Stuðningshópar

Hjá Samtökunum ’78 eru starfandi stuðningshópar þar sem einstaklingar geta komið, hlustað og mögulega tjáð sig. Öllum stuðningshópum er stýrt af fagmenntuðum ráðgjöfum Samtakanna ’78.

Gott er að skrá sig í stuðningshópa en það er gert hér að neðan, það er þó ekki skilyrði fyrir þátttöku.

Vegna COVID-19 þá eru flestir stuðningshópar rafrænir. Vertu í bandi fyrir nánari upplýsingar.

Trans ungmenni 13-17 ára

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að 13-17 ára ungmennum sem eru trans og/eða kynsegin. Stuðningshópurinn hittist þriðja miðvikudag í mánuði kl. 17.30

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Trans ungmenni 18-25 ára

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að 18-25 ára ungmennum sem eru trans og/eða kynsegin. Stuðningshópurinn hittist þriðja miðvikudag í mánuði kl. 20

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Aðstandendur trans fólks

Stuðningshópurinn fyrir foreldra og aðra aðstandendur trans og/eða kynsegin fólks. Stuðningshópurinn hittist síðasta miðvikudag í mánuði kl. 20

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Sam- og tvíkynhneigðir karlar

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að karlmönnum sem skilgreina sig sem samkynhneigða eða tvíkynhneigða. Þó eru allir hinsegin karlmenn velkomnir. Hópurinn hittist fjórða mánudag hvers mánaðar kl. 19.00.

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Todd Kulzcyk

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Hinsegin konur

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að konum sem laðast að öðrum konum á aldrinum 18+, t.d. bi+, samkynhneigðar, pankynhneigðar, kvenkynhneigðar o.fl.  Fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 19-20.30

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Ástrós Erla Benediktsdóttir

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Trans konur

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að trans konum, kynsegin konum, konum með ódæmigerða kyntjáningu, ofl.  Annan þriðjudag í mánuði kl. 19.30-21

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa