Skip to main content

Ásgeir Ásgeirsson

Framboð til stjórnar

Segðu okkur frá þér, hver ertu?

Er kynsegin, þ.e.a.s. Pansexual, Polyamorous (fjölkær), non-binary og BDSM-ari (sem er búin að vera í hvíld frá senunni í um 13 ár eða svo).

Ég er að detta í 47 árin, byrjaði fyrst í BDSM á Íslandi 17 (árið gilti) ásamt þremur öðrum ungmennum þar sem okkur var kennt allt um öryggi, samþykki og meðvitund og seinna meir var ég einn af þeim sem rak FetishIceland fyrir Evu Dögg og var ábyrgur fyrir tveimur festivölum sem báru nafnið “Freakout I” og “Freakout II” sem voru ætluð öllum sem vildu skemmta sér á eigin hátt í eigin kinky, hvort sem það var sem CD girl, MCS-ari, fetish aðili, bdsmari eða bara sem plain kynsegin persóna.

Ég er faðir og unnusta mín er líka Pansexual og Polyamorous en ekki BDSM-ari – sonurinn kominn á fullorðinsár og Pansexual líka sem og kjördóttir okkar- heil fjöldskylda af pan fólki ef svo má segja.
Hef reynt að taka þátt í sem flestu t.d. ljósmynda fyrir HIV blaðið og fleiri hluti meðan heilsan var í lagi og núna er hún á uppleið hægt og rólega og því ekki úr vegi að reyna að láta gott af sér leiða. Hef áður setið í stjórnum s.s. Iðnnemasambandsins, verið tæknistjóri alþjóðlegra fyrirtækja á borð við Spirent plc., Unnið sem tæknistjóri hjá Gagarín og fleiri þekktum innlendum fyrirtækjum og þekki markaðsmál, og er sérvitur og trúi alltaf því að leysa megi allt ef fólk einfaldlega ræðir málin í rólegheitum yfir kaffibolla, því ekkert vandamál sé svo stórt að ekki megi leysa það.

Fyrri störf og reynsla hjá Samtökunum ’78 og hvaða reynslu munt þú koma með inn í Samtökin ’78

Ég er núverandi öryrki, vann sem ljósmyndari, þ.m.t. fyrir S78 þar sem við í Pressphotos höfum gefið samtökunum leyfi til notkunnar á öllum myndum tengdum atburðum á vegum S78 og annarra tengdra samtaka. Hef komið að ansi mörgum verkefnum á vegum samtakanna gegnum árin og hef reynt að viðhalda skírteininu mínu þar og hjá Trans Ísland gildu (tek það fram að ég greiði fyrir hönd Pressphotos ljósmyndara í Trans Ísland til að sýna stuðning okkar við trans fólk).
Einning sinnti ég sálfrænni áfallahjálp í meira en 13 ár hjá RKÍ ásamt því að sinna þar bakvöktum þannig að ég hef sérhæfingu í því. Nú svo held ég eða vona að ég sé svona vonandi viðkunnalegur, því mér finnast allir jafnir.

Hvað leggur þú höfuðáherslu á þegar kemur að starfi Samtakanna ’78?

Að stjórnin marki stefnu og haldi sig við hana og reyni að gera sig sýnileg útávið með ýmsum hætti og viðburðum. Ennfremur að stjórnin vinni sem ein heild en ekki hver höndin á móti annarri og aldrei fundi slitið fyrr en fólk fer sátt frá borði.

Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag?

Mitt mat er að staðan sé bara ágæt, Daníel sem framkvæmdastjóri hefur staðið sig frábærlega finnst mér og ráðgjöfin sem slík verið einstök og mér finnst að við ættum að halda áfram þeirri vegferð og jafnvel reyna að finna sterka bakhjarla til að standa straum af ýmsum kostnaði til að efla starfsemina enn frekar.