Skip to main content

Mars M. Proppé

Framboð til stjórnar

Segðu okkur frá þér, hver ertu?

Hæhæ öllsömul

Ég heiti Mars og nota fornafnið hán. Ég er í grunnnáami í stjarneðlisfræði við HÍ en utan skólatíma les ég mikið, elda mikið einkum grænmetisrétti, fer oft í bað og stunda mis-vel liðinn aktívisma. Þessi misserin þekkir fólk mig helst útfrá klósettgjörningi þar sem ég límdi yfir allar kynjamerkingar á klósettum innan HÍ seinasta haust. Ég er réttsýnt, hreinskilið, drifið og tilbúið að gera það sem þarf svo réttindum hinsegin fólks sé fylgt eftir, sama hvort það sé út úr skápnum eða inni í honum.

Fyrri störf og reynsla hjá Samtökunum ’78 og hvaða reynslu munt þú koma með inn í Samtökin ’78

Ég byrjaði að starfa fyrir samtökin sem sjálfboðaaliði 2017 við fræðslu í grunn og menntaksólum, tók þátt í því starfi einn vetur. Núna hef ég nýlega aftur byrjað að starfa við fræðslu á breiðari grundvelli og fer víða að fræða á vegum samtakanna. Fyrir utan samtökin hef ég ásamt vinum mínum Esjari Didziokas og Eir Mosa Önnu-Ólafsbur verið með fræðslu um kynseginleika víða um bæ og gáfum við út bækling síðast liðið sumar um efnið. Einnig hef ég setið í flestum starfandi jafnréttisnefndum HÍ á einhverjum tímapunkti.

Ég bý að ríkri reynslu hvað varðar fræðslu og miðlun upplýsinga um eigin hinseginleika og vil meina að ég sé ágætlega að mér í regnboganum sem heild. Ég hef setið í margskonar stjórnum og ráðum og því eru stjórnarstörf ekki framandi fyrir mér. Svo er ég bara til í þetta, sem ég held að skipti mestu máli. Ég er nú þegar að sinna ýmsum störfum sem félliu vel inní Samtökin og því frábært að vera formlega í stjórn þeirra.

Hvað leggur þú höfuðáherslu á þegar kemur að starfi Samtakanna ’78?

Að þau séu opin öllum og við leitumst við eftir fremsta megni að vera fordómalaus innbyrgðis. Því duglegri sem við erum að styðja hvert annað, hversu ólíkur sem hinseginleikinn okkar er, því sterkari verðum við í okkar réttindabaráttu.

Ég tel að ráðgjafastarfið sem hefur blómstað seinustu árin sé að mæta þörf í samfélaginu sem hefur veirð til staðar svo lengi, en ekki veirð hægt að opna á. Með því starfi og stuðningshópunum erum við að gefa fólki tækifæri til að tala um hluti sem áður hafa veirð tabú eða þaggaðir niður og veita fólki styrk og rými til að uppgötva sjálft sig. Því tel ég mikilvægt við höldum áfram þeirri góðu þróun sem hefur átt sér stað og stækkum jafnvel enn frekar

Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag?

Hún hefur sjaldan veirð betri. Bæði hefur starfið orðið fjölbreyttara seinustu ár en einnig vaxið gríðarlega. Ég held að sú þróun muni halda áfram næstu ár á meðan ýmsar tegundir hinseginleika og fræðsla verður meira viðurkennd í samfélaginu. Því er ekki góð hugmynd að láta deigan síga núna.