Skip to main content

Siðareglur

Öll þau sem starfa fyrir, vinna með eða eru í virkum tengslum við Samtökin ’78 skulu hafa siðareglur samtakanna að leiðarljósi

Sjálfboðaliðar og starfsmenn skulu:

  • koma fram af virðingu og heiðarleika gagnvart félögum Samtakanna ’78, öðrum sjálfboðaliðum, starfsfólki og skjólstæðingum og öllum öðrum sem starfað er fyrir eða með óháð þjóðerni, uppruna, kyni, kynvitund, kyntjáningu, kyneinkennum, aldri, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, fötlun, líkamsgerð, holdafari, andlegri heilsu eða þjóðfélagsstöðu
  • tala ekki opinberlega fyrir hönd Samtakanna ’78 nema að það sé ákveðið sérstaklega, t.d. stjórn og starfsfólk
  • virða markmið Samtakanna ’78 og vinna að þeim
  • gæta fyllsta trúnaðar um það sem þeir fá vitneskju um í sínu starfi
  • einungis nota fjármuni og eigur Samtakanna ‘78 í þágu samtakanna og þeirra verkefna sem samræmast stefnu þeirra og
  • skuldbinda samtökin ekki umfram samþykktir
  • ekki taka þátt í ráðstöfun fjármuna eða eigna félagsins til verkefna þar sem þeir eða einstaklingar nánir þeim eiga hagsmuna að gæta
  • muna að virðing skal höfð að leiðarljósi í öllum samskiptum innan Samtakanna ’78. Kynferðisáreiti, kynferðislegt ofbeldi, líkamlegt áreiti, munnlegt áreiti, einelti og annað aðkast og ofbeldi er aldrei liðið innan starfa Samtakanna ’78.
  • fylgja þessum siðareglum til hins ítrasta sem og aðgerðaáætlun gegn ofbeldi