Viðburður

Bókmenntaklúbbur

Bókmenntaklúbbur Samtakanna ’78 hittist næst sunnudaginn 23. september kl. 20. Þar ætlum við að ræða Hómó sapínu eftir grænlenska rithöfundinn Niviaq Korneliussen.

Í bókmenntaklúbbnum skapast tækifæri fyrir áhugafólk til að koma saman, lesa og ræða bókmenntir sem snerta á hinsegin tilveru.

Öll velkomin – formleg reynsla af bókmenntalestri er með öllu óþörf!