Viðburður

Sýningaropnun

(english below)
Myndlistarsýningin Tíu leiðbeiningar (fyrir hinsegin fólk) er kynning á verkum eftir tíu breskar hinsegin listamanneskjur sem ætlað er að örva samræður og samstarf milli vaxandi hinsegin myndlistarsenu á Íslandi og hinsegin listafólks á Bretlandi og víðar í heiminum.

Leiðbeiningalist á rætur sínar að rekja til ársins 1919, en þá sendi Marcel Duchamp systur sinni leiðbeiningar í brúðkaupsgjöf. Leiðbeiningarnar skýrðu út hvernig systirin gæti hengt kennslubók í flatarmálsfræðum fyrir utan gluggann á herbergi sínu. Frá þeirri stundu hafa orðið til mikið magn leiðbeiningaverka m.a. eftir Fluxus listafólk og þá sérstaklega Yoko Ono. Einnig hefur sýning Hans Ulrich Obrist’s „Do It” ferðast víða um heiminn síðan 1994.

Nú hefur breskt hinsegin listafólk tekið höndum saman með Gallerí 78 og sýnir verk byggð á hugmyndinni um leiðbeiningarverk. Þetta er fyrsta samsýning erlends hinsegin listafólks sem haldin er hér á Íslandi og því er um tímamótaviðburð að ræða. Gallerí 78 hefur skipað sér í röð framsæknustu gallería hér á landi með því að einbeita sér að því að sýna verk íslensks hinsegin listafólks síðan 2015.

Sýningarstjórar eru Ásdís Óladóttir, Jez Dolan og Dr. Ynda Gestsson

Listafólkið sem að sýningunni standa: Joseph Cotgrave, Jez Dolan, Garth Gratrix, Cheryl Martin, Joshua Val Martin, Stiofan O’Ceillaigh, Richard Porter, Rosanne Robertson, Qasim Riza Shaheen, Debbie Sharp og Khalil Rasheed West.

//

The exhibition Ten Instructions (For Queer Artists) aims to present work by queer UK artists to stimulate debate, discussion and potentially future collaboration with the burgeoning queer art scene in Reykjavik, and beyond.

In 1919 Duchamp had sent his sister Suzanne a set of instructions to hang a geometry textbook outside her window as his wedding present to her, and thus instruction art was born. Fluxus, and particularly Yoko Ono made many examples of instruction art. Hans Ulrich Obrist’s Do It exhibition has been seen worldwide since 1994.

British queer artists have now joined hands with Gallery 78 to exhibit work based on the concept of instruction art. This first group show in Iceland presenting works by foreign queer artists is a turning point for queer art and artists on the Icelandic art scene. Gallery 78 is in the front line of Icelandic galleries and focusses principally on exhibiting work by queer artists since 2015.

Curated by: Jez Dolan (UK), Dr. Ynda Gestsson (IS) & Ásdís Óladóttir (IS)

Exhibiting artists are: Joseph Cotgrave, Jez Dolan, Garth Gratrix, Cheryl Martin, Joshua Val Martin, Stiofan O’Ceillaigh, Richard Porter, Rosanne Robertson, Qasim Riza Shaheen, Debbie Sharp and Khalil Rasheed West.