Árið 1985 var þingsályktunartillaga um afnám misréttis gagnvart samkynhneigðu fólki í fyrsta sinn borin fram á Alþingi. Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar þar sem hún dagaði uppi. Skriður komst ekki á málið fyrr en sjö árum síðar þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þá þingmaður Kvennalistans bar það óbreytt upp að nýju í félagi við Össur Skarphéðinsson, Ólaf Þ. Þórðarson, Guðrúnu Helgadóttur og Einar Kr. Guðfinnsson.

Meira ...

Það verður fróðlegt að vita hvaða augum fólk lítur á samþykkt Kirkjuþings árið 2007 um aðildarrétt að hjónabandi eftir svona 20-30 ár. Ég er að hugsa um að stofna veðbanka um það hvort samþykktin verður talin bera vott um þröngsýni og íhaldssemi genginna kynslóða (sem ég veðja á) eða óþolandi frjálslyndi fólks sem misskildi kristna kenningu eða var sama um hana.

Meira ...

Í umræðu um kynhlutlausa hjónabandslöggjöf á Íslandi og hlutverk kirkju í hjónavígslu hefur borið á að vísað er til hinnar svokölluðu „sænsku leiðar” sem hugsanlegri lausn á óeiningu innan íslenskrar þjóðkirkju hvað varðar aðkomu hennar að hjónabandi/staðfestri samvist samkynhneigðra. En hver er þessi „sænska leið” og hvað er að gerast í umræðunni um kynhlutlaust hjónaband og aðkomu kirkjunnar að því í Svíþjóð?

Meira ...

Mjög er um tregt tungu að hræra, sagði Egill Skallagrímsson í sorg sinni.  Og í dag er mér tregt tunguna að hræra. Skilaboðin frá Prestastefnu á Húsavík eru vonbrigði.  Við prestar getum haldið því fram að mikilvægum áfanga hafi verið náð með því að samþykkja að blessa staðfesta samvist og viðurkenna að Biblíunni sé ekki hægt að halda á lofti til að tefja réttindabaráttu samkynhneigðra.  En þetta snýr eingöngu að prestastéttinni. 

Meira ...

Á undanförnum vikum hafa fulltrúar Biskupsstofu kynnt í nokkrum sóknum landsins tvær álitsgerðir sem lúta að staðfestingu samvistar samkynhneigðra og blessun staðfestrar samvistar hjá prestum Þjóðkirkjunnar. Annars vegar ályktun kenningarnefndar Þjóðkirkjan og staðfest samvist og hins vegar Blessun staðfestrar samvistar og eru þær gefnar út í tveimur bæklingum af Biskupsstofu.

| Efnisflokkur: Samkynhneigð og trú |

Meira ...

Á kirkjuþingi síðastliðið haust voru lagðar fram tvær ályktanir varðandi fjölskyldustefnu kirkjunnar. ÁST (Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf) og FAS (Félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra) lögðu fram umsögn við þessar tvær ályktanir. Í fyrsta lagi sneri umsögnin að ályktun um hlutverk fjölskyldunnar þar sem notað var orðalagið „að geta af sér nýja kynslóð“, en með því töldu ÁST og FAS að fósturfjölskyldur væru ekki fullgild fjölskyldueining.

Meira ...

Nýlega héldu Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra (FAS) og Prestafélag Íslands málþing sem hafði yfirskriftina: "Getur íslenska þjóðkirkjan haft forystu í málefnum samkynhneigðra?" Þessi tvö félög hafa starfað saman síðustu misseri og var þetta þriðja málþingið sem þau halda.

Meira ...

Í predikun sem biskupinn yfir Íslandi, herra Karl Sigurbjörnsson, flutti í Dómkirkjunni á nýársdag ítrekaði hann fyrri afstöðu þjóðkirkjunnar til kirkjulegrar vígslu samkynhneigðra para. Hvatti hann ríkisstjórn og alþingi til þess að koma í veg fyrir að lagasetning sem heimila myndi trúfélögum að framkvæma slíka vígslu nái fram að ganga. 

Meira ...

Mig langar til að fjalla um afstöðu mína til kirkjunnar. Mig grunar reyndar að hún sé svipuð afstöðu svo margra annarra. Kirkjan hefur alltaf verið á sínum stað, hluti af tilveru minni frá fæðingu, a.m.k. frá skírninni og hluti af tilveru foreldra minna og forfeðra.

Meira ...

Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf, ÁST, harmar orð biskups Íslands, herra Karls Sigurbjörnssonar, í sjónvarpsviðtali á NFS 2. janúar síðastliðinn, þar sem hann ræddi um hjónabandið í tengslum við fram komna tillögu á Alþingi en hún lýtur að frjálsri heimild til forstöðumanna trúfélaga til að sinna þeim löggerningi að staðfesta samvist samkynhneigðra í kirkju.

Meira ...

Bræður og systur. Desembermánuður og jólin eru í hugum flestra tímabil samveru og samkenndar. Þau geta einnig verið uppspretta einangrunar og dapurleika þess sem finnst hann eða hún ekki vera hluti af umgjörð jólahaldsins. Það má líta á þessa helgistund hér í kvöld sem sköpun á okkar eigin umgjörð, þar sem við hommar og lesbíur, ásamt vinum okkar og vandamönnum, erum saman komin til að njóta samfélags hvers annars og samfélagsins við Guð, á forsendum okkar sjálfra.

Meira ...

Á Kirkjudögum, sem haldnir voru laugardaginn 25.júní síðastliðinn, hafði Hulda Guðmundsdóttir umsjón með málstofu á vegum Djáknafélagsins þar sem hún kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á viðhorfum presta og djákna til málefna samkynhneigðra. Fjallað var um hvernig viðhorfið til uppruna kynhneigðar virðist móta afstöðuna til samkynhneigðra og hvernig mismunandi guðfræðilegar áherslur birtast í afstöðunni til kirkjulegrar hjónavígslu samkynhneigðra para. Nánar er fjallað um rannsókn þessa í sérriti Kirkjuritsins. Málstofan var ágætlega sótt og rannsókn Huldu gefur sterkar vísbendingar í jákvæða átt.

Meira ...

Sunnudaginn 22. maí 2005 var haldin svokölluð Regnbogamessa í Laugarneskirkju. Þar sameinuðust söfnuðirnir þrír umhverfis Laugardalinn – Langholts-, Ás- og Laugarnessöfnuðir – í almennri kvöldmessu og kölluðu lesbíur og homma og fjölskyldur þeirra sérstaklega til þessarar stundar. Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf, ÁST, stóð einnig að athöfninni. Regnboginn táknar sáttmálann milli Guðs og manna, hann brúar bilið á milli manna sem fordómar og hræðsla valda, hann felur í sér fyrirheit fjölbreytileikans og hann táknar samfélag samkynhneigðra.

Meira ...

Undanfarnar vikur hafa átt sér stað á síðum dagblaðanna skoðanaskipti um niðurstöður nefndar sem skipuð var af forsætisráðherra um stöðu samkynhneigðra á Íslandi. Sem betur fer hefur viðhorf Íslendinga gangvart samkynhneigðum breyst á síðastliðnum 5-10 árum. Samkynhneiðgir sjá vonandi fram á það að innan ekki margra ára njóti þeir sömu mannréttinda og aðrir Íslendingar.

Meira ...

Hér á eftir fara tvær prédikanir hvor eftir annari eins og ég flutti þær í kirkjunni. Þetta eru ekki blaðagreinar og heldur ekki fræðilegt efni í sjálfu sér, heldur prédikun, trúarvitnisburður. En vegna þess hve illa kirkjunni hefur gengið að skilgreina afstöðu sína í málefnum samkynhneigðra, þá held ég að það skipti miklu máli að sjá orðræðu á ,"málfari kirkjunnar" ef svo má að orði komast, þar sem tekin er afstaða með réttindabaráttu samkynhneigðra af trúarlegum ástæðum.

Meira ...

Um þessa helgi fagna samkynhneigðir og önnur þau sem vilja sýna samstöðu með málefnum og málstað samkynhneigðra á Hinsegin dögum í Reykjavík. Hátíðahöldin fara fram undir merkjum þess að efla sýnileika samkynhneigðra og stoltar tilfinningar. Þessu stolti deila fjölskyldur og vinir samkynhneigðra um allt land.

| Efnisflokkur: Samkynhneigð og trú |

Meira ...

Hugtakið kristin siðfræði er regnhlífarhugtak. Undir þessari regnhlíf rúmast siðfræðileg framsetning guðfræðinga hinna mörgu kristnu kirkjudeilda. Það væri því villandi að tala um kristna siðfræði sem væri hún ein og einslit og auðveld að höndla. Kristin siðfræði rennur fram eins og breitt fljót í tíma og rúmi. Í hana renna stöðugt nýjir lækir ? litlir og stórir, sem hafa áhrif á rennsli fljótsins, lit og lögun. Kristin siðfræði er ekki endilega sú sama í gær og í dag.

Meira ...

“̎Undanfarið hefur öfgafullt bókstafstrúarfólk reynt að draga umræðuna um samkynhneigð niður á vettvang "lækninga á samkynhneigð". Þessar staðhæfingar komu m.a. fram í greinum Morgunblaðsins haustið 1999 þegar umræðan um samkynhneigð stóð sem hæst. Nú er það hin "kristilega" sjónvarpstöð Omega sem dælir út áróðri m.a. gegn samkynhneigðum.

Meira ...

Trúarfíkn er það fyrirbæri þegar iðkun trúarlífs á vettvangi skipulagðra trúarbragða fær einkenni áráttuhegðunar sem hægt er að bera saman við hegðun virkra alkóhólista í neyslu. Helstu einkennin eru þau að trúin fær algeran forgang í lífi viðkomandi einstaklings, trúarfíkilsins, og verður mikilvægari en allt annað - einnig vinna eða fjölskylda. Boð og bönn trúarinnar verða að heilögum reglum, allt er svart eða hvítt, engir gráir tónar eru til í því litrófi, allt er annaðhvort rétt eða rangt, syndugt eða heilagt. Til stuðnings þessu er vitnað í Biblíuna, hún verður óskeikul. Sameiginlegir óvinir, eins og margir trúarfíklar telja samkynhneigða vera, eða sameiginlegt fjandsamlegt málefni, eins og fóstureyðingar, verða mikilvægir þættir í lífi trúarfíkilsins. Hatrið sem trúarfíkillinn nærir til þess sem hann telur vera rangt eða syndugt verður drifkraftur í lífi hans.

Meira ...

Haukur F. Hannesson ræðir við Ulf Lidman, prest í Stokkhólmi.

Ulf Lidman er fyrrverandi fyrrverandi hommi. Og þar sem tveir mínusar eru plús er hann í dag yfirlýstur hommi, þar að auki vígður prestur og starfar innan sænsku þjóðkirkjunar. Í nokkur ár var hann búsettur í Bandaríkjunum og starfaði sem ráðgjafi á meðferðarstofnun sem hafði það hlutverk að „lækna“ samkynhneigða af kynvillunni og gera þá að guðs þóknanlega (gagnkynhneigða) fólki. Um meðferðarstofnanir af þessu tagi fengu menn að heyra veturinn 1999 þegar afstaða kirkju og kristni til samkynhneigðra varð vettvangur umræðu á Íslandi. Ekki síst gekk sjónvarpsstöðin Omega hart fram í hatursáróðri sínum. En hverjar eru þessar stofnanir? Á hverju byggja þær kenningar sínar. Hver er reynsla þeirra sem hafa lent þar í „meðferð“? Og hver er reynsla Ulfs sjálfs?

Meira ...

Síðustu vikur hafa birst greinar í Morgunblaðinu sem fullyrða að samkynhneigð sé "læknanleg". Þessa fullyrðingar hafa greinahöfundar notað hver frá öðrum í greinum sínum án þess að gera frekari grein fyrir staðreyndum málsins. Öll helstu samtök og stofnanir í heilbrigðisgeira Bandaríkjanna hafa gefið yfirlýsingar um að engin "lækning" sé til og vara jafnvel við skaðsemi slíkra tilrauna. Tími ætti að vera kominn til að eyða óvissu lesenda Morgunblaðsins um meinta lækningu og skýra frá staðreyndum og rannsóknum.

Meira ...

Það er satt að segja ekki mikið fjallað um samkynhneigð í Gamla testamentinu og raunar má segja að alls ekkert sé fjallað um hneigðina sem slíka, heldur aðeins á örfáum stöðum um kynmök milli karla. Í glímunni við slíka texta er alltaf hætta á því að við lesum nútímahugmyndir inn í hina fornu texta, rífum þá úr sínu sögulega samhengi o.s.frv. Ég tala nú ekki um þegar menn hafa heitar skoðanir á umfjöllunarefninu, eins og harla oft hefur reynst vera með samkynhneigðina. Þá er veruleg hætta á að textarnir fái ekki að tala sjálfir, að við lesum inn í þá fyrirfram mótaðar hugmyndir okkar.

Meira ...