Viðburður

Regnbogaþráðurinn

Í tilefni af 40 ára afmæli Samtakanna ’78 verður næsta vetur boðið upp á hinsegin vegvísi um grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Á Hinsegin dögum verður verkefnið kynnt og fulltrúar þess leiða gesti í gegnum sýninguna.
Markmiðið með Regnbogaþræðinum er að miðla upplýsingum um hinsegin líf og tilveru í Íslandssögunni, sýna hvernig hugmyndir um kyn og kynhneigð taka á sig ýmsar myndir á ólíkum tímum og ekki síst að spyrja spurninga, skoða hið ósagða og hvetja gesti til gagnrýninnar hugsunar. Að verkefninu standa Samtökin ’78 og Þjóðminjasafn Íslands. Leiðsögnin fer fram á íslensku kl. 17 og kl. 21. Verið öll velkomin.