Skip to main content

Félagsmiðstöð 10-12 ára

Samtökin ’78, í samvinnu við Tjörnina – frístundamiðstöð, reka félagsmiðstöð fyrir 10-12 ára ungmenni

Öll innilega velkomin til okkar

Ert þú á aldrinum 10-12 ára og ert hinsegin, í hinsegin pælingum, áhugasamur/söm/samt um hinsegin málefni eða hreinlega langar að koma í félagsmiðstöð þar sem öll eru velkomin? Þú þarft ekki að skilgreina þig, bara koma, mæta og hafa gaman

Senda póst á forstöðukonu

Við erum hér!

Félagsmiðstöðin er annan hvern fimmtudag frá 16:30-18:00 og er til húsa
í Spennistöðinni við hlið Austurbæjarskóla, Barónsstíg 32a

Opnanir í vetur:

28. september

12. október

26. október

9. nóvember

23. nóvember

7. desember

21. desember

4. janúar

Kort

Sterkari saman

Árið 2015 gerðu Samtökin ’78 og Tjörnin – frístundamiðstöð (þá Kampur) með sér þjónustusamning. Tjörnin rekur félagsmiðstöð og nýtir til þess faglega þekkingu ásamt reynslu með að vinna með börnum á meðan Samtökin ’78 bera ábyrgð á sjálfboðaliðum og hinseginmálum.

Heimasíða TjarnarinnarFrístundastefna Reykjavíkurborgar

Spurt & Svarað

Þarf ég að vera hinsegin til að mæta?

Nei, það er engin skylda. Við spyrjum ekki um neitt er tengist kynvitund, kynhneigð, kyntjáningu eða kyneinkennum. Við viljum taka á móti öllum, hvort sem þú ert hinsegin, kannski hinsegin, smá hinsegin, stundum hinsegin eða veist ekki. Það má líka ekki vera viss.

Kostar eitthvað að mæta?

Nei það kostar ekkert! Við viljum að öll geti komið til okkar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kostnaði. Ef farið er í ferðir eða á viðburði sem kostaner það auglýst sérstaklega og reynt eftir bestu getu að halda kostnaði í lágmarki.

Hvað er eiginlega gert á opnunum?

Hvað er eiginlega gert á opnunum Þú getur séð dagskrá hverrar opnunar á Facebook og Instagram en einnig er alltaf í boði að slappa af, spjalla, kíkja í borðtennis, pool eða allskonar spil. Möguleikarnir eru endalausir og ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi

Foreldrar vita ekki að ég er í féló, má samt koma?

Við mælum að sjálfsögðu með því að foreldrar viti hvar þú ert svo þau fái ekki óþarfa áhyggjur af þér, en þú þarft ekki leyfi foreldra til að mæta.

Má koma með einhvern með sér?

Að sjálfsögðu! Hvort sem það er foreldri, vin eða kunningi þá er það velkomið. Það sem þér finnst best og heldur þér öruggu.

Má vera í ráðgjöf og féló á sama tíma?

Þú mátt nýta þér hvaða þjónustu Samtakanna ’78 sem er, án þess að neinn viti. Þú getur verið í stuðningshóp, mætt í féló, mætt á opin hús og verið í einstaklingsráðgjöf. Mundu, við erum hér fyrir þig.

Ertu með spurningu?

Ekki hika við að hafa samband

Senda fyrirspurn