Mannréttindi intersex fólks: Ný nálgun til framtíðar

Málþingið Mannréttindi intersex fólks: Ný nálgun til framtíðar leitast við að varpa ljósi á stöðuna á Íslandi í dag, þær framfarir sem nú eiga sér stað í málefnum intersex fólks víðs vegar um heim og hvaða aðgerða sé þörf hér á landi til að fulltryggja mannréttindi intersex fólks.
Sérstakir gestir á málþinginu verða:
• Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi hinsegin fólks (e. General rapporteur on the rights of LGBTI people) og höfundur skýrslu ráðsins um mannréttindi intersex fólks.
• Ruth Baldacchino, formaður ILGA-World, alþjóðasamtaka hinsegin fólks og stjórnandi intersex mannréttindasjóðs Astraea – Réttlætissjóðs lesbía. Hán lék lykilhlutverk í setningu fremstu löggjafar í heimi um réttindi trans og intersex fólks sem var lögfest á Möltu árið 2015.
• Laura Carter, rannsakandi og sérfræðingur í hinsegin málefnum hjá Amnesty International. Hún vann skýrslu Amnesty „First, Do No Harm“ um stöðu intersex fólks í heilbrigðiskerfum Danmerkur og Þýskalands.
Málþingið fer fram laugardaginn 17. febrúar í háskólabyggingunni Öskju í stofu 132 og stendur yfir frá 12:00-16:00.
Málþingið er ætlað öllum þeim er láta sig málefni intersex fólks varða og þá sérstaklega málefni intersex barna. Eru því alþingisfólk, heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk skóla og leikskóla og öll þau er vinna með einhverju móti að hag og réttindum barna boðin sérstaklega velkomin.
Að málþinginu standa:
Intersex Ísland – félag intersex fólks á Íslandi
Samtökin 78 – félag hinsegin fólks á Íslandi
Íslandsdeild Amnesty International.