Jafningjafræðslunámskeið

Hefur þú áhuga á að gerast jafningjafræðari fyrir Samtökin ’78?

Fylltu þá út umsókn! https://goo.gl/forms/wFZc2Te5R9nGgxWj1

Það eru nokkur pláss laus!

Jafningjafræðararnir eru ungt fólk á aldrinum 16-30 ára sem fræða annað ungt fólk á öllu landinu um hinsegin veruleikann. Þau fá þjálfun hjá Samtökunum ’78 sem sjá um skipulagningu fræðslunnar. Algengast er að unglingar í 8-10 bekk fái heimsókn frá jafningjafræðurum Samtakanna ’78 en einnig er nokkuð um heimsóknir í framhaldsskóla og svo allskonar aðra hópa. Þetta er sjálfboðaliðastarf sem krefst þónokkrar skuldbindingar en á móti kemur frábær félagsskapur, æfing í að tala fyrir framan fólk og svo er þetta einstaklega gefandi starf.

Fyrir þau sem verða boðið að mæta á námskeið þá verður það haldið 6-7 janúar 2018. Það er skyldumæting á námskeiðið til að geta verið með í fræðslunni í vor.

Ef það eru einhverjar spurningar vinsamlegast hafið samband við fraedsla@samtokin78.is.