Viðburður

Aðalfundur 2018

Kæra félagsfólk!

Aðalfundur Samtakanna ‘78 árið 2018 verður haldinn sunnudaginn 4. mars kl. 13:00 – 15:30 að Suðurgötu 3.

Rétt til fundarsetu hefur félagsfólk með gilt félagsskírteini. Hægt er að greiða félagsgjöld við innganginn fyrir nýja félaga en greiðsluseðlar hafa verið sendir til allra félaga Samtakanna. Hægt er að skrá sig sem félaga hér https://samtokin78.is/eg-vil-gerast-felagi.

Nýjum félagsskírteinum verður dreift á aðalfundinum en eftir aðalfund verður hægt að nálgast þau á skrifstofu Samtakanna.

Dagskrá fundarins
1. Skipan fundarstjóra og fundarritara
2. Lögmæti aðalfundar staðfest
3. Skýrslur stjórnar, trúnaðarráðs, nefnda og starfshópa
4. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar
5. Fjárhagsáætlun ársins lögð fram
6. Laga- og stefnuskrárbreytingar
7. Kjör formanns til eins árs
8. Kjör þriggja einstaklinga í stjórn til tveggja ára
9. Kjör þriggja einstaklinga í stjórn til eins árs
10. Kjör tíu einstaklinga í trúnaðarráð til eins árs
11. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs
12. Önnur mál

Túlkun og aðgengi
Fundurinn fer fram á íslensku. Aðgengisþarfir má senda á netfangið skrifstofa@samtokin78.is og verður allt kapp lagt á að mæta þeim. Húsnæði samtakanna er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun.

Frekari upplýsingar um fyrirkomulag aðalfundarins og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má sjá hér: https://samtokin78.is/66-frettir/6181-adhalfundur-2018

//

The Annual general meeting of Samtökin ’78 will be held on Sunday March 4th from 13-15:30. The meeting will be in Icelandic but everyone is welcome to participate. If you have further questions please e-mail skrifstofa@samtokin78.is.