Stuðningshópar

Hjá Samtökunum ’78 eru starfandi stuðningshópar þar sem einstaklingar geta komið, hlustað og mögulega tjáð sig. Öllum stuðningshópum er stýrt af fagmenntuðum ráðgjöfum Samtakanna ’78.

Gott er að skrá sig í stuðningshópa en það er gert hér að neðan, það er þó ekki skilyrði fyrir þátttöku.

Vegna COVID-19 þá eru flestir stuðningshópar rafrænir. Vertu í bandi fyrir nánari upplýsingar.

Trans ungmenni 13-17 ára

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að 13-17 ára ungmennum sem eru trans og/eða kynsegin. Hópurinn hittist milli kl. 17 og 19 á eftirfarandi dagsetningum:

Mánudag 20. september
Mánudag 18. október
Þriðjudag 16. nóvember
Þriðjudag 14. desember

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Trans ungmenni 18-25 ára

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að 18-25 ára ungmennum sem eru trans og/eða kynsegin. Stuðningshópurinn hittist milli kl. 20 og 22 á eftirfarandi dagsetningum í haust:

Miðvikudagur 15. september
Miðvikudagur 20. október
Miðvikudagur 17. nóvember
Miðvikudagur 15. desember

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Aðstandendur trans fólks

Stuðningshópurinn fyrir foreldra og aðra aðstandendur trans og/eða kynsegin fólks. Hópurinn hittist milli kl. 20 og 22 og er til skiptis einblínt á aðstandendur yngri  og eldri trans ungmenna. Dagsetningar fundanna í haust eru eftirfarandi:

Miðvikudagur 29. september (yngri)
Miðvikudagur 27. október (eldri)
Miðvikudagur 24. nóvember (yngri)
Miðvikudagur 29. desember (eldri)

Fimmtudaginn 23. september frá kl. 17 til 19 verður sérstakur fundur fyrir foreldra og aðstandendur trans barna á einhverfurófi.

 

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Sam- og tvíkynhneigðir karlar

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að karlmönnum sem skilgreina sig sem samkynhneigða eða tvíkynhneigða. Þó eru allir hinsegin karlmenn velkomnir. Hópurinn hittist þrjá mánudaga haustið 2021 í húsnæði Samtakanna ’78 að Suðurgötu 3 kl. 18:30. Dagarnir sem um ræðir eru 20. september, 15. nóvember og 13. desember.

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Todd Kulzcyk

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Hinsegin konur

Stuðningshópur hinsegin kvenna mun ekki vera starfandi haustið 2021. Fyrir félagslegan stuðning bendum við á félagið Hinsegin Ladies Night sem heldur úti félagslífi fyrir hinsegin konur. Fyrir sálrænan stuðning bendum við á ráðgjafaþjónustu okkar en hægt er að senda inn beiðni um tíma hér.

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Trans konur

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að trans konum, kynsegin konum, konum með ódæmigerða kyntjáningu, ofl.  Stuðningshópurinn hittist milli kl. 17 og 18:30 á eftirfarandi dagsetningum:

Þriðjudaginn 5. október
Þriðjudaginn 2. nóvember
Þriðjudaginn 30. nóvember

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa