Bókmenntaklúbbur: Móðurhugur

Fyrsta bók ársins 2018 hjá bókmenntaklúbbi Samtakanna ’78 er skáldsagan Móðurhugur eftir Kára Túliníus sem kom út á síðasta ári.

„Einkadóttir Theodóru liggur í dái og móðirin samþykkir að tækin verði aftengd. Hvernig er hægt að lifa með slíkri ákvörðun? Theodóra er skáld og hennar leið er að setja saman bók til minningar um Ingu dóttur sína, sem varð ástfangin af Abel, transmanni sem var ekki ástfanginn af henni. Móðurhugur er skáldsaga um ástina, lífið og dauðann, um leitina að sátt við sjálfan sig og aðra, um mörkin milli skáldskapar og veruleika.“

Í bókmenntaklúbbnum skapast tækifæri fyrir áhugafólk til að koma saman, lesa og ræða íslenskar bókmenntir sem snerta á hinsegin tilveru. Öll velkomin – formleg reynsla af bókmenntalestri er með öllu óþörf! Klúbburinn hittist síðasta sunnudag hvers mánaðar kl. 19:00 á Suðurgötu 3. Eitt til tvö verk eru undir smásjánni í hvert sinn. Þátttakendur taka virkan þátt í að móta leslistann fyrir komandi viðburði.

Verið velkomin!

Hópurinn á Facebook: https://www.facebook.com/groups/1675590172737764/

Mappa þar sem nálgast má hluta af lesefni og aukalesefni bókmenntaklúbbsins:
https://drive.google.com/open?id=0B0cWSR2FThxOamk1bjhEekZuQTA