Viðburður

Jólabingó!

Verið velkomin á árlegt jólabingó Samtakanna ’78!

Hið árlega jólabingó er ein stærsta fjáröflun Samtakanna og því kjörið tækifæri fyrir vini og velunnara til að styðja starfið okkar. Frábær skemmtun fyrir fjölbreyttar fjölskyldur.

Vinningarnir eru heldur ekki af verri endanum og aldrei að vita nema hljómsveit líti við til að kynda undir keppnisskapið!

Ath. Bingósalurinn er aðgengilegur fyrir fólk sem notar hjólastól en fara þarf út og í annað rými fyrir aðgengilega salernisaðstöðu. Við biðjumst afsökunar á óþægindunum sem það kann að valda.

Nánari upplýsingar þegar á líður.

//
Our annual Christmas Bingo is coming up!

Great fun for the whole family and all proceeds will go towards Samtökin ’78 advocacy and support work for the queer communtiy in Iceland.

Attention: The facilities are accessible but for accessible toilets one needs to go outside and into a different space. We are sorry for the inconveniece this may cause.

Further information later on.