Skip to main content

Jólagjafainnpökkunarnámskeið

IS
Undir jólahjólatré er pakki! Og það fagur pakki. Langar þig að læra nýjustu trixin í gjafainnpökkun og vita nákvæmlega hvað er inn hverju sinni? Komdu á námskeið og fáðu að vita allt þetta með Magréti Erlu Maack, innpökkunarsérfræðingi. Einnig er tilvalið að koma með jólagjafirnar og pakka þeim inn til að spara sér tíma í jólaösinni. Við verðum með brúnan maskínupappír og alls konar skraut en ef þú vilt koma með þinn eiginn gjafapappír með regnbogaeinhyrningum og/eða múmínálfum til dæmis er það velkomið og við hvetjum til endurnýtingar á borðum fyrri ára. Komið með eigin skæri.

„Ég skráði mig á þetta námskeið því mamma mín var alltaf að gera grín að því hvað pakkarnir frá mér væru ljótir. Sjálfstraustið jókst með hverri mínútunni sem leið, ég lærði fjölda leiða til að bjarga ljótum pökkum og ég hugsa enn um verkfræðiundrin skyrtupakkann og fléttupakkann. Síðustu jól kom ég öllum í kringum mig á óvart með fegurð pakkana og einhver tímdu varla að opna þau. Dró úr miklum jólakvíða að afgreiða alla innpökkun á svona kvöldi með handleiðslu sérfræðings. Mæli með.“ -Bergrún Andra Hölludóttir

EN
Deck the halls with beautiful presents, falalala! Do you love presents? Do you live bows, decorations and wrapping paper? Then this event is something for you! Learn everything about wrapping presents and decorating them, what to do and what not to do. Margrét Erla Maack, wrapping professor, will host the event. The event is a great way to wrap in your presents for Christmas, so bring your presents as well! We’ve got brown wrapping paper, and all kinds of glitter and ornaments, but if you want to bring your own, or re-use old decor, please bring it with you

 • 00

  days

 • 00

  hours

 • 00

  minutes

 • 00

  seconds

Date

des 19 2022

Time

19:00 - 22:00

Cost

3.900,00 kr.

Location

Samtökin '78
Suðurgata 3

Organizer

Margrét Erla Maack
Website
https://www.margretmaack.com/
QR Code