Eins og öll tungumál þróast íslenskan í sífellu og aðlagast samfélagi hvers tíma. Orð hverfa úr almennri notkun á sama tíma og nýyrði verða til. Okkur í Samtökunum ‘78 er umhugað um að geta talað um veruleika okkar á íslensku.
Um Hýryrði
Hýryrði 2023 eru byggð á sömu hugmynd og fyrri hýryrðakeppnir Samtakanna ’78, en þær voru haldnar árið 2015 og 2020. Í þeim keppnum urðu m.a. til orðin eikynhneigð, dulkynja, flæðigerva, kvár og stálp. Á átta árum hefur ýmislegt breyst og nýjar aðstæður krefjast nýrra orða. Við leitum því aftur til samfélagsins til að aðstoða okkur við að þróa tungumálið.
Fyrsti fasinn er að fá hugmynd frá þér að orðum sem vantar hýryrði, t.d. þegar við leituðum eftir kynhlutlausu nafnorði yfir kynsegin manneskju og fengum kvár! Eftir það munum við formlega hefja orðasamkeppnina. Fylltu út formið hér að neðan til að gefa okkur hugmyndir.