Skip to main content
search

Hinsegin vottun

Samtökin ’78 eru nú að þróa hinsegin vottun fyrir vinnustaði. Endilega lestu þessa upplýsingasíðu vel og ef þú hefur áhuga, ekki hika við að bóka fund

Af hverju hinsegin vottun?

Samtökin ’78 hafa sinnt fræðslustarfi í 25 ár. Mikil áhersla hefur verið lögð á starfsfólk skóla, stofnanir og nemendur í grunnskólum en nú erum við að þróa sérstakt fræðsluverkefni sem beint er að fyrirtækjum og öðrum vinnustöðum.

Skv. nýlegri rannsókn BHM kemur m.a. fram að tæpur helmingur hinsegin fólks er ekki opið með kynhneigð eða kynvitund sína á vinnustaðnum og rúmur helmingur hefur orðið fyrir óviðeigandi ummælum vegna hinseginleika.

Skýrsla BHM, ASÍ, BSRB

Ferill hinsegin vottunar

1

Hittumst!

Pantaðu viðtal við okkur, við hittumst og athugum hvort að þinn vinnustaður/fyrirtæki uppfylli staðla Samtakanna '78, t.d. varðandi verkalýðsfélög og kjarasamninga.
2

Gott fordæmi

Við byrjum á að funda með lykilstarfsfólki, t.d. mannauðsteymi, stjórnendur, teymisstjóra eða framkvæmdastjórn, og sá hópur fær einnig fræðsluerindi. Með þessu erum við að tryggja að verkefnið sé leitt með góðu fordæmi.
3

Úttekt, stefnur og könnun

Gerð er úttekt á fyrirtækinu/vinnustaðnum sem og könnun lögð fram til alls starfsfólks. Aukinheldur verður farið yfir allar stefnur, auglýsingar, ráðningaferli o.þ.h. sem viðkemur fyrirtækinu/vinnustaðnum.
4

Fræðsla, fræðsla, fræðsla

Allt starfsfólk fyrirtækisins/vinnustaðarins fær fræðsluerindi frá Samtökunum '78.
5

Könnun

Önnur könnun verður lögð fyrir allt starfsfólk. Þar vonumst við eftir að fá upplýsingar sem gætu leitt í ljós eitthvað sem betur mætti fara og þá höldum við áfram fræðslu
6

Síðustu skref

Fyrirtækin/vinnustaðnum verður skilað stuttri skýrslu, annað hvort þarf að fara aftur í einhverja þætti, þ.e. ef skilyrði eru ekki uppfyllt, eða fyrirtækið/vinnustaðurinn fær hinsegin vottun
7

Eftirfylgni

Samtökin '78 munu fylgjast með fyrirtækinu/vinnustaðnum, taka mögulega viðtöl við starfsfólk eða leggja fyrir kannanir, og gefa einkunn. Ef margt er ábótavant þá þarf að grípa til aðgerða.

Fjölbreytileiki og virðing

Rauði þráðurinn í öllum fræðsluerindum er fjölbreytileiki og virðing. Markmið Samtakanna ’78 er að breyta vinnustaðamenningu en ekki koma inn með boðum og bönnum.

Ferlið á einnig að vera skemmtilegt og hvetjandi fyrir allt starfsfólk til að fagna fjölbreytileikanum í allri sinni mynd, svo að þau sem einstaklingar geti einnig verið virkt stuðningsfólk hinsegin samfélagsins, og þar með samfélagsins alls.

Fræðsluvefur Samtakanna '78

Spurt & Svarað

Hvað þýðir vottun?

Að votta einhvern getur verið langt og strangt ferli, eða það getur verið tiltölulega auðvelt ferli. Margar vottanir eru í gangi, t.d. Jafnlaunavottun og Regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem dæmi. Hinsegin vottun Samtakanna ’78 fer í gegnum félagasamtökin sjálf en ekki vottunarstofu og byggir fyrst og fremst á fræðslu.

Eru til fyrirmyndir erlendis?

Samtökin ’78 byggja sína Hinseginvottun á tveimur aðilum. Annars vegar systursamtökum okkar í Svíþjóð, RFSL, en þau hafa vottað yfir 550 vinnustaði í Svíþjóð. Eins hafa Samtökin ’78 verið í samskiptum við Workplace Pride, sem hafa vottað alþjóðleg fyrirtæki undanfarna áratugi.

Hvar bóka ég?

Hérna beint fyrir neðan!

Bóka fund

"*" indicates required fields

Hvaða dagur hentar best til að hittast?
Tími dags?