Velkomin á aðalfund 2020, 8. mars í Norræna húsinu.
Athugið! Á næstu dögum munum við auglýsa skemmti- og fræðsluviðburði sem haldnir verða í kringum aðalfund, ekki einungis taka frá tíma fyrir aðalfundinn heldur gerðu ráð fyrir bæði laugardegi og sunnudegi.

Aðalfundur 2020 fer fram 8. mars nk. kl. 13 í sal Norræna hússins. Rétt til fundarsetu hefur félagsfólk með gilt félagsskírteini. Hægt er að greiða félagsgjöld við innganginn fyrir nýja félaga en greiðsluseðlar verða sendir til allra félaga Samtakanna í lok janúar.

Hægt er að skrá sig sem félaga á heimasíðu Samtakanna, samtokin78.is.
Nýjum félagsskírteinum verður dreift á aðalfundinum en eftir aðalfund verður hægt að nálgast þau á skrifstofu Samtakanna í Suðurgötu 3.

Framboðsfrestur í stjórn og trúnaðarráð

Frestur til að bjóða sig fram í stjórn er skv. lögum félagsins þremur vikum fyrir aðalfund sem í þessu tilfelli er 16. febrúar 2020. Framboðum skal skila til kjörnefndar á kjornefnd@samtokin78.is. Framboðum til trúnaðarráðs má skila á fundinum sjálfum. Þess ber að geta að kjörnefnd getur framlengt framboðsfrest ef svo ber undir.

Lagabreytingar

Stjórn Samtakanna hefur skipað lagabreytinganefnd til að taka á móti lagabreytingatillögum og til að fara yfir núverandi lög með tilliti til breytinga. Skila skal lagabreytingatillögu fjórum vikum fyrir aðalfund sem í þessu tilfelli er 9. febrúar 2020. Lagabreytingum skal skilað á stjorn@samtokin78.is. Lagabreytingar skulu birtar opinberlega á vef Samtakanna, samtokin78.is, hálfum mánuði fyrir aðalfund, 23. febrúar 2020.

Hagsmunaaðild

Félög geta skilað inn umsókn um hagsmunaaðild sem þá er borin upp á aðalfundi Samtakanna og um hana kosið. Skv. lögum Samtakanna er gert ráð fyrir því að umsókn um hagsmunaaðild skuli berast stjórn þremur vikum fyrir aðalfund sem er 16. febrúar 2020. Umsókn um hagsmunaaðild skal skila á stjorn@samtokin78.is.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skipan fundarstjóra og fundarritara

2. Lögmæti aðalfundar staðfest

3. Skýrslur stjórnar, trúnaðarráðs, nefnda og starfshópa

4. Áritaðir reikningar fyrra árs kynntir og bornir upp til samþykktar

5. Fjárhagsáætlun ársins lögð fram

6. Laga- og stefnuskrárbreytingar

7. Kjör formanns til eins árs

8. Kjör þriggja einstaklinga í stjórn til tveggja ára

9. Kjör tíu einstaklinga í trúnaðarráð til eins árs

10. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs

11. Önnur mál

Túlkun og aðgengi

Fundurinn fer fram á íslensku. Aðgengisþarfir má senda á netfangið skrifstofa@samtokin78.is og verður allt kapp lagt á að mæta þeim. Salur Norræna hússins er aðgengilegur fyrir fólk með hreyfihömlun. Gengið er um aðalinngang.
Mikill vilji er hjá stjórn Samtakanna ’78 að túlka fundinn á önnur tungumál, ef þess er óskað þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu eins fljótt og auðið er og ekki síðar en 23. febrúar.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar og verklagsreglur kjörstjórnar:

Sjá hér: https://samtokin78.is/2020/01/14/verklagsreglur-kjornefndar-2020/

Hliðarviðburðir

Athugið að í ár munu Samtökin bjóða upp á fræslu- og skemmtiviðburði í kringum aðalfund. Fylgist endilega með á Facebook-i Samtakanna en þar verða viðburðirnir auglýstir. Sérstakur kynningarfundur fyrir aðalfund verður haldinn 1. mars 2020, það er góður vettvangur fyrir nýja félaga að komast og kynnast aðalfundi, einnig fyrir frambjóðendur til að kynna sig og fleiri áhugasöm.

Frekari upplýsingar:

Frekari upplýsingar um fyrirkomulag aðalfundarins og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má sjá í lögum félagsins, á vef samtakanna eða með því að hringja í skrifstofusímann, 552 7878.

Hlökkum til að sjá þig.

In English:

Samtökin’s general meeting will be held in The Nordic House, Sunday the 8th of March.All members who have paid the annual fee are eligible to partake in the meeting. A bill for the membership fee will be sent to your online bank now in January. You can sign up to become a member at Samtökin‘s website, samtokin78.is

New membership cards will be available at the general meeting and after that you can get yours at Samtökin’s office.

Deadlines:If you are interested in knowing anything about the deadlines for the general meeting, please contact the office at skrifstofa@samtokin78.is or call us at 552 7878.

Accessibility and interpreting:

The general meeting will be held in Icelandic. Due notice that The Nordic House is wheelchair accessible. If you wish to have an interpreter please let us know as soon as possible at skrifstofa@samtokin78.is

Candidates for the board:

Candidates for the board and the advisory council will be revealed at Samtökin’s website after the deadline closes, that is the 23th of February. If you want to volunteer and become a member of the board, please contact the selection committee at kjornefnd@samtokin78.is

Other events!

Please keep a close eye to Samtökin‘s facebook as we will advertise interesting events around the annual genereal meeting. The 1st of March we will host a special introduction to the AGM, that is a splendid opportunity to know more about the AGM in a cozy athmopshere.

Something else?

If there are any questions about anything regarding the general meeting please send us an e-mail to skrifstofa@samtokin78.is or call us at 552 7878.
See ya!