Hagsmunafélög

Hinsegin kórinn

Hinsegin kórinn er kór hinsegin fólks í Reykjavík og nágrenni

Hinsegin kórinn er kór hinsegin fólks í Reykjavík og nágrenni.

Tilgangur kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman.

Þá vill kórinn vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu, vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks. Kórinn mismunar ekki á grundvelli kynhneigðar og er því öllum opinn. Raddpróf eru að jafnaði haldin tvisvar á ári, við upphaf haust- og vorannar.

Hinsegin kórinn á aðild að Legato, samtökum hinsegin kóra um allan heim.

Vefsíða: www.hinseginkorinn.is