Bókmenntaklúbbur: Bettý

Síðasta bókin sem bókmenntaklúbbur Samtakanna ’78 ræðir á árinu er glæpasagan Bettý (2003) eftir Arnald Indriðason.

Á bókarkápunni stendur:
Ég gerði mistök. Ég féll ofan í hverja gryfjuna af annarri. Sumar viljandi. Innst inni vissi ég af þeim og vissi að þær voru hættulegar en ég vissi ekki allt. Ég hugsa stundum með mér að líklega myndi ég láta mig falla í sumar þeirra aftur ef ég bara gæti.
Ungur lögfræðingur situr í gæsluvarðhaldi og rifjar upp afdrifarík kynni sín af Bettý sem birtist einn daginn í aðskornum kjól með litla gullkeðju um ökklann. Og þegar hún brosti….

Í bókmenntaklúbbnum skapast tækifæri fyrir áhugafólk til að koma saman, lesa og ræða íslenskar bókmenntir sem snerta á hinsegin tilveru. Öll velkomin – formleg reynsla af bókmenntalestri er með öllu óþörf! Klúbburinn hittist síðasta sunnudag hvers mánaðar kl. 19:00 á Suðurgötu 3. Eitt til tvö verk eru undir smásjánni í hvert sinn. Þátttakendur taka virkan þátt í að móta leslistann fyrir komandi viðburði.

Verið velkomin!

Hér er mappa þar sem nálgast má hluta af lesefni og aukalesefni bókmenntaklúbbsins:
https://drive.google.com/open?id=0B0cWSR2FThxOamk1bjhEekZuQTA