Viðburður

Hinsegin hreyfing

Queer Body Loving

Samtökin ’78 ásamt Lisu Franco slá til hinsegin hreyfingarkvölds næstkomandi fimmtudag. Lisa hefur unnið sem sjúkraþjálfari í 15 ár og unnið með ýmisskonar hinsegin fólki yfir tíðina. Hún vann meðal annars í einni af þremur hinsegin líkamsræktum sem fyrirfinnst í Bandaríkjunum, þar sem allir tímar miðuðust út frá hinsegin fólki og þeirra ólíku þörfum.

Endilega kíkið við í léttar æfingar og spjall, sem vonandi þróast út í reglulegan viðburð!