Jólabingó Samtakanna ’78

English below
Nú er komið að því sem öll hafa beðið eftir! Jólabingó Samtakanna ‘78. Bingóið byrjar stundvíslega kl. 16 en húsið opnar kl. 15.30
Fjöldi glæsilegra vinninga og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Jólabingóið er einn helsti fjáröflunarviðburður Samtakanna og því kjörið tækifæri fyrir vini og velunnara að sýna starfi Samtakanna ’78 stuðning. Hlökkum til að sjá ykkur!

Verðmæti vinningar er komið vel yfir 1.000.000 króna!

Nokkur hagnýt atriði fyrir bingóspilara:
Gott er að taka með sér reiðufé en posar verða einnig á staðnum.
Félagsfólk má gjarnan taka með sér félagaskírteini því það fær afslátt.
Gott er einnig að taka með sér tússpenna eða yfirstrikunarpenna.
Verðskrá er sem hér segir:

Félagsfólks S78: Fyrstu þrjú spjöldin: 2000 kr. Hvert spjald eftir það 500 kr.
Utanfélagsfólk: Fyrstu þrjú spjöldin: 3000 kr. Hvert spjald eftir það 750 kr.
Athugið að spilaðar verða þrjár umferðir og að á hverju „spjaldi“ eru þrír bingóreitir sem spilaðir eru samtímis.

Bingósalurinn er aðgengilegur fyrir fólk sem notar hjólastól en fara þarf út og í annað rými fyrir aðgengilega salernisaðstöðu. Við biðjumst afsökunar á óþægindunum sem það kann að valda.

It‘s the event everyone has been waiting for! Christmas bingo! Great fun for the whole family and all proceeds will go towards Samtökin ’78 advocacy and support work for the queer communtiy in Iceland.
All welcome!

The facilities are accessible but for accessible toilets one needs to go outside and into a different space. We are sorry for the inconveniece this may cause.