Skip to main content
search

Stuðningshópar

Hjá Samtökunum ’78 eru starfandi stuðningshópar þar sem einstaklingar geta komið, hlustað og mögulega tjáð sig. Öllum stuðningshópum er stýrt af fagmenntuðum ráðgjöfum Samtakanna ’78.

Tímasetningar stuðningshópanna birtast á viðburðasíðu Samtakanna ’78 hér og á facebook samtakanna hér.

Trans ungmenni 13-17 ára

Eins og er bjóðum við ekki upp á reglulega stuðningsfundi fyrir þennan aldurshóp. Í staðinn bjóðum við upp á styttri eða lengri námskeið, fræðslur og/eða uppákomur sem eru auglýst með góðum fyrirvara.

Við stefnum á að bjóða upp á t.d. sjálfstyrkingarnámskeið, Tónsmiðju, leiklistarnámskeið, fyrirlestra um ýmislegt tengt því að vera trans, námskeið í kvikmyndagerð og fl.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þið þekkið trans ungmenni á þessum aldri sem gæti þurft á stuðningi að halda. Það má senda póst á siggabirna@samtokin78.is

Hafa samband við ráðgjafa

Trans fólk 18 ára og eldra

Þriðja miðvikudag í hverjum mánuði kl. 20.00 – 22.00 í húsnæði Samtakanna ‘78, Suðurgötu 3

Hópurinn er ætlaður öllu trans fólki eldra en 18 ára, binary og non-binary og fólki sem er að velta fyrir sér hvort það geti verið trans.

Hópurinn er leiddur af Siggu Birnu ráðgjafa hjá Samtökunum ´78, sem hefur mikla þekkingu og reynslu er kemur að málefnum trans fólks.

Á fundum má ræða um allt sem viðkemur trans og ferlinu sem því getur fylgt en á þessum fundum leggjum við sérstaka áherslu á að svara spurningum fólks um:

  • fyrstu skrefin í trans ferlinu, hvort sem er félagslegt, líkamlegt og/eða lagalegt
  • hvernig/hvenær er best að koma út
  • hvernig veit ég hvort ég er trans
  • Transteymi Landspítalans
  • dysphoriu/kynama

Öll eru velkomin á fundi jafnt styttra komin og lengra komin og alltaf gott að fá fólk með meiri reynslu á fundina til að svara spurningum hinna sem styttra eru komin í ferlinu.

Hafa samband við ráðgjafa

Jafningjahópur lengra komins trans fólks 18+

Fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl. 20.00-22.00 í húsnæði Samtakanna ‘78, Suðurgötu 3

Hópurinn er ætlaður trans fólki, binary og non-binary, sem hefur verið úti í lengri tíma

og/eða sótt hina stuðningshópana í ár eða lengur.

Hópurinn er ætlaður til stuðnings og spjalls um hin ýmsu málefni og vandamál sem geta komið upp í samfélagi samtímans.

Hópurinn er ekki leiddur af ráðgjafa heldur sjálfboðaliðum hjá Samtökunum ´78 sem sjálf eru trans. 

Hafa samband við ráðgjafa

Aðstandendur trans barna og ungmenna

Síðasta miðvikudag í mánuði kl. 20.00 – 22.00 í húsnæði Samtakanna ‘78 að Suðurgötu 3

Stuðningsfundir fyrir aðstandendur barna eða ungmenna sem eru trans eða með ódæmigerða kyntjáningu. Það skiptir ekki máli hvort barnið þitt er trans strákur, trans stelpa, stálp, fljótandi eða leitandi og það skiptir ekki máli hvar í ferlinu barnið þitt er.

Þetta er tækifæri til að spyrja spurninga og deila reynslu og heyra af reynslu annarra. Það er eðlilegt að það komi upp margar spurningar og tilfinningar og hér er rými til að ræða um allt.

Einnig er reglulega boðið upp á skipulögð fræðsluerindi.

Hafa samband við ráðgjafa

Aðstandendur trans kvenna, karla og kvára

Síðasta miðvikudag í hverjum mánuði kl. 20.00 – 22.00 í ráðgjafarými Samtakanna ‘78, Suðurgötu 8

Stuðningsfundur fyrir aðstandendur fullorðins trans fólks, þ.e. 18 ára eða eldra. Það skiptir engu máli hvort trans konan/karlinn/kvárið komu nýlega út eða hafa lifað lengi í réttu kyni eða hvar þau eru í ferlinu. Komdu ef þú vilt spjalla og heyra af reynslu annarra og/eða deila þinni reynslu með öðrum.

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við siggabirna@samtokin78.is

Hafa samband við ráðgjafa

Trans konur

Að jafnaði annan þriðjudag í hverjum mánuði kl. 17-19 í húsnæði Samtakanna ‘78, Suðurgötu 3

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að trans konum og trans feminine fólki 18 ára og eldra. Kyntjáning fólks eða hvar það er í ferlinu skiptir engu máli. 

Á fundum má deila reynslu, spyrja spurninga og spjalla um allt það sem viðkemur því að vera trans hvort sem fólk er að stíga sín fyrstu skref eða komið lengra í ferlinu. 

Hópurinn er leiddur af ráðgjöfum hjá Samtökunum ´78 sem hafa mikla þekkingu og reynslu er kemur að málefnum trans fólks.  

Öll eru velkomin á fundi og ekki er nauðsynlegt að boða komu sína fyrirfram en ef þið viljið frekari upplýsingar getið þið sent á raðgjof@samtokin78.is

Staðsetning: Suðurgötu 3

Hafa samband við ráðgjafa