Skip to main content

Aðgengi

Samtökin ’78 vilja bjóða öll velkomin og hafa því sett sér skýra stefnu þegar kemur að aðgengi á viðburðum

English

Suðurgata 3 í Reykjavík eru höfuðstöðvar Samtakanna ’78. Þar halda Samtökin ’78 flesta viðburði. Einnig halda Samtökin ’78 viðburði á öðrum stöðum, til dæmis Tjarnarbíói, Iðnó, Norræna húsinu og fleiri stöðum. Samtökin ’78 eru með ráðgjafarými að Suðurgötu 8. Hér að neðan má finna upplýsingar um hvern stað fyrir sig. Aðgengismál er stórt hugtak sem Samtökin ’78 túlka vítt og vilja ekki einungis tæpa á aðgengi fyrir þau sem nota hjólastól heldur hafa einnig sett sér stefnu um öruggara rými, sem og fylgjast með kynjuðum salernum, hljóðvist, tungumáli, táknmáli og fleira. Ef þú vilt koma með ábendingu um það sem betur mætti fara varðandi aðgengismál hjá Samtökunum ’78 ekki hika við að hafa samband.

Húsnæði

Suðurgata 3 - Höfuðstöðvar

Myndband af Suðurgötu 3

Hjólastólaaðgengi: Suðurgata 3 er með tveimur inngöngum, aðalinngangur sem er aðgengilegur, þar er dyraop 90cm með 2cm þröskuldi. Aðrar dyr inni í Suðurgötu 3 eru með 85cm dyraopi. Annað salernið í Suðurgötu 3 er aðgengilegt. Samtökin ’78 halda einnig viðburði annars staðar og munu upplýsingar um þá staði vera aðgengilegar hér að neðan.

Hljóðvist: Hljóðvist í Suðurgötu er ábótavant, við reynum til hins ítrasta að magna upp hljóð á fundum svo öll heyri vel. Þau sem nota heyrnatæki geta notað þau án vandkvæða. Þegar mörg eru í Suðurgötu 3 þá getur skynáreiti verið töluvert, við reynum að halda ráðgjafaherbergi lokuðu og geta þau sem finna mikið fyrir áreitinu fengið afnot af því herbergi eins lengi og þau þurfa.

Salerni: Engin kynjuð salerni eru í Suðurgötu 3.

Suðurgata 8 - Ráðgjafarými

Myndband af Suðurgötu 8

Hjólastólaaðgengi: Ekki er að hljólastólaðgengi að Suðurgötu 8, en það liggja tröppur upp að rýminu.

Gengið upp hvítan stiga framan á húsinu og inn um hurð til vinstri.

Notendur hjólastóla eða annarra stoðtækja sækja ráðgjöf og fundi að Suðurgötu 3.

Hljóðvist: Góð hljóðvist er í rýminu. Þau sem nota heyrnatæki geta notað þau án vandkvæða. Engin önnur starfsemi er að Suðurgötu 8 þegar ráðgjöf á sér, því er gott næði.

Salerni: Engin kynjuð salerni eru í Suðurgötu 8.

Iðnó

Myndband af Iðnó

Hjólastólaaðgengi: Aðalinngangur Iðnó er nægilega breiður fyrir flestar tegundir hjólastóla. Athugið að takki er til að opna aðalinnganginn, en hann getur verið stífur og dyrnar eru þungar. Samtökin halda viðburði bæði í hátíðarsal og Sunnusal (smærri salur á efri hæð), og eru þeir báðir rúmgóðir. Lyfta er á aðra hæð og er hún nægileg kraftmikil fyrir flestar tegundir stóla (nánar í myndbandi).

Hljóðvist: Hljóðvist í Iðnó er til fyrirmyndar í hátíðarsalnum og með ágætum í Sunnusal. Í andrými Iðnó er hljóðvist ekki sérstök en mikið er um umhverfishljóð og kliður ef fjöldi er mikill. Þau sem nota heyrnatæki geta notað þau án vandkvæða. Þegar mörg eru í Iðnó þá getur skynáreiti verið töluvert, sérstaklega í Sunnusal og við inngang en í hátíðarsal er rýmið það stórt að hljóð dreifist vel og því ekki nema á mjög fjölmennum viðburðum þar sem skynáreiti getur orðið mikið.

Salerni: Salerni á neðri hæð er aðgengilegt. Þegar Samtökin ’78 halda viðburði í Iðnó þá merkjum við salerni svo þau séu ekki kynjuð.

Tjarnarbíó

Myndband af Tjarnarbíó (væntanlegt)

Hjólastólaaðgengi: Aðalinngangur Tjarnarbíós er nægilega breiður fyrir flestar tegundir hjólastóla. Samtökin halda viðburði bæði í aðalsal og hliðarsal, og eru þeir báðir rúmgóðir.

Hljóðvist: Hljóðvist í Tjarnarbíói er til fyrirmyndar í stóra salnum og með ágætum í hliðarsal. Þau sem nota heyrnatæki geta notað þau án vandkvæða. Þegar mörg eru í Tjarnarbíói þá getur skynáreiti verið töluvert, sérstaklega í hliðarsal en í aðalsal er rýmið það stórt að hljóð dreifist vel og því ekki nema á mjög fjölmennum viðburðum þar sem skynáreiti getur orðið mikið.

Salerni: Þegar Samtökin ’78 halda viðburði í Tjarnarbíói þá merkjum við salerni svo þau séu ekki kynjuð.

Parliament Hotel

Myndband af Parliament Hotels

Hjólastólaaðgengi: Aðalinngangur Parliament Hotel er  breiður og ætti að henta fyrir allar tegundir hjólastóla. Tvær hurðir opna inn aðalinngan Parliament Hotel. Hurðarnar er tvöfaldar og sjálfvirkar rennihurðir.

Hljóðvist: Hljóðvist á Parliament Hotel er til fyrirmyndar. Þau sem nota heyrnatæki geta notað þau án vandkvæða.

Salerni: Þegar Samtökin ’78 halda viðburði á Parliament þá merkjum við salerni svo þau séu ekki kynjuð. Salerni eru aðgengileg fyrir þau sem nota hjólastól. Þau eru á neðri hæð (í kjallara) og góð lyfta er á staðnum.

Aðrar aðgengisstefnur

Öruggara rými

Samtökin ’78 hafa sett sér reglur varðandi öruggara rými. Eru þær ávallt hafðar í huga á öllum viðburðum Samtakanna ’78.

1. Virðum líkamleg og andleg mörk og áttum okkur á því að við
erum með ólíkt þol fyrir ýmsu áreiti

2. Virðum ólíkan bakgrunn og sjálfsákvörðunarrétt hvers
annars, t.d. fornöfn og nöfn

3. Gerum ekki ráð fyrir og forðumst að dæma fyrirfram
kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni, kynvitund, andlega og
líkamlega heilsu, efnahagslega stöðu, trú, skoðanir, reynslu
eða upplifanir hvers annars.

4. Virðum einkalíf hvers annars. Ekki þrýsta á einhvern til að
svara spurningum eða taka þátt í umræðum. Forðumst það
að deila persónulegum sögum út fyrir þetta rými.

5. Verum meðvituð um að orð og gjörðir okkar geta haft ólík áhrif á
fólk og geta komið ólíkt við fólk, bæði meðvitað og ómeðvitað.
Tilfinningar okkar allra eru réttmætar.

6. Forðumst það að öskra, æpa, grípa fram í eða tala yfir aðra
manneskju. Fylgjumst með því hve mikið við tökum þátt og
tryggjum að öll geti tekið þátt.

7. Gerum ráð fyrir góðum tilgangi. Þegar einstaklingur fer yfir
mörk látum þá vita en gerum ekki ráð fyrir því að manneskjan
ætlaði sér að meiða með sínu athæfi.

8. Munum: Við erum öll að læra.

9. Hugsaðu um þitt öryggi og þína heilsu. Ef þú vilt fara fram, endilega
gerðu það. Ef þér líður óöruggu láttu þá starfsfólk vita.

10. Ef þú verður vitni að óæskilegri hegðun eða ofbeldi láttu þá
starfsfólk vita ef þú treystir þér til.

Fjárhagslegt aðgengi

Almennt þá eru viðburðir Samtakanna ’78 ókeypis. Námskeið eru þó gegn greiðslu, en hægt er að sækja um undanþágu á þeirri greiðslu á skráningarsíðu fyrir námskeiðin. Þegar Samtökin ’78 selja gos eða veitingar þá má ávallt tala við starfsfólk til að greiða ekki, enda er hugsunin ekki að fjármagna starfsemina í gegnum félagana sjálfa. Eins geta öll sótt um þriðja félagsgjald, sem er aðeins 500 kr. á ári.

Táknmálstúlkun

Aðalfundur Samtakanna ’78, félagsfundir og viðburðir tengdir Landsþingi eru táknmálstúlkaðir. Hægt er að óska eftir táknmálstúlki með því að senda skrifstofu erindi.

Tungumál

Almennt eru viðburðir Samtakanna ’78 á íslensku. Þó eru sumir viðburðir á öðrum tungumálum.

Akstursþjónusta

Gert er ráð fyrir því að allir viðburðir sem haldnir eru á vegum Samtakanna ’78 miðist af akstursþjónustu og eru því ekki lengur en til miðnættis á virkum dögum og til 1 um helgar.