Stuðningshópar

Hjá Samtökunum ’78 eru starfandi stuðningshópar þar sem einstaklingar geta komið, hlustað og mögulega tjáð sig. Öllum stuðningshópum er stýrt af fagmenntuðum ráðgjöfum Samtakanna ’78.

Gott er að skrá sig í stuðningshópa en það er gert hér að neðan, það er þó ekki skilyrði fyrir þátttöku.

Trans ungmenni 13-17 ára

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að 13-17 ára ungmennum sem eru trans og/eða kynsegin. Hópurinn hittist að jafnaði þriðja miðvikudag mánaðarins milli kl. 17 og 19.

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Trans fólk 18 ára og eldra

Stuðningshópur trans fólks 18 ára og eldri mun hittast á eftirfarandi tímum næstu misseri. Hópurinn hittist kl. 20:00 í húsnæði Samtakanna ’78, að jafnaði þriðja miðvikudag mánaðar.
Fundir munu fara fram í húsnæði okkar að Suðurgötu 3 og er aðalinngangur aðgengilegur hjólastólum. Sem fyrr leiðir fundina Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum ’78. Þau sem eru að mæta á fund í fyrsta skiptið mega gjarnan senda tölvupóst á sbvalsdottir@gmail.com þar sem þau kynna sig og skrá sig þannig í hópinn.
Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Aðstandendur trans fólks

Verið velkomin í stuðningshóp Samtakanna ’78 fyrir aðstandendur trans barna/ungmenna eða barna/ungmenna með ódæmigerða kyntjáningu. Hópurinn hittist að jafnaði síðasta miðvikudag í mánuði að Suðurgötu 3 og er leiddur af Sigríði Birnu, ráðgjafa.
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við siggabirna@samtokin78.is.
Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Sam- og tvíkynhneigðir karlar

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að karlmönnum sem skilgreina sig sem samkynhneigða eða tvíkynhneigða. Þó eru allir hinsegin karlmenn velkomnir. Hópurinn hittist að jafnaði fjórða mánudag mánaðarins milli kl. 18:30 og 20:00. Fundir fara fram í húsnæði Samtakanna ’78 að Suðurgötu 3 sem er aðgengilegt hjólastólum um aðalinngang. Vinsamlegast athugið að leiðari fundanna, Todd Kulzcyk, er enskumælandi.

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Hinsegin konur

Stuðningshópur hinsegin kvenna er ekki lengur starfandi. Fyrir félagslegan stuðning bendum við á Veru – hinsegin félag kvenna og kvára sem heldur úti félagslífi fyrir hinsegin konur. Fyrir sálrænan stuðning bendum við á ráðgjafaþjónustu okkar en hægt er að senda inn beiðni um tíma hér.

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa

Trans konur

Stuðningshópurinn er sérstaklega miðaður að trans konum, kynsegin konum, konum með ódæmigerða kyntjáningu, ofl.  Stuðningshópurinn hittist milli kl. 17 og 18:30 á eftirfarandi dagsetningum:

Þriðjudaginn 11. janúar (á Zoom)
Þriðjudaginn 8. febrúar
Þriðjudaginn 8. mars
Þriðjudaginn 12. apríl
Þriðjudaginn 10. maí
Þriðjudaginn 14. júní

Staðsetning: Suðurgötu 3

Ráðgjafi: Sigríður Birna Valsdóttir

Skrá í hópHafa samband við ráðgjafa