Það var margt um manninn í sal Norræna hússins 31. janúar 2003 á málstofunni Samkynhneigðir á vinnumarkaði sem haldin var af Samtökunum ´78 í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands, en málstofan var liður í fjölbreyttri hátíðardagskrá á aldarfjórðungsafmæli félagsins. Fundarstjóri var Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, en frummælendur voru sex.

Meira ...

Að játa samkynhneigð sína fyrir nánustu ástvinum er flókið mál og erfitt fyrir flesta unglinga. Gamalt hugboð um það að vera á einhvern hátt öðruvísi en annað fólk, jafnvel allt frá því í bernsku, verður að vissu á þeim árum þegar mikið rót er á vitsmunum og tilfinningum unga fólksins.

| Efnisflokkur: Samfélag og saga |

Meira ...

Einn af undarlegri fylgifiskum fjölmiðlasamfélagsins er að hlutirnir gerast ekki lengur þegar þeir gerast heldur gerist eiginlega ekki neitt nema það hafi komið í fjölmiðlum. Við fréttum allt gegnum þá og gerist eitthvað hjá okkur kemur það líka í fjölmiðlum og gerist það ekki hefur eiginlega ekkert gerst. Nærtækt og sígilt dæmi er að samkynhneigðir voru ekki til fyrr en þeir birtust í fjölmiðlum.

Meira ...

Árið 1978 hannaði og saumaði San Francisco-búinn Gilbert Baker fána með röndum regnbogans. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Á tuttugu árum hefur fáninn orðið þekktari sem tákn þeirra en bleiki þríhyrningurinn sem um langt skeið hefur verið notaður í réttindabaráttunni.

| Efnisflokkur: Samfélag og saga |

Meira ...

Börn eru staðreynd í lífi fjölmargra lesbía og homma - einkum þó börnin sem við eignuðumst áður en við horfðumst í augu við kynhneigð okkar. Þessi börn hverfa ekki úr lífi okkar þó að við játum kynhneigð okkar fyrir sjálfum okkur og heiminum. Þau hafa auðgað tilveru okkar og tilfinningar á þann hátt sem engin önnur reynsla getur gert. Sú reynsla er svo sterk og djúp að hún er í rauninni handan við öll orð.

Meira ...

Hjúskaparlöggjöf fyrir samkynhneigða, staðfest samvist, öðlaðist gildi hér á landi 27. júní 1996 á alþjóðlegum frelsisdegi lesbía og homma. Þetta er stærsti áfangi í sögu samkynhneigðra á Íslandi og sumir þingmenn héldu því jafnvel fram að um kaflaskil væri að ræða í mannréttindasögu Íslendinga. [1]

Meira ...

Um starf með samkynhneigðum nemendum í MA. Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Þorvaldur Þorsteinsson segir í splunkunýrri bók þar sem hann rifjar upp menntaskólaárin: „Fyrir 20 árum voru hvorki hommar né lesbíur, það var enginn í hjólastól, enginn heyrnarlaus né með hörundslit sem gat talist annað en hæfilegt tilbrigði við hvítt. A.m.k. ekki í Menntaskólanum á Akureyri.” (Minningar úr Menntaskólanum á Akureyri. 2000:474)

Meira ...

Árið 1925 ritaði skáldið Halldór Laxness ögrandi tímaritsgrein sem hann kallaði „Af menningarástandi“. Þar er 23 ára uppreisnargjarn heimsmaður að gera sér leik að því að máta menningu Íslendinga við þá heimsmenningu sem hann hafði kynnst og segir:

Meira ...

Síða 2 af 2