Undir regnboganum: Ráðstefna um málefni trans barna á Íslandi

[English below]

Lokað hefur verið fyrir skráningar. Greiðsluseðlar verða sendir út eftir ráðstefnuna.

ATH. Viðburðinum er streymt beint á netinu!

Hér er dagskrá ráðstefnunnar og frekari upplýsingar:

Undir Regnboganum

Samtökin ‘78 og Trans Ísland standa fyrir metnaðarfullri og spennandi ráðstefnu um málefni trans barna og ungmenna í IÐNÓ föstudaginn 2. mars næstkomandi kl. 9.00. – 16.30

Síðustu ár hafa æ fleiri börn komið út sem trans og þökk sé upplýsingaaðgengi hafa mörg þeirra fengið stuðning og t.d. breytt nafninu sínu snemma, jafnvel strax í leikskóla eða upphafi grunnskólagöngu.

Vitum við nóg til þess að hlúa að þessum börnum í skóla- og heilbrigðiskerfinu? Hefur fólk fengið þá fræðslu sem þarf til þess að þessum börnum farnist vel?

Jean Malpas, fjölskyldufræðingur og stofnandi og stjórnandi “The Gender and Family Project” í Ackerman stofnunni í New York borg mun flytja tvö erindi á ráðstefnunni en hann mun m.a. fjalla um hvernig við getum stutt sem best við trans börn og ungmenni í heilbrigðis- og skólakerfinu.

Auk hans verður fjöldi áhugaverðra erinda frá foreldrum og fagfólki sem starfar með trans börnum og ungmennum. Síðast en ekki síst verða pallborðsumræður þar sem trans ungmenni og foreldrar munu svara spurningum.

Þessi ráðstefna er öllum opin en við hvetjum sérstaklega þau sem vinna með börnum og ungmennum, sérstaklega innan heilbrigðis- og menntakerfis og félagsþjónustu til að mæta og kynna sér málefnið.

Kostnaður er 2500 kr.

Örfá sæti verða frátekin fyrir fólk í erfiðri fjárhagsstöðu til að komast frítt inn, frekari upplýsingar verða í skráningarskjalinu.
Aðgengi fyrir hjólastóla í húsnæðinu er ágætt.

Verkefnið er styrkt af forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar veitir Sigríður Birna Valsdóttir, netfang: sbvalsdottir@gmail.com

—–

As seating is limited, we require that you register for this conference. REGISTRATION IS NOW OPEN, REGISTER HERE: https://goo.gl/forms/1gyD832rOKyvAXTF3

Samtökin ‘78 in collaboration with Trans Iceland present an ambitious and exciting conference on the issues of trans children and youth. The conference will be hosted by IÐNÓ on Friday, March 2nd from 9am – 4:30pm.

In the last few years, more and more trans youth have been getting recognition and support thanks to increased access to information. Many of them have been able to change their names early, some as early as kindergarten and others at the start of elementary school.

Do we really know enough to support these children in the school environment as well as medically? Have people generally had the education and information they need to ensure these children are safe and welcomed?

Our keynote speaker is Jean Malpas, the founder and director of the Gender & Family Project at the Ackerman Institute for the Family and a psychotherapist in private practice in New York City. He will have two addresses; one focusing on gender affirming language and best professional practices and on empowering families of trans children. The second talk will focus on empowering transgender students and their learning environments.

In addition there will be a number of other speakers, ranging from parents to education and health professionals. Last but not least, there will be a panel made up of trans youth and parents of trans youth, relating their own desires and experiences as well as answering questions.

This conference is open to all but we would especially like to welcome those who work with youth, be it in education, medical professionals or social services.

Admission fee is 2500.

A small number of seats will be available for free for those who need it, more information will be available at registration.
The space is accessible for wheelchairs.

This conference is funded by the city of Reykjavík.

If you need more information about this event, you can contact Sigríður Birna Valsdóttir at sbvalsdottir@gmail.com