefnt.

Meira ...

Réttarstaða og félagsleg staða transgender fólks á Íslandi er afar veik og óljós. Á Íslandi eru engin sérstök lög í gildi um málefni transgender fólks líkt og í mörgum nágrannalanda okkar og margar hindranir sem standa í vegi fyrir lagalegri viðurkenningu og læknisfræðilegri meðferð.

| Efnisflokkur: Samfélag og saga |

Meira ...

Þann 3. nóvember 2007 var haldið málþing um lýðheilsu í ráðstefnusal Lauga í Laugardal.  Á málþinginu var lýðheilsa rædd frá ýmsum hliðum en lýðheilsa snýr að því að viðhalda og bæta heilsu, líðan og aðstæður þjóða og þjóðfélagshópa með almennri heilsuvernd,  heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu, rannsóknum og samfélagslegri ábyrgð.

Meira ...

Ég byrjaði sem fræðslustjóri Samtakanna´78 í ágústlok á síðasta ári og tíminn hefur algjörlega flogið af stað!. Í stuttu máli þá snýst stór hluti af mínu starfi um að efla fræðslu um samkynhneigð í grunnskólum Reykjavíkur í samstarfi við Menntasvið Reykjavíkurborgar og FAS. Þá er ekki einungis átt við fræðslu til krakkana heldur aðallega til kennara og starfsfólks grunnskólanna.

Meira ...

Hagfræðin lætur sig margt varða.  Fræðigrein sem fjallar um skort efnislegra gæða og það val sem hlýst í kjölfarið getur t.d. varpað ljósi á ýmsa hagræna þætti kynhegðunar.  Kynhegðun er auðvitað ekki annað en ein af mörgum breytum sem hefur áhrif á einstaklinga og þátttöku þeirra í efnahags- og atvinnulífi.  Slík breyta og áhrif hennar eru spennandi rannsóknarefni.  Spurningar eins og hvaða áhrif kynhneigð hafi á menntun, laun, fjölskyldumynstur o.s.frv. koma óhjákvæmilega í hugann. 

Meira ...

Þó ýmislegt bendi til aukins umburðarlyndis verður hinsegin fólk fyrir aðkasti og fordómum vegna kynhneigðar sinnar hér á landi. Neikvæð viðhorf og fordómar eru í skólum eins og í samfélaginu almennt. Sem dæmi um hvernig þessir fordómar birtast má nefna að orð yfir samkynhneigð eru vinsæl skammaryrði meðal nemenda.

Meira ...

Herra forsætisráðherra Geir H. Haarde, Frú Vigdís Finnbogadóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Borgarstjóri og aðrir hátíðargestir. Kæru vinir! Til hamingju með daginn! Til hamingju með þau lög sem taka gildi í dag og þennan mikilvæga áfanga í átt að jafnrétti til handa samkynhneigðum. Til hamingju Íslendingar með að búa í þjóðfélagi sem lætur jafnrétti sig máli skipta.

Meira ...

Undanfarið hefur mátt merkja aukningu ofbeldis í garð homma og þeirra sem taldir eru hommar sem og transgender einstaklinga. Sum af þessum málum hafa ratað í fjölmiðla á meðan önnur hafa ekki farið eins hátt en borist til heyrna forsvarsmanna Samtakanna ´78 eftir öðrum leiðum. Eitt alvarlegasta afbrotið átti sér stað sl. sumar þegar 16 ára piltur gerði tilraun til þess að myrða 25 ára karlmann sem hann hafði stofnað til kynna við á spjallrás fyrir homma.

Meira ...

Kvöld eitt fyrir um 25 árum stóð ég í biðröð til að komast inn í Óðal, sem þá var einn af helstu skemmtistöðum borgarinnar. Með mér í för var kærastinn minn, síðar eiginmaður. Næstir á eftir okkur í röðinni voru þáverandi formaður Samtakanna ’78 og sambýlismaður hans. Eftir um hálftíma tíðindalausa bið var röðin komin að okkur að vera hleypt inn.

Meira ...

Ávarp á Regnbogavöku á Akureyri 3. mars 2007. Sjaldan á ævinni hef ég orðið eins undrandi og laugardaginn 12. ágúst árið 2000. Við Rauðarárstíg í Reykjavík vorum við, rúmlega 100 manns, að stilla upp göngu eins og það heitir á okkar máli. Gleðiganga Hinsegin daga var í startholunum og brátt skyldi haldið af stað fyrir hornið á Hlemmi, niður Laugaveg.

Meira ...

Hinn 4. nóvember sl. var haldin málstofa með stjórn og trúnaðarráði Samtakanna ’78. Að þessu sinni voru fræðslu- og jafnréttismál í brennidepli og hlýddu fundargestir á fjölmörg áhugaverð erindi. Meðal þeirra sem fluttu erindi voru Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna ’78, Ingibjörg Guðmundsdóttir, formaður FAS, Sara Dögg Jónsdóttir, kennari, og Þorvaldur Kristinsson.

Meira ...

Umfjöllun um málefni samkynhneigðra í íþróttum á sér stutta sögu hér á landi. Fyrir fimm árum var fjallað um málið á vettvangi Samtakanna ’78 og var árangurslaust sótt um opinbera styrki til að gera frumrannsóknir á stöðu lesbía og homma innan íþróttahreyfingarinnar. Í kjölfar málþingsins „Hver er sá veggur“ sem fram fór Akureyri í apríl 2005 var fjallað um stöðu samkynhneigðra í íþróttum og fékk sú umræða nokkra umfjöllun í fjölmiðlum.

Meira ...

Bókasafn Samtakanna ’78 er svo sannarlega falinn gimsteinn. Ég man það vel frá fyrstu árum mínum í Samtökunum þegar þau voru til húsa á Skólavörðustíg 12 gegnt Hegningarhúsinu að ég uppgötvaði bók í bakherberginu sem hét Rubyfruit Jungle eftir Ritu Mae Brown. Þvílík uppgötvun fyrir 17–18 ára gamla stúlku sem gat engan veginn samsamað sér þeim fyrirmyndum sem þá prýddu götur bæjarins að undanskilinni „Flírukonunni“ og einni stúlkunni úr klíkunni sem gjarnan var kölluð „Mublurnar“.

Meira ...

Ef ég fengi að vera ráðherra í einn dag þá óska ég mér inn í fjármálaráðuneytið. Í sæti fjármálaráðherra vil ég sitja. Fyrsta korterið mun ég nota til að minna sjálfan mig á þá þungbæru staðreynd að að áhrifa minna mun aldrei sjá stað að loknum einum degi í Arnarhvoli nema til komi eilítil forsjálni næstu klukkustundirnar. En ég veit hvar ég vil reyna beita áhrifum mínum.

Meira ...

Jógvan á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, er víst ævareiður út í Rannveigu Guðmundsdóttur. Hann segir hana hafa móðgað færeysku þjóðina á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Ég þurfti nú að láta segja mér það tvisvar að íslenskur þingmaður - og það Rannveig Guðmundsdóttir - hefði tekið upp á þeirri ósvinnu að móðga vini okkar Færeyinga.

Meira ...

Heitar og tilfinningaþrungnar umræður urðu á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í gær, 1. nóvember. Um það geta þau best vitnað sem sáu útsendingu frá þinginu í dönsku sjónvarpi. Í fyrirspurnatíma gagnrýndi Rannveig Guðmundsdóttir, forseti þingsins, færeyska stjórnmálamenn fyrir að gæta ekki nægilega að réttindum samkynhneigðra.

Meira ...

Samstarfskona mín, Sigríður Arnardóttir, kom að máli við mig á dögunum og sagði frá syni sínum sem hafði komið heim með bækling frá skólahjúkrunarkonunni – fyrsta skrefið í kynfræðslu unglinga í grunnskólanum – og þar var að finna þessa setningu; „Á kynþroskaaldrinum fara strákar að verða skotnir í stelpum og stelpur í strákum.“

Meira ...

Íþróttir skipta miklu máli í íslensku samfélagi hvort sem litið er til almenningsíþrótta eða afreksíþrótta. Mikil áhersla er lögð á að börn og unglingar stundi íþróttir, enda eru til fjölmargar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi íþrótta, til dæmis sem forvörn gegn misnotkun vímuefna. Þá hafa íslenskar rannsóknir leitt í ljós að börn í íþróttum eru líklegri til að ná betri námsárangri en þau börn sem stunda ekki íþróttir. Almennur áhugi á íþróttum er mjög mikill og íþróttaumfjöll í fjölmiðlum er áberandi.

Meira ...

Hvað er átt við með því þegar talað er um sýnileika samkynhneigðra? Er hann einhvers virði og fyrir hvern þá? Í allri umræðu um réttindi lesbía og homma beinist athyglin að því hvað sé áhrifaríkast til þess að almenn mannréttindi til handa samkynhneigðum nái fram að ganga.

Meira ...

Eftirfarndi texti er úr bókinni VEISTU HVER ÉG ER?

Að deila reynslu sinni með öðrum

Finndu einhvern sem þú getur talað við og sem skilur áhyggjur þínar. Að trúa öðrum fyrir tilfinningum sínum léttir strax á álaginu og rýfur einangrunina. Mundu líka að þú ert ekki eini faðirinn eða eina móðirin í heiminum sem á lesbíu eða homma. Aðrir hafa gengið í gegnum það sama og þú. Þér er ef til vill þvert um geð að tala við vandalausa um svo persónuleg mál en ótal foreldrar hafa fengið sönnur þess að það hjálpar. Ef til vill geta vinir barnsins þíns hjálpað þér til að komast í samband við foreldra sem eiga við sömu áhyggjur að stríða. Ef ekki eru tök á þessu, hikaðu þá ekki við að hafa samband við samtök homma og lesbía. Þú þarft ekki annað en að fletta upp í símaskránni. Starfsmenn þar eru meira en fúsir til að spjalla við þig eða koma þér í samband við einhvern sem getur hjálpað þér, til dæmis hóp foreldra og annarra aðstandenda sem starfa á þessum vettvangi.

Meira ...

Þegar ég rifja upp æskuár mín í Hrísey sé ég fyrir mér tvenns konar manngerðir í hópi félaganna, annars vegar börnin og unglingana sem átti heima í eynni, og svo hins vegar þau sem ekki áttu þar heima þótt þau byggju þar. Ég man krakkana sem voru þar á sínum rétta stað, þau sem döfnuðu best í Hrísey og höfðu líklega aldrei hugleitt að þau gætu átt annars staðar heima.

Meira ...

Föstudagurinn 27. júní 1969 virtist ætla að verða eins og aðrir föstudagar hásumarsins í New York. Það var heitt og rakt og hommarnir flykktust þúsundum saman úr borginni til þess að sleikja sólina yfir helgina úti í Cherry Grove og The Hamptons. Það er að segja hinir efnuðu og makráðu. Þeir snauðari sátu heima og bjuggu sig undir ævintýri næturinnar.

Meira ...

Ágætu áheyrendur. Það er mér sönn ánægja að fá tækifæri til að ávarpa ykkur á Hinsegin dögum, þegar borgin okkar iðar af mannlífi, litum og gleði. Þetta er fagnaðarhátið okkar allra sem búum í þessu samfélagi, og í raun stórkostlegt að með þessum hætti skulum við geta sýnt samstöðu okkar með samkynhneigðu fólki, hvort sem við tilheyrum þeim hópi eður ei.

Við erum reiðubúin að fjölmenna út á götur borgarinnar á degi homma og lesbía, en erum við tilbúin að viðurkenna fullan rétt þeirra á við aðra borgara þessa lands, til dæmis hvað varðar rétt til fjölskyldulífs? Við vitum að mikilvægt skref var stigið í réttindabaráttu homma og lesbía þegar lög um staðfesta samvist voru sett árið 1996, en ætlum við að láta þar staðar numið?

Meira ...

Á jarðhæð Egilsgade 22 í Kaupmannahöfn ræður lesbían, hugsjónakonan og ljósmóðirin Nina Stork ríkjum. Starfsemi Stork Klinik lætur ekki mikið yfir sér en engu að síður hafa hundruð barna verið hamingjusamlega getin þar undanfarin sex ár. Árið 1997 gengu í gildi lög í Danmörku sem banna læknum að sæða lesbíur og einhleypar konur eða eins og segir í lagabókstafnum, ógiftar eða ekki í sambúð með karli. Hvergi er minnst á ljósmæður í lögunum og einmitt það skapar grundvöll fyrir starfsemi Stork Klinik, sem á engan sinn líka í veröldinni.

Meira ...

Mánudagsmorgunn, allir í kaffi, ég set upp grímuna og læt sparibrosið fylgja á meðan vinnufélagarnir skiptast á sögum helgarinnar. Ég hlusta þolinmóð og bíð eftir „rétta“ tækifærinu til að segja þeim frá því að ég hafi hitt konu síðastliðið föstudagskvöld. Tækifærið kemur bara ekki og kaffihléið er á enda. Ég verð að snúa mér aftur að vinnunni – vonsvikin. Árshátíðin er á næsta leiti og mig langar til að bjóða ástinni minni með, en hvernig?

Meira ...

Fordómar gagnvart samkynhneigðum hafa verið á undanhaldi hér á landi á undanförnum árum rétt eins og í nágrannalöndum okkar. Með vaxandi sýnileika samkynhneigðra ásamt aukinni fræðslu og umræðu hefur dregið úr fordómum. Til samræmis við þessa þróun hefur jafnframt dregið úr því lagalega misrétti sem samkynhneigðir hafa búið við. Þótt vel hafi miðað þá skortir enn á fullt jafnrétti á sviði fjölskylduréttar.

Meira ...

Erindi af ráðstefnunni Andspænis sjálfum sér – samkynhneigð ungmenni, ábyrgð og innsæi fagstétta sem haldið var í Fjölbrautaskólanum á Selfossi 23. apríl 2004. Útdráttur úr erindinu birtist í Skólavörðunni, 5. tbl. 4. árg.

Meira ...

Síða 1 af 2