Skip to main content
search

Lagaleg réttindi

Hér gefur að líta yfirlit yfir lagaleg réttindi. Athugaðu að síðan er í vinnslu

Viðhorf íslensku þjóðarinnar gagnvart hinsegin fólki hefur tekið miklum breytingum á síðastliðnum áratugum og mikill lagalegur ávinningur hefur orðið í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Ef þú telur að brotið hefur verið á réttindum þínum á grundvelli hinseginleika hvetjum við þig að hafa samband við Samtökin ‘78 og nýta þér lögfræðiráðgjöfina okkar. Hér eru helstu réttindi sem varða hinsegin fólk á Íslandi:

  • Óhætt er að leita til lögreglu ef brotið er á þér eða þú hefur orðið fyrir ofbeldi sökum kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar eða kyneinkenna. Samtökin ‘78 hvetja þig til að leita réttar þíns í slíku tilfelli.
  • Ólöglegt er að mismuna fólki á atvinnumarkaði út frá kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu.
  • Ólöglegt er að mismuna eða neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar.
  • Tveir einstaklingar geta löglega gengið í hjónaband og alið upp börn saman óháð kyni.
  • Ættleiðingar samkynja para á barni eru löglegar hér á landi. Eins og er eru ættleiðingar samkynja para einungis leyfilegar innanlands og frá Kólumbíu.
  • Tæknifrjóvgun er lögleg, sama hvers kyns fólk og/eða pör eru.
  • Trans fólk á rétt á að hefja kynleiðréttingarferli ef vilji er til þess.
  • Trans fólk getur breytt nafni sínu og kynskráningu án þess að fara í gegnum kynleiðréttingarferli. Sótt er um slíkt í gegnum Þjóðskrá.

Eins og er eru engin lög í landinu sem vernda hinsegin umsækjendur um alþjóðalega vernd sem sækja um vernd á grundvelli hinseginleika. Hins vegar þekkist að litið er til kynhneigðar þeirra og kynvitundar þegar mál hinsegin umsækjenda um alþjóðlega vernd eru tekin fyrir.