Kaffihúsakvöld / Pop-up Coffee House

Pop-up kaffihúsið Útópía kynnir: Kósí kvöldstund í Samtökunum 78. Boðið verður upp á kaffi, te og ekta heitt súkkulaði með rjóma. Ljúffengt bakkelsi verður einnig á boðstólum og allt verður þetta á sanngjörnu verði.

Hvort sem þið komið með fjölskylduna, vinahópinn eða bara ein með handavinnuna eða jólabókina verður tekið vel á móti ykkur. Ljúfir tónar verða í græjunum og mandarínur í boði hússins fyrir þá fyrstu sem mæta.

Útópía samanstendur af Önnu Stínu, sem er virkur sjálfboðaliði Samtakanna og Erlu Dögg, sem er með mikla reynslu af kaffibransanum.

Pop-up coffeehouse Útópía will host a cozy café-evening at Samtökin ’78. Coffee, tea and hot chocolate is on the menu, alongside with delicious home-made treats. Everything on the menu is on a fair and reasonable price.

Take your family with you, friends or come alone, everyone will be warmly greeted. Soft music in the background and scent of clementines will fill the air.

Útópía is a project run by Anna Stína, valuable volunteer to Samtökin ’78, and Erla Dögg, who knows a thing or two about the coffee industry.