Viðburður

Karlmennskan og hennar áhrif

Mánudaginn 9. apríl bjóða Samtökin ´78 til spjallfundar um karlmennskuna og vilja bjóða áhugasömum að mæta og ræða hvernig karlmennskan hefur haft áhrif á einstaklinginn og samfélagið.

Við viljum fylgja eftir átakinu og umræðunum sem #karlmennskan hefur ýtt úr vör. Getum við sem samfélag komið á breyttum viðhorfum? Hver væru rökrétt næstu skref? Hvernig hefur staðalmynd karlmennskunnar haft áhrif á þig? Þessum spurningum ætlum við að reyna að svara í notalegu umhverfi á Suðurgötu 3.

Karlmennska og hinseginleiki tengjast óneitanlega – hvernig er karlmennska hinsegin karlmanna? En kvenna? Hvað með trans fólk? Og annara undir hinsegin regnhlífinni?

Á fundinn mæta Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð, en hann stofnaði til átaksins, Bjarni Snæbjörnsson leikari og leiklistakennari og Þorvaldur Kristinsson rithöfundur og fræðimaður, en ritgerð hans úr MA í kynjafræði heitir “Í leit að hinsegin rými: Lífssögurannsókn meðal íslenskra homma”

Með stjórn fundarins fer Unnsteinn Jóhannsson