Viðburður

Frumsýningarpartý Hinseginleikans

Fyrsti þáttur vefþáttaseríunnar Hinseginleikinn verður frumsýndur í húsnæði Samtakanna ’78 fimmtudagskvöldið 8. mars nk. Um er að ræða sex þátta seríu um veruleika hinsegin fólks á Íslandi í dag. Þættirnir eru framleiddir af RÚV núll og þáttastjórnandi er Ingileif Friðriksdóttir.

Öllum er velkomið að mæta, sjá þáttinn, og skemmta sér. Léttar veitingar til sölu og aðgengi fyrir alla tryggt. 🏳️‍🌈