Skip to main content

Hagsmunaaðild

Félög tengd hagsmunum Samtakanna ’78 geta óskað eftir því að tengjast félaginu

Tvö félög hafa óskað eftir hagsmunaaðild

Hinsegin Austurland – kennitala væntanleg

Hinsegin Austurland er nýstofnað félag með aðsetur á Austurlandi. Tilgangur félagsins er að geta boðið öllu hinsegin fólki á Austurlandi athvarf og skjól. Hinsegin Austurland vilja geta boðið upp á fræðslu, ráðgjöf og viðburði sem lúta að hinsegin málefnum. Félagið vill vera sýnilegt og til staðar fyrir unga sem aldna sem telja sig þurfa á félaginu að halda.

Bangsafélagið – 571219-0500

Bangsafélagið var stofnað haustið 2019 í kringum bangsahátíðina Reykjavík Bear sem haldin verður í fyrsta sinn í september nú í ár.
Vefsíða félagsins er reykjavikbear.is