Viðburður

Mitt Pride

Hinsegin dagar 2018 fóru fram í Reykjavík dagana 7.-12. ágúst og settu sannarlega sitt mark á borgina! Aldrei hafa fleiri viðburðir verið á dagskrá – sem allir voru mjög vel sóttir.

En hvernig fannst þér? Var allt frábært eða fannst þér eitthvað vanta? Hefði mátt gera eitthvað öðruvísi? Vilt þú sjá einhverja nýjung á næsta ári? Viltu kannski hjálpa til við eitthvað?

Árið 2019 fagna Hinsegin dagar í Reykjavík 20 ára afmæli auk þess sem 50 ár verða liðin frá Stonewall uppreisninni. Við þurfum því öll að hjálpast að við að gera Hinsegin daga 2019 stærri, flottari og skemmtilegri en nokkru sinni fyrr!

Líttu við á opnu húsi á Suðurgötu 3 og segðu okkur þínar hugmyndir! Sjoppan opin (til fjáröflunar fyrir Samtökin ’78) og hýr tónlist á fóninum.

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Hinsegin daga