Samtökin ’78 eru nú að þróa hinsegin vottun fyrir vinnustaði. Endilega lestu þessa upplýsingasíðu vel og ef þú hefur áhuga, ekki hika við að bóka fund

Af hverju hinsegin vottun?
Samtökin ’78 hafa sinnt fræðslustarfi í 25 ár. Mikil áhersla hefur verið lögð á starfsfólk skóla, stofnanir og nemendur í grunnskólum en nú erum við að þróa sérstakt fræðsluverkefni sem beint er að fyrirtækjum og öðrum vinnustöðum.
Skv. nýlegri rannsókn BHM kemur m.a. fram að tæpur helmingur hinsegin fólks er ekki opið með kynhneigð eða kynvitund sína á vinnustaðnum og rúmur helmingur hefur orðið fyrir óviðeigandi ummælum vegna hinseginleika.
Ferill hinsegin vottunar
Fjölbreytileiki og virðing
Rauði þráðurinn í öllum fræðsluerindum er fjölbreytileiki og virðing. Markmið Samtakanna ’78 er að breyta vinnustaðamenningu en ekki koma inn með boðum og bönnum.
Ferlið á einnig að vera skemmtilegt og hvetjandi fyrir allt starfsfólk til að fagna fjölbreytileikanum í allri sinni mynd, svo að þau sem einstaklingar geti einnig verið virkt stuðningsfólk hinsegin samfélagsins, og þar með samfélagsins alls.

Spurt & Svarað
Hvað þýðir vottun?
Að votta einhvern getur verið langt og strangt ferli, eða það getur verið tiltölulega auðvelt ferli. Margar vottanir eru í gangi, t.d. Jafnlaunavottun og Regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem dæmi. Hinsegin vottun Samtakanna ’78 fer í gegnum félagasamtökin sjálf en ekki vottunarstofu og byggir fyrst og fremst á fræðslu.
Eru til fyrirmyndir erlendis?
Samtökin ’78 byggja sína Hinseginvottun á tveimur aðilum. Annars vegar systursamtökum okkar í Svíþjóð, RFSL, en þau hafa vottað yfir 550 vinnustaði í Svíþjóð. Eins hafa Samtökin ’78 verið í samskiptum við Workplace Pride, sem hafa vottað alþjóðleg fyrirtæki undanfarna áratugi.
Hvað kostar þetta allt saman?
Það fer eftir umfangi og við getum gefið dæmi miðað við fjölda starfsfólks:
<20: 379.000
21-50: 571.000
50-100: 916.000
100-200: 1.750.000
200-500: 3.854.000
Athugið, þetta eru aðeins dæmi en hægt er að reikna verð þegar Samtökin ’78 hafa meiri upplýsingar undir höndum.
Hvar bóka ég?
Hérna beint fyrir neðan!
Bóka fund
"*" indicates required fields