Skip to main content
search

Félagsheimili

Félagsheimili Samtakanna ’78 ber mörg nöfn. Sum tala um Regnbogasalinn, önnur félagsheimili og enn önnur Suðurgötu 3. Hingað eru öll velkomin

Suðurgata 3 - Heimili Samtakanna '78

Samtökin ’78 festu kaup á Suðurgötu 3, 101 Reykjavík um mitt ár 2014. Suðurgatan hýsir Regnbogasal Samtakanna, ráðgjafaherbergi, skrifstofuaðstöðu starfsfólks, fundaraðstöðu stjórnar, lítið bókasafn, Gallerí 78, skjalasafn og fleira. Öll eru velkomin að kíkja inn til okkar en skrifstofan er opin frá 13-16 hvern virkan dag.

KortHafa samband

Suðurgata 8 - Ráðgjafarými Samtakanna ´78

Alla fimmtudaga kl. 20 er opið hús í félagsheimili Samtakanna ’78. Þú ert innilega velkomin/nn/ð að koma og hafa það notalegt með okkar frábæru sjálfboðaliðum sem manna opnu húsin. Spil eru á borðum, þægileg tónlist, heitt á könnunni, hægt að glugga í tímarit eða bækur og einnig hægt að komast í tölvu ef svo ber undir. Kíktu til okkar.

KortHafa sambandAðgengi